Lífið

Ein­býli í Breið­holti úr smiðju Rut Kára

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið stendur innarlega í botnlanga og nýtur einstakrar kyrrðar og stórfenglegs útsýnis yfir Elliðaárdalinn, Esjuna og Snæfellsnes.
Húsið stendur innarlega í botnlanga og nýtur einstakrar kyrrðar og stórfenglegs útsýnis yfir Elliðaárdalinn, Esjuna og Snæfellsnes.

Við Fremrastekk í Breiðholti stendur glæsilegt 238 fermetra einbýlishús, reist árið 1968. Húsið var endurskipulagt og endurinnréttað árið 2014 af innanhúsarkitektinum Rut Káradóttur. Ásett verð eignarinnar er 189 milljónir króna.

Hlýleg litapalletta og náttúrulegur efniviður er gegnumgangandi í húsinu og skapar notalega stemningu á heimilinu.

Stofa, eldhús og borðstofa flæða saman í eitt í opnu og björtu rými með stórum gluggum og fallegu útsýni yfir Elliðaárdalinn, Esjuna og að Snæfellsnesi. Úr rýminu er útgengt á skjólgóða verönd með heitum potti. 

Í eldhúsinu er rúmgóð viðarinnrétting sem nær upp í loft. Fyrir miðju er stór eldhúseyja með setuaðstöðu og gráum granítstein á borðum.

Baðherbergið er stílhreint og glæsilegt með sams konar súkkulaðibrúnni innréttingu, granítborðplötu, sturtu og frístandandi baðkari.

Í húsinu eru samtals þrjú svefnherbergi, þar af hjónaherbergi með sér fataherbergi. 

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.