Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2025 22:24 Kobbie Mainoo virtist líða vel í íslensku treyjunni. X/UtdDistrict Tap enska karlalandsliðsins gegn því íslenska í vináttulandsleik fyrir EM á síðasta ári virðist ekki sitja lengur í Kobbie Mainoo, leikmanni Manchester United. Breska götublaðið Daily Mail sagði í gær frá því að sést hefði til Kobbie Mainoo æfa með fyrrverandi liðsfélögum sínum, James Garner og Mason Greenwood. Í umfjöllun Daily Mail kemur svo sem ekki mikið meira fram en það að þremenningarnir hefðu sést æfa saman. Það sem vekur kannski athygli okkar Íslendinga er það að Mainoo, sem er sá eini af þremenningunum sem enn er leikmaður Manchester United, skartaði heiðblárri íslenskri landsliðstreyju á leið sinni á æfingu. Kobbie Mainoo spotted training in Manchester with #MUAcademy graduates James Garner and Mason Greenwood ⚽️📸 Eamonn & James Clarke/@MailSport pic.twitter.com/7VBfpfJCZK— UtdDistrict (@UtdDistrict) July 1, 2025 Þegar betur er að gáð má sjá að þetta er treyja númer 15, og er þetta því að öllum líkindum treyja sem Mainoo fékk frá Bjarka Steini Bjarkasyni eftir 1-0 tap Englands gegn Íslandi á Wembley í fyrra. Leikurinn var liður í undirbúningi Englendinga fyrir Evrópumótið sem fram í Þýskalandi. Tap gegn litla Íslandi var líklega ekki undirbúningurinn sem enska þjóðin vonaðist eftir, en Englendingar komust þó alla leið í úrslit mótsins þar sem liðið mátti þola tap gegn Spánverjum. Tapið gegn Íslandi virðist þó ekki sitja lengur í Mainoo. Eins og sjá má á meðfylgjandi færslu á samfélagsmiðlinum X virtist honum líða vel í treyjunni Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Breska götublaðið Daily Mail sagði í gær frá því að sést hefði til Kobbie Mainoo æfa með fyrrverandi liðsfélögum sínum, James Garner og Mason Greenwood. Í umfjöllun Daily Mail kemur svo sem ekki mikið meira fram en það að þremenningarnir hefðu sést æfa saman. Það sem vekur kannski athygli okkar Íslendinga er það að Mainoo, sem er sá eini af þremenningunum sem enn er leikmaður Manchester United, skartaði heiðblárri íslenskri landsliðstreyju á leið sinni á æfingu. Kobbie Mainoo spotted training in Manchester with #MUAcademy graduates James Garner and Mason Greenwood ⚽️📸 Eamonn & James Clarke/@MailSport pic.twitter.com/7VBfpfJCZK— UtdDistrict (@UtdDistrict) July 1, 2025 Þegar betur er að gáð má sjá að þetta er treyja númer 15, og er þetta því að öllum líkindum treyja sem Mainoo fékk frá Bjarka Steini Bjarkasyni eftir 1-0 tap Englands gegn Íslandi á Wembley í fyrra. Leikurinn var liður í undirbúningi Englendinga fyrir Evrópumótið sem fram í Þýskalandi. Tap gegn litla Íslandi var líklega ekki undirbúningurinn sem enska þjóðin vonaðist eftir, en Englendingar komust þó alla leið í úrslit mótsins þar sem liðið mátti þola tap gegn Spánverjum. Tapið gegn Íslandi virðist þó ekki sitja lengur í Mainoo. Eins og sjá má á meðfylgjandi færslu á samfélagsmiðlinum X virtist honum líða vel í treyjunni
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira