Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Starri Freyr Jónsson 3. júlí 2025 09:24 „Það er bara svo mikil stemning að vera úti í góðu veðri að útbúa góðan mat," segir BBQ kóngurinn. Hér gefur hann lesendum Vísis uppskrift af girnilegri pizzu. Sífellt fleiri kjósa að grilla pizzu á útigrillinu enda hentug og þægileg leið til að útbúa drauma pizzuna. Næstu fimmtudaga gefur Alfreð Björnsson, best þekktur sem BBQ kóngurinn, lesendum Vísis gómsætar grilluppskriftir í samstarfi við Nathan & Olsen. Að þessu sinni verður boðið upp á gómsæta pizzu með fullt af osti og fullt af pepperóní. Til að toppa hana enn frekar setur hann slatta af Hellmann’s Chilli Charger sósu yfir hana. Eru ekki örugglega allir komnir með vatn í munninn? „Það er bara svo mikil stemning að vera úti í góðu veðri að útbúa góðan mat. Þessar pizzur eru svo allt öðruvísi en þessar hefðbundnu þar sem það er fjórum sinnum meiri ostur og álegg og svo eru þær svo hrikalega djúsí,“ segir BBQ kóngurinn. Ótrúlega girnileg pizza hjá BBQ kónginum. Hrikalega girnileg pizza með fullt af osti og pepperóní Byrjið á því að smyrja 25 cm pottjárnspönnu með olíu. Notið ca. 350 gr pizzudeig og notið hendur til að fletja deigið út í pönnuna þannig að það fari að aðeins upp á kantinn. Setjið fyrst nóg af osti og pepperóní ofan á deigið og síðan vel af pizzasósu. Stráið næst yfir auka osti og svo enn meira pepperóníi í lokin. Stillið grillið/ofninn á 220-240 gráður og eldið pizzuna á óbeinum hita í 25 - 30 mínútur. Takið pizzuna úr pönnunni og sprautið Hellmann’s Chilli Charger sósu yfir hana. Njótið! Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira
Næstu fimmtudaga gefur Alfreð Björnsson, best þekktur sem BBQ kóngurinn, lesendum Vísis gómsætar grilluppskriftir í samstarfi við Nathan & Olsen. Að þessu sinni verður boðið upp á gómsæta pizzu með fullt af osti og fullt af pepperóní. Til að toppa hana enn frekar setur hann slatta af Hellmann’s Chilli Charger sósu yfir hana. Eru ekki örugglega allir komnir með vatn í munninn? „Það er bara svo mikil stemning að vera úti í góðu veðri að útbúa góðan mat. Þessar pizzur eru svo allt öðruvísi en þessar hefðbundnu þar sem það er fjórum sinnum meiri ostur og álegg og svo eru þær svo hrikalega djúsí,“ segir BBQ kóngurinn. Ótrúlega girnileg pizza hjá BBQ kónginum. Hrikalega girnileg pizza með fullt af osti og pepperóní Byrjið á því að smyrja 25 cm pottjárnspönnu með olíu. Notið ca. 350 gr pizzudeig og notið hendur til að fletja deigið út í pönnuna þannig að það fari að aðeins upp á kantinn. Setjið fyrst nóg af osti og pepperóní ofan á deigið og síðan vel af pizzasósu. Stráið næst yfir auka osti og svo enn meira pepperóníi í lokin. Stillið grillið/ofninn á 220-240 gráður og eldið pizzuna á óbeinum hita í 25 - 30 mínútur. Takið pizzuna úr pönnunni og sprautið Hellmann’s Chilli Charger sósu yfir hana. Njótið!
Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira