Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2025 09:00 Jökulfararnir þeyttust um líflausu ísauðnina í á annan mánuð og komust heilir á húfi aftur til Íslands. Vísir/Sara Höddi og Halldór eru miklir fjallagarpar en þeirra fjallamennska er ekki þessi hefðbundna. Raunar lítur klif hæstu tinda landsins og Evrópu út eins og Esjurölt í samanburði. Blaðamaður sló á þráðinn til þeirra nýkominna aftur í siðmenninguna eftir tæplega tveggja mánaða ferðalag hringinn um Grænlandsjökul, ísbreiðuna miklu sem þekur mestalla eyjuna, á óhefðbundnu farartæki. Höddi, sem heitir fullu nafni Höskuldur Tryggvason, og Halldór sem er Meyer, voru skiljanlega enn að ná sér eftir svaðilförina en eftir að hafa sofið í nokkra samfleytta daga komu þeir á fund undirritaðs á Suðurlandsbrautinni og sögðu allt af létta af ógurlegum veðrum, stórhættulegum björgum á miðjum jökli, návígi við glorsoltna ísbirni og sjónarspilinu á norðurströnd Grænlands sem fáir menn hafa nokkurn tímann barið augum. Báðir eru þeir engir græningjar á sviði lífshættulegra ferða um óbyggðir heimsins. Halldór hefur lengi stundað „kite surfing“ sem blaðamaður og garparnir sammælast um að þýða sem vinddrekareið og felur í sér að renna yfir snjóbreiðuna á skíðum á ógnarhraða með hjálp flugdreka sem tekur á sig vind. Höddi er einnig vanur vinddrekakappi en þar að auki á hann ferðalög um Suðurpólinn á baki og á síðasta ári fékk hann einnig inngöngu í fámennan hóp Íslendinga sem stigið hafa fæti á tind Everest-fjalls, þess hæsta í heimi. Snjóöldur og fjörutíu gráða frost Þetta verkefni var þó annars eðlis. Þetta verkefni krafðist frekar úthalds og heppni en gönguþols. Þeirra beið 4200 kílómetra ferðalag yfir líflausa og kennileitalausa auðn sem fáum mönnum dettur í hug dvelja langdvölum á. „Hvernig datt ykkur þetta í hug?“ bar blaðamaður undir þá. Þeir svöruðu á þann veg að ísbreiðan væri þeim ekki beint ótroðnar slóðir. Fyrir þremur árum fóru þeir tveir frá suðausturströnd Grænlands í nágrenni við Tasiilaq þvert yfir jökulinn og til Qaanaaq, einnar nyrstu byggðar heims á norðvesturströndinni. Þeir segja það ekki hafa gengið vandræðalaust fyrir sig og að þeir hafi átt ýmislegt eftir ólært um þennan mannvíga stað. Ferðalagið var upp á 1800 kílómetra. Það helsta sem vafðist fyrir þeim segja þeir hafa verið svokallaðar sastrugi. Það orð er ættað úr rússnesku norðanverðrar Síberíu þar sem ríkjandi vindáttir skapa rákir í snjónum. Snjóöldur er tilraun blaðamanns til þýðingar á þessu fyrirbæri sem verður einnig til á Íslandi við skafrenning en þó ekki á þeim skala sem þeir lýsa. Frá vinstri: Bjørn Wils, Höskuldur (Höddi) Tryggvason og Halldór Meyer.Aðsend „Þetta eru ójöfnur í snjónum. Gaddfreðnir skaflar. Frá tíu sentímetrum og upp í fjörutíu eða fimmtíu.. Þetta er fyrirstaða þegar maður er að reyna að ferðast á miklum hraða á skíðum með púlkur í eftirdragi,“ útskýrir Höddi. Púlkur. Þarna er annað orð sem þarf að útskýra fyrir blaðamanni sem er ekki vanur jökladvölum. Það er sleði sem notaður er til að bera búnað yfir snjó. Púlkurnar komu illa úr snjóöldunum enda ferðast þeir félagar á hátt í 40 kílómetra hraða á klukkustund þegar best viðrar til vinddrekareiða. „[Snjóöldurnar] hristu allt í sundur sem gat farið í sundur á öllum búnaðinum okkar. Þarna klöngrumst við um í átján nætur á jöklinum og frekar búnir á því og óttaslegnir,“ segir Halldór og þá skýtur Höddi inn í kímni: „Það á kannski við um þig.“ Vildu „gera þetta almennilega“ Á meðal þess sem eyðilagðist í hossi púlkanna var riffillinn sem allir jökulfarar þurfa að hafa í fórum sínum, enda ófáir ísbirnir á svæðinu og svangir. Ekki er mikið æti að fá uppi á líflausri auðninni. „Við rekumst síðan á ísbjarnarspor þegar við erum að koma niður af ísnum og vorum bara heppnir að rekast ekki á ísbjörninn sjálfan,“ segir Höddi en þetta verða ekki þeirra síðustu kynni af hvítabirninum eins og komið verður inn á síðar. En að lokum hafðist það og þeir komust heilir á húfi til Qaanaaq. Það var þá sem þeir fengu þá flugu í hausinn að „gera þetta almennilega“ eins og Höddi komst að orði. Blaðamaður vekur þá athygli á því að þeir hafi verið talsvert sneggri yfir talsvert meira flæmi heldur Fridtjof Nansen á sínum tíma. Vinddreki blaktar við heiðskíran himinn við yfirgefna ratsjárstöð.Aðsend „En það var vissulega fyrsta skiptið með frumstæða og þunga sleða. Þetta var alveg flott hjá karlinum,“ segir Höddi þá og hlær. „Það blundaði í okkur að fara aftur og eiga enn erfiðara verkefni fyrir höndum. Seinast var þetta 1800 kílómetrar, þetta voru 4200 kílómetrar. Við eigum danskan vin sem hefur tvisvar verið í sambærilegum leiðangri og er hokinn af reynslu og það er hann Bjørn Wils. Hann var að reyna að draga okkur með á Grænland,“ segir Höddi. Í þetta sinn ætluðu þeir að fara á vinddreka allan hringinn um Grænlandsjökul. „Þarna voru þrjú ár liðin síðan seinast. Þegar maður er í svona leiðangri er það ekki alltaf gaman. Þetta snýst allt um að kæta, kæta, kæta. Svo bræða snjó, borða, sofa og endurtekið. Það þurfa stundum að líða þrjú ár þangað til að maður fer að hugsa á þann veginn að þetta hafi verið góð hugmynd og að það sé einhver leið til að hafa gaman af þessu,“ bætir hann við. Aukaskíði, aukatjöld og fimmtíu kíló af höfrum Eftir að hafa ákveðið að kýla á það tók við hálfs árs undirbúningur. Halldór segir það jaðra við fulla vinnu að gera allt til reiðu fyrir slíkt ferðalag enda þarf allt að vera í toppstandi. Búnað, tæki, tjöld og seinast en ekki síst mat þarf að hafa í góðu magni en í leiðinni hafa það í huga að þeir þurfi að draga þetta allt sjálfir. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir skyldu bera 175 kíló af birgðum á mann og draga þau öll á púlkum eftir ísbreiðunni. „Það er eiginlega allt mission critical. Ef þetta er ekki mikilvægur búnaður þá fær hann ekki að fara með. Við erum með 175 kíló á mann og það er skorið niður alveg við nögl,“ segir Halldór. En hvað er það nákvæmlega sem þið höfðuð með ykkur? „Helmingur af vigtinni er matur og matartengt. Þetta er tjaldið, við vorum með tvö tjöld. Eitt var hugsað meira sem varatjald en við ákváðum að tjalda þeim báðum, tveir í einu og einn í hinu. Þetta eru drekarnir og allt sem tengist þeim, línur og aukaskíði. Alls konar öryggisbúnaður. Ef maður dettur ofan í sprungu þurfum við að vera með línu svo hægt sé að sækja líkið. Við erum með sólarsellur og hleðslubanka svo hægt sé að hlaða síma, gps og fjarskiptabúnað,“ segir Halldór. Þegar allt var var tilbúið og púlkur pakkaðar var ekkert því til fyrirstöðu að leggja í hann. Þeir þrír, Höddi, Halldór og Bjørn flugu með allt sitt hafurtask til Kulusuk. Þann tíunda maí síðastliðinn flaug þyrla á vegum AirGreenland þá og allan búnaðinn þeirra upp á ísbreiðuna fyrir ofan bæinn Tasiilaq. Þegar upp á ísbreiðuna er komið setja þeir upp vinddrekana og þeytast af stað eftir ísnum í suðvesturátt. Kalda stríðið enn í gangi uppi á jöklinum Á freðinni auðninni er lítið að sjá annað endalausan hvítan völl í allar áttir. Þó er eitt ansi tilkomumikið kennileiti sem þeir félagar rákust á á leið sinni vestur yfir jökulinn. Einar fárra ummerkja um dvöl mannsins á þessum óbyggilegum slóðum er röð ratsjárstöðva sem Bandaríkjaher rak sem lið í varnarkerfi sínu í kalda stríðinu. Stöðvarnar teygja sig frá Alaska og yfir til Grænlands og á jöklinum eru tvær slíkar stöðvar, DYE-2 og DYE-3. Þetta eru stærðarmannvirki sem hafa í gegnum árin sokkið dýpra og dýpra ofan í ísinn sem er einnig hægt og rólega að kremja þær. Stöðvarnar eru útbúnir sérstökum lyfturum sem áttu að rétta stöðina af en árið 1989 voru stöðvarnar yfirgefnar. DYE-3 var fyrsti áfangi þríeykisins og þangað komu þeir eftir nokkurra daga vinddrekareið. Hún er það sokkin ofan í ísinn að aðeins radarkúpullinn sjálfur teygir sig upp yfir yfirborð íssins. Þeir fóru inn í stöðina og fundu þar dýrmætar leifar af horfnum tíma. Eitthvað þurfa hermenn að hafa fyrir sér, meira að segja uppi á miðjum jökli.Aðsend „Þetta er tímareisa, Time liggur þarna frá 1989 og á forsíðunni er Raisa konan hans Gorbatsjov. Svo er dálítil heimsendisstemning. Þeir eru með bar og keilusal og eitthvað,“ segir Höddi „Þetta er alveg gríðarlega stórt mannvirki og það er magnað að vita til þess að fólk hafi búið þarna uppi á jökli þar sem ekkert er,“ segir Halldór. Þeir bæta þó við að hinn mikli kraftur ísbreiðunnar sé hægt og rólega að gleypa stöðvarnar með öllu. Skýr ummerki sjáist um það inni í stöðinni þar sem herbergi eru bókstaflega að falla saman undan þunga íssins. Kaffi, hafragrautur, hnetur og súkkulaði Eftir að hafa grannskoðað þetta stórmerkilega mannvirki var aftur lagt af stað. Tjaldbúðirnar teknar niður og vinddrekar settir upp. Blaðamaður spurðist þá fyrir um það hvernig dagleg rútína er uppi á Grænlandsjökli sem hann hefur aðeins barið augum út um glugga rellna. „Það er ekki endilega að það sé alltaf sama rútínan. Við högum okkur mikið eftir því hvernig vindaspáin er,“ segir Halldór en eins og gefur að skilja skiptir vindátt og -hraði öllu máli þegar það er vindurinn sem knýr farartækið. Alla daga vakna þeir á milli þrjú og fjögur um nótt og þá, eins og Halldór segir, byrjar havaríið. Fyrsta mál á dagskrá er að koma eldavélum í gang og bræða snjó. Svo hægt sé að laga kaffi og hafragraut. Síðan er komið að því að taka tjaldbúðirnar niður, borða nóg fyrir hálfan sólarhring af vinddrekareið og setja síðan sjálfa drekana upp. Þeir segja að þetta hafi tekið um tvo og hálfan tíma allt í allt. Tjaldbúðir í morgunsárið.Aðsend Aðspurðir segja þeir mataræðið ófjölbreytt enda ekki um annað að ræða uppi á jökli. Morgunmaturinn hafi alltaf verið sá sami, hafragrautur. „Ég held að ég hafi borðað minn síðasta skammt af hafragraut,“ segir Halldór. Kvöldmaturinn var þurrmatur, nánar tiltekið matarpakkar af gerðinni Real turmat, sem þeir segja vinsælasta vörumerkið meðal norðurslóðafara. Kjúklingakarrí og pulled pork hafi verið í uppáhaldi. „Þar á milli eru tólf tímar af næstum því sleitulaust kæt. Á fjögurra, fimm tíma fresti stoppa stutt og troða í sig eins miklu af súkkulaði, hnetum og salami,“ segir Höddi. „Fita og kaloríur. Hnetur og súkkulaði,“ bætir Halldór við en það er heldur ekkert hlaupið að því að taka matarpásu enda töluvert basl að taka vinddreka niður og setja þá aftur upp. Því er þetta stanslaust kapp við tímann. Þeyttist fleiri metra upp í loftið og skall á ísnum Eins og fram hefur komið lögðu þeir þrír af stað í þennan leiðangur, Höddi, Halldór og hinn danski Bjørn Wils. Þeir voru þó bara þrír sem komust á áfangastað. Bjørn lenti í hræðilegu slysi þegar þeir fóru norður með vesturströndinni þegar vinddreki hans opnaðist skyndilega, tók á sig sterka vindhviðu og þeytti honum marga metra upp í loftið. „Það getur verið hættulegt að handleika svona dreka. Við lendum í vondum veðrum, það er oft rok og við lendum í einum stormi líka. Einn daginn ætlum við samt að reyna að komast áfram þrátt fyrir rokið. Við erum að reyna að setja minnstu drekana okkar á loft í stormi og það fer eitthvað úrskeiðis hjá honum Birni vini okkar. Þegar