Óvissan tekur við hjá Hákoni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2025 08:01 Hákon Rafn Valdimarsson hefur notið frísins vel á Íslandi. Ákveðin óvissa tekur við þegar hann snýr aftur til æfinga hjá Brentford í næstu viku. Vísir/Lýður Eftir gott sumarfrí á Íslandi tekur óvissa við hjá landsliðsmarkverðinum Hákoni Rafni Valdimarssyni þegar hann snýr aftur til æfinga hjá Brentford á Englandi þar sem hann hittir nýjan þjálfara og nýjan aðalmarkvörð. Hákon Rafn hefur notið sín vel í fríi hér heima og verið óvenju mikið á Íslandi. Hann hefur þannig verið fastagestur á leikjum í Bestu deildinni síðustu vikur. Hákon kann þó best við sig á golfvellinum, sem og á Seltjarnarnesi. Koma svo fullur af orku til baka „Mér finnst það mjög fínt að koma hingað og hitta fjölskyldu og vini. Taka sér tíma hérna og koma svo fullur af orku til baka,“ sagði Hákon í samtali við Val Pál Eiríksson. Hvernig er hann búinn að nýta tímann á Íslandi í fríinu? „Aðallega í golfi en veðrið er búið að vera agalegt. Maður verður samt að venjast því að spila í því líka,“ sagði Hákon brosandi. Tíminn líður svo hratt í fríinu „Síðan bara að hitta fjölskylduna og vini. Tíminn líður bara svo hratt í fríinu og þetta er alveg að verða búið,“ sagði Hákon. Er það eitthvað sem þarf að gera eða borða þegar hann kemur heim til Íslands. „Það er geggjað að fara út á Nes og ég bý þar náttúrulega þar hjá fjölskyldunni. Nesvöllurinn, golfvöllurinn, og fara í sund á Nesinu,“ sagði Hákon Eftir gott frí hér heima kemur aftur á móti eilítil óvissa við hjá kappanum. Frá því að tímabilinu lauk hefur Thomas Frank, sem er goðsögn hjá félaginu, yfirgefið Brentford og óreyndur þjálfari, Keith Andrews tekið við. Þá er Mark Flekken, sem var aðalmarkvörður liðsins í fyrra, einnig horfinn á braut og var Caoimhin Kelleher keyptur dýrum dómum frá Liverpool í hans stað. Breyttir tímar hjá Brentford „Breyttir tímar hjá Brentford en samt held ég að þetta ætti ekki að breytast það mikið. Þeir vilja halda í sömu gildi og allt fyrir utan þjálfarana er það sama. Þetta er ekki það mikil breyting en samt mikil breyting,“ sagði Hákon. Er einhver möguleiki að Hákon skoði það að komast á lán eða eitthvað slíkt, til að fá að spila meira? „Já klárlega. Ég mun skoða það núna ef það þarf. Að taka annað tímabil, ef ég verð á bekknum, þá er það kannski ekki það besta fyrir mig á ferlinum,“ sagði Hákon. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Sjá meira
Hákon Rafn hefur notið sín vel í fríi hér heima og verið óvenju mikið á Íslandi. Hann hefur þannig verið fastagestur á leikjum í Bestu deildinni síðustu vikur. Hákon kann þó best við sig á golfvellinum, sem og á Seltjarnarnesi. Koma svo fullur af orku til baka „Mér finnst það mjög fínt að koma hingað og hitta fjölskyldu og vini. Taka sér tíma hérna og koma svo fullur af orku til baka,“ sagði Hákon í samtali við Val Pál Eiríksson. Hvernig er hann búinn að nýta tímann á Íslandi í fríinu? „Aðallega í golfi en veðrið er búið að vera agalegt. Maður verður samt að venjast því að spila í því líka,“ sagði Hákon brosandi. Tíminn líður svo hratt í fríinu „Síðan bara að hitta fjölskylduna og vini. Tíminn líður bara svo hratt í fríinu og þetta er alveg að verða búið,“ sagði Hákon. Er það eitthvað sem þarf að gera eða borða þegar hann kemur heim til Íslands. „Það er geggjað að fara út á Nes og ég bý þar náttúrulega þar hjá fjölskyldunni. Nesvöllurinn, golfvöllurinn, og fara í sund á Nesinu,“ sagði Hákon Eftir gott frí hér heima kemur aftur á móti eilítil óvissa við hjá kappanum. Frá því að tímabilinu lauk hefur Thomas Frank, sem er goðsögn hjá félaginu, yfirgefið Brentford og óreyndur þjálfari, Keith Andrews tekið við. Þá er Mark Flekken, sem var aðalmarkvörður liðsins í fyrra, einnig horfinn á braut og var Caoimhin Kelleher keyptur dýrum dómum frá Liverpool í hans stað. Breyttir tímar hjá Brentford „Breyttir tímar hjá Brentford en samt held ég að þetta ætti ekki að breytast það mikið. Þeir vilja halda í sömu gildi og allt fyrir utan þjálfarana er það sama. Þetta er ekki það mikil breyting en samt mikil breyting,“ sagði Hákon. Er einhver möguleiki að Hákon skoði það að komast á lán eða eitthvað slíkt, til að fá að spila meira? „Já klárlega. Ég mun skoða það núna ef það þarf. Að taka annað tímabil, ef ég verð á bekknum, þá er það kannski ekki það besta fyrir mig á ferlinum,“ sagði Hákon.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn