„Versta hugmynd sem hefur komið fram“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2025 15:31 Jürgen Klopp efast um þekkingu þeirra á fótbolta sem taka ákvörðun eins og að búa til nýja 32 liða keppni utan keppnistímabilsins. Getty/Marcel Engelbrecht Sextán liða úrslit heimsmeistarakeppni félagsliða hefjast í dag en það er óhætt að segja að keppnin sé umdeild. Jürgen Klopp, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, er hávær rödd meðal helstu gagnrýnenda hennar. Hann ítrekaði skoðun sína í nýju viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. Alþjóða knattspyrnusambandið ákvað að búa til nýtt risamót sem er jafnstórt og gamla heimsmeistarakeppnin. 32 liða og mánaðarkeppni sem eykur enn álagið á bestu leikmenn heims. „Þetta er versta hugmynd sem hefur komið fram í fótboltanum,“ sagði Jürgen Klopp. Hann efast hreinlega um þekkingu þeirra á fótbolta sem eru að taka slíkar ákvarðanir. „Þarna er fólk við völd sem virðist aldrei hafa komið nálægt daglegu lífi í fótboltanum. Það er þetta fólk sem er að koma með svona hugmyndir,“ sagði Klopp. „Þetta eru bara of margir leikir. Ég óttast það að við sjáum fleiri meiðsli en nokkurn tímann áður á næsta tímabili. Ef ekki þá þá munu þau hrúgast inn á meðan keppninni stendur eða eftir hana,“ sagði Klopp. „Það er enginn tími fyrir þessa leikmann að fá einhverja alvöru endurheimt eftir tímabilið. Hvorki líkamlega né andlega,“ sagði Klopp. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gagnrýnir keppnina. „Þetta er tilgangslaus keppni. Hver sem vinnur hana verður versti sigurvegari sögunnar af því að þeir þurfa að spila allt sumarið og fara síðan strax inn í næsta tímabil,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Football Insides (@footballinsidesofficial) HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Jürgen Klopp, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, er hávær rödd meðal helstu gagnrýnenda hennar. Hann ítrekaði skoðun sína í nýju viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag. Alþjóða knattspyrnusambandið ákvað að búa til nýtt risamót sem er jafnstórt og gamla heimsmeistarakeppnin. 32 liða og mánaðarkeppni sem eykur enn álagið á bestu leikmenn heims. „Þetta er versta hugmynd sem hefur komið fram í fótboltanum,“ sagði Jürgen Klopp. Hann efast hreinlega um þekkingu þeirra á fótbolta sem eru að taka slíkar ákvarðanir. „Þarna er fólk við völd sem virðist aldrei hafa komið nálægt daglegu lífi í fótboltanum. Það er þetta fólk sem er að koma með svona hugmyndir,“ sagði Klopp. „Þetta eru bara of margir leikir. Ég óttast það að við sjáum fleiri meiðsli en nokkurn tímann áður á næsta tímabili. Ef ekki þá þá munu þau hrúgast inn á meðan keppninni stendur eða eftir hana,“ sagði Klopp. „Það er enginn tími fyrir þessa leikmann að fá einhverja alvöru endurheimt eftir tímabilið. Hvorki líkamlega né andlega,“ sagði Klopp. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann gagnrýnir keppnina. „Þetta er tilgangslaus keppni. Hver sem vinnur hana verður versti sigurvegari sögunnar af því að þeir þurfa að spila allt sumarið og fara síðan strax inn í næsta tímabil,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Football Insides (@footballinsidesofficial)
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira