„Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2025 19:32 Guðjón Bjarni Hálfdánarson, formaður meistaraflokksráðs karla á Selfossi, með Jóni Daða. Vísir/Sigurjón Guðjón Bjarni Hálfdánarson, formaður meistaraflokksráðs karla á Selfossi, segir að sameiginlegt átak bæjarbúa hafi átt þátt í því að fá Jón Daða Böðvarsson aftur heim. Eftir um þrettán ára langan atvinnumannaferil er Jón Daði snúinn aftur í íslenska boltann. Jón hafði úr nokkrum liðum að velja, en kaus að lokum að snúa aftur til uppeldisfélagsins á Selfossi, þar sem hann mun aðstoða liðið í baráttu sinni við að halda sæti sínu í Lengjudeildinni. „Þetta tókst bara með því að sýna honum áhuga,“ sagði Guðjón Bjarni í samtali við Sýn Sport á Selfossi í dag. „Frá því að hann hættir í Bolton og fer þarna til Wrexham og Burton þá er hann búinn að vita af okkar áhuga. Við höfum ekki dregið neinn dul á það að við viljum fá hann og í dag tókst það.“ Selfoss skipti Jón máli og Jón skipti Selfoss máli Eins og áður hefur komið fram var Selfoss ekki eina liðið sem hafði áhuga á því að fá Jón Daða í sínar raðir. Eðlilega svo sem, enda um þaulreyndan atvinnu- og landsliðsmann að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis var Víkingur, topplið Bestu-deildarinnar, eitt af þeim liðum sem sýndi Jóni áhuga. „Ég held að þetta byggist bara á gagnkvæmri virðingu. Ég held að Selfoss skipti hann máli og hann skiptir Selfoss máli. Þegar það fer saman þá er það eitthvað sem er til góðs. Ég held að það sé bara ástæðan fyrir því að við erum saman komin hérna í dag að þetta eru bara annars vegar félagið og hins vegar hann, sem eru með einhverja tengingu, og við munum vinna sterkt með það áfram.“ Þá segir Guðjón Bjarni að leikmaður á borð við Jón Daða gefi starfinu á Selfossi gríðarlega mikið. „Við teljum að leikmaður sem er með þann feril sem hann hefur að baki, bæði með félagsliðum og með landsliðinu, hann er uppalinn í félaginu hjá okkur, og hann mun að sjálfsögðu blása eldmóð inn í yngri flokkana. Að horfa á svona fyrirmynd vera að spila á aðalvellinum og vera að æfa á æfingasvæðinu. Svona leikmaður smitar bara út frá sér. Hann hefur líka þann karakter að hann gefur af sér. Hann er ekki fráhrindandi og ég held að iðkendur sem munu vera á vallarsvæðinu, sem er alltaf iðandi af lífi, munu njóta þess að hafa hann í kringum sig og hann muni smita þannig til þeirra.“ Ætla sér aftur meðal þeirra bestu Guðjón segir einnig að heimkoma Jóns Daða sé eitt skref í átt að því að koma Selfyssingum aftur í fremstu röð, en félagið hefur ekki leikið í efstu deild karla frá því árið 2012. Það ár lék Jón Daði einmitt síðast með Selfyssingum. „Við erum að horfa á það og leggja upp með framtíðarsýn fyrir félagið. Að sjálfsögðu er svona samningur við leikmann eins og Jón Daða stórt fyrir okkur í þeirri vegferð,“ sagði Guðjón Bjarni. „Við bindum bara vonir við það og við lögðum af stað á ákveðinn hátt. Við erum enn þá á þeirri braut og brautin er enn þá bein fyrir framan okkur. Við munum ekkert slá af gjöfinni til að koma okkur í fremstu röð á nýjan leik.“ Sameiginlegt átak Að lokum var Guðjón Bjarni spurður út í peningahliðina á félagaskiptunum, enda spyrja sig ábyggilega margir að því hvernig lið sem situr í fallsæti Lengjudeildarinnar getur barist við topplið Bestu-deildarinnar um leikmenn. Ekki bara barist, heldur líka haft betur í baráttunni „Þetta er alltaf afstætt. Auðvitað í svona málum koma margir að og við eigum mörgum miklar þakkir skildar í þessu máli,“ sagði Guðjón Bjarni, en gaf einnig í skyn að það hafi ekki bara verið peningar sem sannfærðu Jón Daða um að snúa aftur heim. „Svo er líka bara hvernig leikmenn horfa á um hvað þetta snýst. Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir.“ Klippa: „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Lengjudeild karla UMF Selfoss Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sjá meira
