„Mér finnst þetta vera brandari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2025 11:02 Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, á hliðarlínunni í leiknum á móti Benfica í nótt. Getty/Qian Jun Enzo Maresca, knattspyrnustjóri Chelsea, var allt annað en sáttur þrátt fyrir 4-1 sigur á Benfica í sextán liða úrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða. Ástæðan var tveggja klukkutíma töf undir lok leiksins. Maresca efaðist um að Bandaríkin geti haldið mót eins og heimsmeistarakeppni félagsliða en þetta var sjöundi leikurinn á mótinu þar sem þurfti að gera hlé á leik vegna veðurs. Chelsea var 1-0 yfir í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir en þá voru allir kallaðir af velli. Leikurinn hófst ekki á ný fyrr en eftir tvo klukkutíma og Benfica endaði með að tryggja sér framlengingu. Chelsea var þá orðið manni fleiri og vann á endanum 4-1. Þegar leikurinn hófst loksins á ný var stór hluti áhorfendanna farinn heim. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) „Við fengum engin færi á okkur og bjuggum til nógu mörg færi til vinna leikinn,“ sagði Enzo Maresca um leikinn sem var að renna út þegar þrumuveðrið kom of nálægt. „Eftir þetta hlé þá breyttist leikurinn algjörlega. Mitt persónulega mat er að þetta sé ekki fótbolti“ sagði Maresca. „Þegar það eru komnir sjö, átta eða níu leikir sem hafa verið stöðvaðir vegna veðurs. Mér finnst þetta vera brandari ef ég segi alveg eins og er. Þetta er ekki fótbolti. Þetta er ekki fyrir okkur. Þú getur ekki beðið inni svona lengi,“ sagði Maresca. „Þetta er eitthvað algjörlega nýtt sem ég á erfitt með að skilja. Ég skil að leikurinn sé stöðvaður öryggisins vegna. Þegar þú ert hins vegar farinn að stöðva sjö eða átta leiki vegna veðurs þá er þetta líklega ekki rétti staðurinn fyrir keppni sem þessa,“ sagði Maresca. Þetta er líka upphitun fyrir næsta sumar þegar heimsmeistarakeppni landsliða fer af stórum hluta fram í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by Pulse Sports Nigeria (@pulsesportsnigeria) HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
Maresca efaðist um að Bandaríkin geti haldið mót eins og heimsmeistarakeppni félagsliða en þetta var sjöundi leikurinn á mótinu þar sem þurfti að gera hlé á leik vegna veðurs. Chelsea var 1-0 yfir í leiknum þegar fimm mínútur voru eftir en þá voru allir kallaðir af velli. Leikurinn hófst ekki á ný fyrr en eftir tvo klukkutíma og Benfica endaði með að tryggja sér framlengingu. Chelsea var þá orðið manni fleiri og vann á endanum 4-1. Þegar leikurinn hófst loksins á ný var stór hluti áhorfendanna farinn heim. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) „Við fengum engin færi á okkur og bjuggum til nógu mörg færi til vinna leikinn,“ sagði Enzo Maresca um leikinn sem var að renna út þegar þrumuveðrið kom of nálægt. „Eftir þetta hlé þá breyttist leikurinn algjörlega. Mitt persónulega mat er að þetta sé ekki fótbolti“ sagði Maresca. „Þegar það eru komnir sjö, átta eða níu leikir sem hafa verið stöðvaðir vegna veðurs. Mér finnst þetta vera brandari ef ég segi alveg eins og er. Þetta er ekki fótbolti. Þetta er ekki fyrir okkur. Þú getur ekki beðið inni svona lengi,“ sagði Maresca. „Þetta er eitthvað algjörlega nýtt sem ég á erfitt með að skilja. Ég skil að leikurinn sé stöðvaður öryggisins vegna. Þegar þú ert hins vegar farinn að stöðva sjö eða átta leiki vegna veðurs þá er þetta líklega ekki rétti staðurinn fyrir keppni sem þessa,“ sagði Maresca. Þetta er líka upphitun fyrir næsta sumar þegar heimsmeistarakeppni landsliða fer af stórum hluta fram í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by Pulse Sports Nigeria (@pulsesportsnigeria)
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti