„Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lovísa Arnardóttir skrifar 4. júlí 2025 13:01 Ása Hlín var að gefa úr barnabók og vinnur að tveimur öðrum. Aðsend Ása Hlín Benediktsdóttir fagnaði útgáfu barnabókar sinnar, Hallormsstaðaskógur – söguljóð fyrri börn, á Egilsstöðum síðustu helgi. Bókin er prentuð í prentsmiðju á Egilsstöðum og fjallar um Lagarfljótsorminn og Hallormsstaðaskóg. Ása Hlín skrifaði bókina í námi í skapandi sjálfbærni, í Hallormsstaðaskóla, síðasta vetur. „Ég málaði myndirnar úr bleki unnu úr skóginum og fékk svo tónlistarmann að nafni Charles Ross sem býr á Egilsstöðum í lið með mér og hann vann tónverk upp úr bókinni sem er um það bil tuttugu mínútur. Hugmyndin er að tónverkið spilist á meðan lesið er,“ segir hún og að í bókinni sé að finna QR kóða sem vísi fólki á tónlistina. Eintök af bókinni sem hún batt sjálf inn. Aðsendar Hún segir það alltaf hafa verið markmið sitt að halda bókinni í heimabyggð. „Í anda sjálfbærni, að hafa allt úr héraði. Ég batt sjálf inn nokkur eintök í skólanum í vetur en svo kom bókin út fyrir alvöru síðustu helgi.“ Innblásin af Völuspá Eddukvæða Hallormsstaðaskógur er barnabók í bundnu máli og sækir Ása Hlín innblástur til Völuspár Eddukvæða. „Á yfirborðinu fjallar ljóðið um barn sem leikur sér í ævintýraskógi, meðal orma, en ormur þýddi oft dreki í fornsögunum, álfa, hafmeyja og annarra kynjaskepna. Undir niðri varar bókin við því að eilífðin sé hringrás, að skógurinn hafi eitt sinn verið undir sjávarmáli og safnist að lokum aftur til sjávar, jafnvel fyrr en síðar ef menn hlusta ekki á skóginn og náttúruvættina, vonin liggi hjá börnunum.“ Ljóð úr bókinni. Aðsend Hún segir ljóðið í bókinni hafa komið til sín á göngu í skóginum. „Ég bætti við það í huganum í hverjum göngutúr og skrifaði það svo í heilu lagi á einni nóttu. Bryndís Fiona Ford, skólastýra Hallormsstaðaskóla, hafði sagt svo innilega við mig: „Velkomin, velkomin í skóginn“ þegar ég mætti í námið í Skapandi sjálfbærni í Hallormsstaðaskóla.“ Engin persónuleg tenging Ása Hlín hefur þannig enga persónulega tengingu við Hallormsstaðakóg. „Ég var bara með rómantík gagnvart heimavistardvöl, sennilega af því að ég las Harry Potter spjaldanna á milli og svo sá ég þetta nám og að þar væri bókband og að ég gæti bundið inn bækurnar mínar tvær sem þegar voru tilbúnar og svo kom þessi til mín í viðbót.“ Hún segist hafa skrifað ljóðið og svo séð að það hafi hentað börnum. Það hafi ekki endilega verið skrifað með einhvern ákveðinn aldurshóp í huga. Hún hefur skrifað ljóð og sögur allt frá því að hún lærði að skrifa. „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta,“ segir Ása Hlín. Alltaf að skrifa Hún vinnur núna að ljóðabókinni Grím. Í henni er að finna músík eftir ýmsa tónlistarmenn og mál málverkum eftir Unu Gunnarsdóttur listmálara. Ása heldur útgáfuhóf fyrir Hallormsstaðaskóg á morgun, laugardag, í bókabúðinni Skáldu á Vesturgötu klukkan 16 en stefnir svo á að halda sýningu í Gallery 101 næsta vetur þar sem hún ætlar að sýna eintökin sem hún batt inn, málverkin og músíkina í ljóðabókinni Grím. Einnig er hún að leggja lokahönd á skáldsögunni Molockgildrunni sem er saga í barokkpopp stíl sem fjallar um barnlausa konu á „ecomodern“ tíma. Handritin að ljóðabókinni og skáldsögunni er tilbúin en Ása Hlín er