Eftir um þrettán ára langan atvinnumannaferil er Jón Daði snúinn aftur í íslenska boltann. Jón hafði úr nokkrum liðum að velja, en kaus að lokum að snúa aftur til uppeldisfélagsins á Selfossi, þar sem hann mun aðstoða liðið í baráttu sinni við að halda sæti sínu í Lengjudeildinni. „Þetta tókst bara með því að sýna honum áhuga,“ sagði Guðjón Bjarni í samtali við Sýn Sport á Selfossi í dag. „Frá því að hann hættir í Bolton og fer þarna til Wrexham og Burton þá er hann búinn að vita af okkar áhuga. Við höfum ekki dregið neinn dul á það að við viljum fá hann og í dag tókst það.“ Selfoss skipti Jón máli og Jón skipti Selfoss máli Eins og áður hefur komið fram var Selfoss ekki eina liðið sem hafði áhuga á því að fá Jón Daða í sínar raðir. Eðlilega svo sem, enda um þaulreyndan atvinnu- og landsliðsmann að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis var Víkingur, topplið Bestu-deildarinnar, eitt af þeim liðum sem sýndi Jóni áhuga. „Ég held að þetta byggist bara á gagnkvæmri virðingu. Ég held að Selfoss skipti hann máli og hann skiptir Selfoss máli. Þegar það fer saman þá er það eitthvað sem er til góðs. Ég held að það sé bara ástæðan fyrir því að við erum saman komin hérna í dag að þetta eru bara annars vegar félagið og hins vegar hann, sem eru með einhverja tengingu, og við munum vinna sterkt með það áfram.“ Þá segir Guðjón Bjarni að leikmaður á borð við Jón Daða gefi starfinu á Selfossi gríðarlega mikið. „Við teljum að leikmaður sem er með þann feril sem hann hefur að baki, bæði með félagsliðum og með landsliðinu, hann er uppalinn í félaginu hjá okkur, og hann mun að sjálfsögðu blása eldmóð inn í yngri flokkana. Að horfa á svona fyrirmynd vera að spila á aðalvellinum og vera að æfa á æfingasvæðinu. Svona leikmaður smitar bara út frá sér. Hann hefur líka þann karakter að hann gefur af sér. Hann er ekki fráhrindandi og ég held að iðkendur sem munu vera á vallarsvæðinu, sem er alltaf iðandi af lífi, munu njóta þess að hafa hann í kringum sig og hann muni smita þannig til þeirra.“ Ætla sér aftur meðal þeirra bestu Guðjón segir einnig að heimkoma Jóns Daða sé eitt skref í átt að því að koma Selfyssingum aftur í fremstu röð, en félagið hefur ekki leikið í efstu deild karla frá því árið 2012. Það ár lék Jón Daði einmitt síðast með Selfyssingum. „Við erum að horfa á það og leggja upp með framtíðarsýn fyrir félagið. Að sjálfsögðu er svona samningur við leikmann eins og Jón Daða stórt fyrir okkur í þeirri vegferð,“ sagði Guðjón Bjarni. „Við bindum bara vonir við það og við lögðum af stað á ákveðinn hátt. Við erum enn þá á þeirri braut og brautin er enn þá bein fyrir framan okkur. Við munum ekkert slá af gjöfinni til að koma okkur í fremstu röð á nýjan leik.“ Sameiginlegt átak Að lokum var Guðjón Bjarni spurður út í peningahliðina á félagaskiptunum, enda spyrja sig ábyggilega margir að því hvernig lið sem situr í fallsæti Lengjudeildarinnar getur barist við topplið Bestu-deildarinnar um leikmenn. Ekki bara barist, heldur líka haft betur í baráttunni „Þetta er alltaf afstætt. Auðvitað í svona málum koma margir að og við eigum mörgum miklar þakkir skildar í þessu máli,“ sagði Guðjón Bjarni, en gaf einnig í skyn að það hafi ekki bara verið peningar sem sannfærðu Jón Daða um að snúa aftur heim. „Svo er líka bara hvernig leikmenn horfa á um hvað þetta snýst. Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir.“ Klippa: „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“
Lengjudeild karla UMF Selfoss Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sjá meira