Samstarf

Girni­leg pizza úr smiðju BBQ kóngsins

Starri Freyr Jónsson
„Það er bara svo mikil stemning að vera úti í góðu veðri að útbúa góðan mat," segir BBQ kóngurinn. Hér gefur hann lesendum Vísis uppskrift af girnilegri pizzu.
„Það er bara svo mikil stemning að vera úti í góðu veðri að útbúa góðan mat," segir BBQ kóngurinn. Hér gefur hann lesendum Vísis uppskrift af girnilegri pizzu.

Sífellt fleiri kjósa að grilla pizzu á útigrillinu enda hentug og þægileg leið til að útbúa drauma pizzuna.

Næstu fimmtudaga gefur Alfreð Björnsson, best þekktur sem BBQ kóngurinn, lesendum Vísis gómsætar grilluppskriftir í samstarfi við Nathan & Olsen.

Að þessu sinni verður boðið upp á gómsæta pizzu með fullt af osti og fullt af pepperóní. Til að toppa hana enn frekar setur hann slatta af Hellmann’s Chilli Charger sósu yfir hana. Eru ekki örugglega allir komnir með vatn í munninn?

„Það er bara svo mikil stemning að vera úti í góðu veðri að útbúa góðan mat. Þessar pizzur eru svo allt öðruvísi en þessar hefðbundnu þar sem það er fjórum sinnum meiri ostur og álegg og svo eru þær svo hrikalega djúsí,“ segir BBQ kóngurinn.

Ótrúlega girnileg pizza hjá BBQ kónginum. 

Hrikalega girnileg pizza með fullt af osti og pepperóní

Byrjið á því að smyrja 25 cm pottjárnspönnu með olíu. Notið ca. 350 gr pizzudeig og notið hendur til að fletja deigið út í pönnuna þannig að það fari að aðeins upp á kantinn.

Setjið fyrst nóg af osti og pepperóní ofan á deigið og síðan vel af pizzasósu.

Stráið næst yfir auka osti og svo enn meira pepperóníi í lokin.

Stillið grillið/ofninn á 220-240 gráður og eldið pizzuna á óbeinum hita í 25 - 30 mínútur.

Takið pizzuna úr pönnunni og sprautið Hellmann’s Chilli Charger sósu yfir hana.

Njótið!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×