einnig byrjuð á þriðju bókinni sem fjallar um launhelgar, heilaga geometríu, stjarnvísi í Eddum og hulda heima. Bókmenntir Múlaþing Börn og uppeldi Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Ása Hlín skrifaði bókina í námi í skapandi sjálfbærni, í Hallormsstaðaskóla, síðasta vetur. „Ég málaði myndirnar úr bleki unnu úr skóginum og fékk svo tónlistarmann að nafni Charles Ross sem býr á Egilsstöðum í lið með mér og hann vann tónverk upp úr bókinni sem er um það bil tuttugu mínútur. Hugmyndin er að tónverkið spilist á meðan lesið er,“ segir hún og að í bókinni sé að finna QR kóða sem vísi fólki á tónlistina. Eintök af bókinni sem hún batt sjálf inn. Aðsendar Hún segir það alltaf hafa verið markmið sitt að halda bókinni í heimabyggð. „Í anda sjálfbærni, að hafa allt úr héraði. Ég batt sjálf inn nokkur eintök í skólanum í vetur en svo kom bókin út fyrir alvöru síðustu helgi.“ Innblásin af Völuspá Eddukvæða Hallormsstaðaskógur er barnabók í bundnu máli og sækir Ása Hlín innblástur til Völuspár Eddukvæða. „Á yfirborðinu fjallar ljóðið um barn sem leikur sér í ævintýraskógi, meðal orma, en ormur þýddi oft dreki í fornsögunum, álfa, hafmeyja og annarra kynjaskepna. Undir niðri varar bókin við því að eilífðin sé hringrás, að skógurinn hafi eitt sinn verið undir sjávarmáli og safnist að lokum aftur til sjávar, jafnvel fyrr en síðar ef menn hlusta ekki á skóginn og náttúruvættina, vonin liggi hjá börnunum.“ Ljóð úr bókinni. Aðsend Hún segir ljóðið í bókinni hafa komið til sín á göngu í skóginum. „Ég bætti við það í huganum í hverjum göngutúr og skrifaði það svo í heilu lagi á einni nóttu. Bryndís Fiona Ford, skólastýra Hallormsstaðaskóla, hafði sagt svo innilega við mig: „Velkomin, velkomin í skóginn“ þegar ég mætti í námið í Skapandi sjálfbærni í Hallormsstaðaskóla.“ Engin persónuleg tenging Ása Hlín hefur þannig enga persónulega tengingu við Hallormsstaðakóg. „Ég var bara með rómantík gagnvart heimavistardvöl, sennilega af því að ég las Harry Potter spjaldanna á milli og svo sá ég þetta nám og að þar væri bókband og að ég gæti bundið inn bækurnar mínar tvær sem þegar voru tilbúnar og svo kom þessi til mín í viðbót.“ Hún segist hafa skrifað ljóðið og svo séð að það hafi hentað börnum. Það hafi ekki endilega verið skrifað með einhvern ákveðinn aldurshóp í huga. Hún hefur skrifað ljóð og sögur allt frá því að hún lærði að skrifa. „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta,“ segir Ása Hlín. Alltaf að skrifa Hún vinnur núna að ljóðabókinni Grím. Í henni er að finna músík eftir ýmsa tónlistarmenn og mál málverkum eftir Unu Gunnarsdóttur listmálara. Ása heldur útgáfuhóf fyrir Hallormsstaðaskóg á morgun, laugardag, í bókabúðinni Skáldu á Vesturgötu klukkan 16 en stefnir svo á að halda sýningu í Gallery 101 næsta vetur þar sem hún ætlar að sýna eintökin sem hún batt inn, málverkin og músíkina í ljóðabókinni Grím. Einnig er hún að leggja lokahönd á skáldsögunni Molockgildrunni sem er saga í barokkpopp stíl sem fjallar um barnlausa konu á „ecomodern“ tíma. Handritin að ljóðabókinni og skáldsögunni er tilbúin en Ása Hlín er einnig byrjuð á þriðju bókinni sem fjallar um launhelgar, heilaga geometríu, stjarnvísi í Eddum og hulda heima.
Bókmenntir Múlaþing Börn og uppeldi Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira