Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. júní 2025 07:26 Matt Freese sótti námskeið í Harvard um vítaspyrnur og virðist hafa lært vel af því. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Bandaríkin komust áfram eftir einvígi við Kosta Ríka í átta liða úrslitum Gullbikarsins. Markmaðurinn Matt Freese, nýútskrifaður af Harvard námskeiði í vítaspyrnuvörslum, varð hetja heimamanna. Kanada er hins vegar úr leik eftir tap gegn Gvatemala. Kanadamenn komust yfir eftir hálftíma leik gegn Gvatemala, með marki Jonathan David úr vítaspyrnu. Framherjinn Jacob Shaffelburg fékk svo á sig tvö gul spjöld áður en fyrri hálfleikur kláraðist og var rekinn af velli. Hið seinna fyrir olnbogaskot. Gvatemala fór því manni fleiri út í seinni hálfleikinn og nýtti tækifærið til að jafna, Oscar Santis var nýbúinn að klúðra dauðafæri en lagði upp mark fyrir Rubio Rubin. ¡Rubio Rubin lo empata para Guatemala! pic.twitter.com/fLrMDQLVnY— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Fjörugur leikur alveg til enda og línubjörgun hjá Gvatemala, en fleiri mörk voru ekki skoruð. Aaron Herrera. La muralla Guatemalteca. 🧱 pic.twitter.com/BkAy9p8a8e— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Samkvæmt reglum Gullbikarsins var farið beint í vítaspyrnukeppni. Luc de Fougerolles reyndist örlagavaldurinn þar þegar hann skaut í þverslánna úr sjöttu vítaspyrnu Kanada. José Morales vann leikinn svo fyrir Gvatemala með því að skjóta á mitt markið úr næsta spyrnu. ¡Grítenlo pueblo Chapín! pic.twitter.com/hQ3W1nF0cc— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Bandaríkin - Kosta Ríka 2-2 (4-3) Bandaríkin og Kosta Ríka mættust síðar um kvöldið í leik sem var engu síður skemmtilegur. Bandaríkjamenn gáfu klaufalegt víti frá sér snemma og lentu undir, klúðruðu síðan víti sjálfir, skutu í stöngina. En tókst að jafna rétt fyrir hálfleik og taka forystuna í upphafi seinni hálfleiks. Kosta Ríka menn börðust hins vegar til baka og jöfnuðu leikinn 2-2 undir lokin. Max Arfsten with a perfect finish! pic.twitter.com/dRXfJuZBhY— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 ¡Alonso Martínez la manda al fondo de la red! 🇨🇷 pic.twitter.com/3CuYy9AfgA— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Beint í vítaspyrnukeppni þar sem Matt Freese varð hetja heimamanna, nýútskrifaður af vítaspyrnunámskeiði í Harvard, samkvæmt AP fréttaveitunni. Námskeiðið hefur greinilega reynst honum vel. Freese varði þrjár af sex spyrnum Kosta Ríka og Bandaríkjamenn skoruðu úr fjórum af sex spyrnum. „Að geta reitt sig á þessa þekkingu og tölfræði, að geta lesið mjaðmahreyfingar og svoleiðis hluti, er mjög dýrmætt“ sagði hinn nýútskrifaði Freese. Matty “Ice” Freese 🥶 pic.twitter.com/Ri6RwsD55f— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Bandaríkin mæta Gvatemala í undanúrslitunum. Hinum megin mætast Mexíkó og Hondúras. The Gold Cup semifinals are set 🏆📰 https://t.co/JwtRn4M3hD pic.twitter.com/znXRCKFA2h— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Sjá meira
Kanadamenn komust yfir eftir hálftíma leik gegn Gvatemala, með marki Jonathan David úr vítaspyrnu. Framherjinn Jacob Shaffelburg fékk svo á sig tvö gul spjöld áður en fyrri hálfleikur kláraðist og var rekinn af velli. Hið seinna fyrir olnbogaskot. Gvatemala fór því manni fleiri út í seinni hálfleikinn og nýtti tækifærið til að jafna, Oscar Santis var nýbúinn að klúðra dauðafæri en lagði upp mark fyrir Rubio Rubin. ¡Rubio Rubin lo empata para Guatemala! pic.twitter.com/fLrMDQLVnY— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Fjörugur leikur alveg til enda og línubjörgun hjá Gvatemala, en fleiri mörk voru ekki skoruð. Aaron Herrera. La muralla Guatemalteca. 🧱 pic.twitter.com/BkAy9p8a8e— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Samkvæmt reglum Gullbikarsins var farið beint í vítaspyrnukeppni. Luc de Fougerolles reyndist örlagavaldurinn þar þegar hann skaut í þverslánna úr sjöttu vítaspyrnu Kanada. José Morales vann leikinn svo fyrir Gvatemala með því að skjóta á mitt markið úr næsta spyrnu. ¡Grítenlo pueblo Chapín! pic.twitter.com/hQ3W1nF0cc— Gold Cup (@GoldCup) June 29, 2025 Bandaríkin - Kosta Ríka 2-2 (4-3) Bandaríkin og Kosta Ríka mættust síðar um kvöldið í leik sem var engu síður skemmtilegur. Bandaríkjamenn gáfu klaufalegt víti frá sér snemma og lentu undir, klúðruðu síðan víti sjálfir, skutu í stöngina. En tókst að jafna rétt fyrir hálfleik og taka forystuna í upphafi seinni hálfleiks. Kosta Ríka menn börðust hins vegar til baka og jöfnuðu leikinn 2-2 undir lokin. Max Arfsten with a perfect finish! pic.twitter.com/dRXfJuZBhY— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 ¡Alonso Martínez la manda al fondo de la red! 🇨🇷 pic.twitter.com/3CuYy9AfgA— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Beint í vítaspyrnukeppni þar sem Matt Freese varð hetja heimamanna, nýútskrifaður af vítaspyrnunámskeiði í Harvard, samkvæmt AP fréttaveitunni. Námskeiðið hefur greinilega reynst honum vel. Freese varði þrjár af sex spyrnum Kosta Ríka og Bandaríkjamenn skoruðu úr fjórum af sex spyrnum. „Að geta reitt sig á þessa þekkingu og tölfræði, að geta lesið mjaðmahreyfingar og svoleiðis hluti, er mjög dýrmætt“ sagði hinn nýútskrifaði Freese. Matty “Ice” Freese 🥶 pic.twitter.com/Ri6RwsD55f— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025 Bandaríkin mæta Gvatemala í undanúrslitunum. Hinum megin mætast Mexíkó og Hondúras. The Gold Cup semifinals are set 🏆📰 https://t.co/JwtRn4M3hD pic.twitter.com/znXRCKFA2h— Gold Cup (@GoldCup) June 30, 2025
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Sjá meira