Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. júlí 2025 20:00 Tinna og Stefán eru búsett á Akureyri og eiga saman tvo drengi. „Við kynntumst á þeim geysivinsæla skemmtistað B5 og tókum þessa hefðbundnu íslensku leið í að „deita“ ekkert, ekkert sérstaklega rómantískt, en ég sé svo sem ekki eftir neinu,“ segir Tinna Óðinsdóttir, leik- og tónlistarkona, um fyrstu kynni sín og unnusta síns, sjúkraþjálfarans Stefáns Inga Jóhannsonar, fyrir sjö árum. Tinna vakti athyglifyrir þátttöku sína í Söngvakeppninni 2025 með lagið Þrá. Lagið sló í gegn og tryggði henni sæti í úrslitum þar sem hún hafnaði í fimmta sæti. View this post on Instagram A post shared by Tinna Óðinsdóttir (@tinnaodins) Tónlistin hefur alla tíð verið stór hluti af lífi Tinnu, en síðustu ár hefur hún einbeitt sér að lagasmíðum samhliða leiklistarnámi sem hún lauk í lok júní. Tinna og Stefán eru bæði þrítug og eiga saman tvo drengi – Óðinn Svan, fimm ára, og Huginn Svan, þriggja ára. Fjölskyldan er búsett á Akureyri. Parið hyggst ganga í hjónaband næsta sumar, og segir Tinna að þau séu nú í óða önn við að skipuleggja stóra daginn. Tinna situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ég tók held ég öll okkar skref í byrjun. Fyrsti kossinn okkar: Ætli það hafi ekki bara verið inni á biffanum góða, skemmtistaðnum B5. Fyrsta stefnumótið? Við fórum aldrei beint á hefðbundið stefnumót. Við vorum mikið saman í ræktinni, ef það má kalla það stefnumót. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar? Ég myndi segja að við séum fyrst og fremst miklir vinir, en á sama tíma pössum við að halda uppi ástríðu í sambandinu. Við erum góðir partnerar þegar kemur að barnauppeldi og heimilishaldi. En okkur finnst líka mjög mikilvægt að gera eitthvað saman, bara við tvö, reglulega – til að minna okkur á af hverju við byrjuðum saman fyrir mörgum árum síðan. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Rómantíkst stefnumót fyrir mér samanstendur af góðum mat og djúpum innihaldsríkum samræðum. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín: Það er Friends with benifits lýsir svolítið sögunni okkar. Við ið héldum að þetta yrði ekkert mál en svo kom ástin. Lagið ykkar: Sunny day in june með Jóni Jónsyni minnir mig alltaf á tímann þegar við byrjuðum saman. Eigið þið sameiginleg áhugamál? Já, við höfum bæði mjög gaman af því að fá góða vini í heimsókn, borða góðan mat og spila. Við höfum bæði mikinn áhuga á líkamsrækt og æfum mikið saman. Hvort ykkar eldar meira? Stefán eldar ekki bara meira – hann eldar alltaf! Haldið þið upp á sambandsafmælið? Við höfum verið frekar slöpp í því frá upphafi, en erum sannfærð um að um leið og við giftum okkur munum við alltaf halda upp á brúðkaupsafmælið. Eruði rómantísk? Já, á okkar eigin hátt myndi ég bara segja. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Ég gaf honum allt í útileguna. Fyrsta gjöfin sem hann gaf mér: Hann smíðaði silfurhálsmen fyrir mig, erfitt að toppa þá gjöf. Maðurinn minn er: Stefán er traustur, duglegur og skilningsríkur, svo er hann virkilega góður pabbi. Rómantískasti staður á Íslandi: Ætli það sé ekki bara Akureyri, besti staður á landinu. Fyndnasta minningin af okkur saman: Það var örugglega þegar við vorum nýbyrjuð saman og vorum úti í Boston. Stefán fær stundum ofsjónir á nóttunni, og þessa nótt vorum við nývaknað í hótelherberginu þegar hann rýkur upp með þvílík læti og segir mér að passa mig og hlaupa fram á gang. Ég stökk upp, hljóp út úr herberginu með lak utan um mig, skíthrædd. Þegar við vorum komin fram á gang reyndi ég að tala við hann en þá sagði hann að það væri skúnkur við gluggann sem ætlaði að ráðast á okkur. Ég leit inn í herbergið en sá engan skúnk – Stefán var hins vegar sannfærður. Þegar hann rankaði við sér áttaði hann sig fljótt á að þetta hefði líklega bara verið martröð. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Þá fáum við oft pössun fyrir strákana og gerum okkur eitthvað gott að borða, förum í sund eða skógarböðin. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Traustur, skilningsrikur, duglegur. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Vonandi verðum við hamingjusamlega gift, eigum kannski þrjú börn og verðum búin að skapa enn fleiri minningar saman. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Við tölum mikið saman og erum alltaf heiðarleg við hvort annað. Ég held að það sé lykillinn að góðu og heilbrigðu sambandi. Svo reynum við að fara eitthvað tvö ein saman í nokkra daga, einu sinni eða tvisvar á ári. Mér finnst það alltaf tengja okkur saman. Ást er.. það mikilvægasta sem við höfum. Ég mun aldrei taka hana sem sjálfsagða. Ást er... Akureyri Tengdar fréttir „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ „Það er þessi orka og samhugur sem heldur okkur gangandi. Það eru ótrúleg forréttindi að hafa fundið einhvern sem er bæði ástin og sálufélagi minn,“ segir ferðaljósmyndarinn Ása Steinars um samband sitt og eiginmanns síns, Leo Sebastian Alsved. Saman eiga þau einn dreng og eiga von á öðrum. 17. apríl 2025 20:02 „Hann var ekkert eðlilega góður í sleik“ Helgi Ómarsson, ljósmyndari og áhrifavaldur, og unnusti hans Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur, höfðu verið vinir í fimmtán ár þegar neistinn kviknaði á milli þeirra árið 2022. Þeir vissu strax hvað þeir vildu, og eftir árs samband bað Pétur um hönd Helga. 2. júní 2025 20:03 Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Hann var ekkert eðlilega góður í sleik“ Makamál „Hann er einfaldlega bestur og ég bið ekki um meira“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Móðurmál: „Hvar endar þetta? Þú ert bara að springa!“ Makamál Fleiri fréttir Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða „Hann var ekkert eðlilega góður í sleik“ Sjá meira
Tinna vakti athyglifyrir þátttöku sína í Söngvakeppninni 2025 með lagið Þrá. Lagið sló í gegn og tryggði henni sæti í úrslitum þar sem hún hafnaði í fimmta sæti. View this post on Instagram A post shared by Tinna Óðinsdóttir (@tinnaodins) Tónlistin hefur alla tíð verið stór hluti af lífi Tinnu, en síðustu ár hefur hún einbeitt sér að lagasmíðum samhliða leiklistarnámi sem hún lauk í lok júní. Tinna og Stefán eru bæði þrítug og eiga saman tvo drengi – Óðinn Svan, fimm ára, og Huginn Svan, þriggja ára. Fjölskyldan er búsett á Akureyri. Parið hyggst ganga í hjónaband næsta sumar, og segir Tinna að þau séu nú í óða önn við að skipuleggja stóra daginn. Tinna situr fyrir svörum í viðtalsliðnum Ást er. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ég tók held ég öll okkar skref í byrjun. Fyrsti kossinn okkar: Ætli það hafi ekki bara verið inni á biffanum góða, skemmtistaðnum B5. Fyrsta stefnumótið? Við fórum aldrei beint á hefðbundið stefnumót. Við vorum mikið saman í ræktinni, ef það má kalla það stefnumót. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar? Ég myndi segja að við séum fyrst og fremst miklir vinir, en á sama tíma pössum við að halda uppi ástríðu í sambandinu. Við erum góðir partnerar þegar kemur að barnauppeldi og heimilishaldi. En okkur finnst líka mjög mikilvægt að gera eitthvað saman, bara við tvö, reglulega – til að minna okkur á af hverju við byrjuðum saman fyrir mörgum árum síðan. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Rómantíkst stefnumót fyrir mér samanstendur af góðum mat og djúpum innihaldsríkum samræðum. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín: Það er Friends with benifits lýsir svolítið sögunni okkar. Við ið héldum að þetta yrði ekkert mál en svo kom ástin. Lagið ykkar: Sunny day in june með Jóni Jónsyni minnir mig alltaf á tímann þegar við byrjuðum saman. Eigið þið sameiginleg áhugamál? Já, við höfum bæði mjög gaman af því að fá góða vini í heimsókn, borða góðan mat og spila. Við höfum bæði mikinn áhuga á líkamsrækt og æfum mikið saman. Hvort ykkar eldar meira? Stefán eldar ekki bara meira – hann eldar alltaf! Haldið þið upp á sambandsafmælið? Við höfum verið frekar slöpp í því frá upphafi, en erum sannfærð um að um leið og við giftum okkur munum við alltaf halda upp á brúðkaupsafmælið. Eruði rómantísk? Já, á okkar eigin hátt myndi ég bara segja. Fyrsta gjöfin sem ég gaf manninum mínum: Ég gaf honum allt í útileguna. Fyrsta gjöfin sem hann gaf mér: Hann smíðaði silfurhálsmen fyrir mig, erfitt að toppa þá gjöf. Maðurinn minn er: Stefán er traustur, duglegur og skilningsríkur, svo er hann virkilega góður pabbi. Rómantískasti staður á Íslandi: Ætli það sé ekki bara Akureyri, besti staður á landinu. Fyndnasta minningin af okkur saman: Það var örugglega þegar við vorum nýbyrjuð saman og vorum úti í Boston. Stefán fær stundum ofsjónir á nóttunni, og þessa nótt vorum við nývaknað í hótelherberginu þegar hann rýkur upp með þvílík læti og segir mér að passa mig og hlaupa fram á gang. Ég stökk upp, hljóp út úr herberginu með lak utan um mig, skíthrædd. Þegar við vorum komin fram á gang reyndi ég að tala við hann en þá sagði hann að það væri skúnkur við gluggann sem ætlaði að ráðast á okkur. Ég leit inn í herbergið en sá engan skúnk – Stefán var hins vegar sannfærður. Þegar hann rankaði við sér áttaði hann sig fljótt á að þetta hefði líklega bara verið martröð. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Þá fáum við oft pössun fyrir strákana og gerum okkur eitthvað gott að borða, förum í sund eða skógarböðin. Lýstu manninum þínum í þremur orðum: Traustur, skilningsrikur, duglegur. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Vonandi verðum við hamingjusamlega gift, eigum kannski þrjú börn og verðum búin að skapa enn fleiri minningar saman. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Við tölum mikið saman og erum alltaf heiðarleg við hvort annað. Ég held að það sé lykillinn að góðu og heilbrigðu sambandi. Svo reynum við að fara eitthvað tvö ein saman í nokkra daga, einu sinni eða tvisvar á ári. Mér finnst það alltaf tengja okkur saman. Ást er.. það mikilvægasta sem við höfum. Ég mun aldrei taka hana sem sjálfsagða.
Ást er... Akureyri Tengdar fréttir „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ „Það er þessi orka og samhugur sem heldur okkur gangandi. Það eru ótrúleg forréttindi að hafa fundið einhvern sem er bæði ástin og sálufélagi minn,“ segir ferðaljósmyndarinn Ása Steinars um samband sitt og eiginmanns síns, Leo Sebastian Alsved. Saman eiga þau einn dreng og eiga von á öðrum. 17. apríl 2025 20:02 „Hann var ekkert eðlilega góður í sleik“ Helgi Ómarsson, ljósmyndari og áhrifavaldur, og unnusti hans Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur, höfðu verið vinir í fimmtán ár þegar neistinn kviknaði á milli þeirra árið 2022. Þeir vissu strax hvað þeir vildu, og eftir árs samband bað Pétur um hönd Helga. 2. júní 2025 20:03 Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Hann var ekkert eðlilega góður í sleik“ Makamál „Hann er einfaldlega bestur og ég bið ekki um meira“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Móðurmál: „Hvar endar þetta? Þú ert bara að springa!“ Makamál Fleiri fréttir Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða „Hann var ekkert eðlilega góður í sleik“ Sjá meira
„Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ „Það er þessi orka og samhugur sem heldur okkur gangandi. Það eru ótrúleg forréttindi að hafa fundið einhvern sem er bæði ástin og sálufélagi minn,“ segir ferðaljósmyndarinn Ása Steinars um samband sitt og eiginmanns síns, Leo Sebastian Alsved. Saman eiga þau einn dreng og eiga von á öðrum. 17. apríl 2025 20:02
„Hann var ekkert eðlilega góður í sleik“ Helgi Ómarsson, ljósmyndari og áhrifavaldur, og unnusti hans Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur, höfðu verið vinir í fimmtán ár þegar neistinn kviknaði á milli þeirra árið 2022. Þeir vissu strax hvað þeir vildu, og eftir árs samband bað Pétur um hönd Helga. 2. júní 2025 20:03