hann setur drekann á loft tekur hann engan vind á sig, hann fellur alveg saman og springur síðan út og tekur fullan vind á sig á versta stað fyrir ofan hann og þeytir honum upp í loftið margra metra hæð. Hann brotlendir á hræðilegan hátt,“ segir Höddi. Bjørn er sóttur af þyrlu.Aðsend „Við héldum að hann hefði bara brotið fleiri en eitt bein og slitið eitt og annað. Hann missir meðvitund, hóstar upp blóði og leit illa út. En eftir að hafa jafnað sig í einn dag þá vildi hann reyna að halda áfram og við reynum að komast áfram en þegar við erum komnir upp á norðvesturhlutann, norðan Upernavik, er útséð með það. Hann er kvalinn, illa farinn og tjónaður þannig við þurfum að biðja um björgun. Það er þyrla sem kemur frá Kulusuk sem flaug í einhverja tíu klukkutíma til að sækja hann og koma honum á sjúkrahúsið í Ilulissat. Þá vorum við bara tveir eftir og mikill missir af Birni,“ segir hann svo. Og þá voru þeir tveir, fækkað hafði í mannskapnum en ekkert hafði dregið úr staðfestunni. Bjørn sjálfur reyndi að halda ferðinni áfram með brotin rifbein og lungnabólgu en varð á endanum að gefast upp. Þyrla kom frá Kulusuk og flutti hann á sjúkrahúsið í Ilulissat á vesturströnd Grænlands. Þar dvaldi hann í nokkra daga en er nú kominn aftur heim til Danmerkur og er vel á leið til fulls bata að sögn Halldórs og Hödda. „Þessi eina björgun var líklega 10 milljónir króna. Það er eitthvað sem tryggingin okkar borgaði þannig það slapp vel en þetta er áhættusamur rekstur. Þetta er í annað sinn sem þetta fyrirtæki lendir í þessu þannig þeir hljóta að fara að endurskoða þetta núna,“ segir Halldór. Höfðu ekki rænu á að faðmast Þá héldu þeir manni færri leið sinni áfram og stefndu í norð-norðaustur. Samkvæmt áætlun áttu þeir að halda í suðaustur eftir að hafa náð í námunda við áttugustu lengdargráðu norður. Tilhugsunin um það að líta norðurströnd Grænlands, nokkuð sem fáir menn í sögunni geta stært sig af, braust í þeim. Hið annálaða Pearyland kallaði til þeirra. Landið heitir í höfuðið á Robert Peary, eins frægasta könnuðar norðurslóða og sjálftitlaðs uppgötvara Norðurpólsins þó það hafi reyndar verið dregið í efa. Hann taldi Pearyland vera eyju og vildi gera kröfu um yfirráð Bandaríkjanna á eyjunni. Það var hins vegar Grænlendingurinn Knud Rasmussen sem staðfesti það í frægum leiðangri sínum árið 1907 skömmu eftir leiðangur Peary að Pearyland væri mikill skagi sem er tengdur grænlenska meginlandinu. Halldór og Höddi stóðust ekki freistinguna og lögðu lykkju á leið sína til að líta Pearyland og strönd Independence-fjarðar. Þann dag þeyttust þeir yfir ísinn í 17 klukkustundir nánast samfleytt og fara yfir 235 kílómetra. Í fjarska glittir í fjallgarða Pearylands og Independence-fjörð á norðurströnd Grænlands.Aðsend „Við lítumst aðeins um þar uppgefnir. Við höfðum ekki einu sinni rænu á að faðmast þegar við náðum þessum áfanga,“ segir Halldór. Þeir gátu þó ekki notið sjónarspilsins lengi, enda voru vindar þeim ekki í hag við norðurströndina. Þar blása fallvindarnir af fjöllunum í norðurátt og þeir þurfa því að ferðast ofar upp á jökulinn í sikksakk munstri. Þegar þeir voru komnir í ásættanlega hæð slá þeir upp tjaldbúðum en voru kærulausir af örmögnun og heppnir að ekki verr hafi ekki farið. „Við erum það uppgefnir. Við höfum ekki rænu á því að ná í riffilinn í púlkuna og hafa í tjaldinu, því þetta er ísbjarnasvæði. Maður hugsar ekki alltaf skýrt eftir svona langt session. Sem betur fer fengum við enga heimsókn þetta kvöldið,“ segir Höddi. Blaðamaður spurði þá hvort þeir hefðu náð að festa einhvern svefn þessa nótt, riffilslausir þar sem krökkt er af hvítabjörnum. Þeir svöruðu á þann veg að þeir hefðu sofið eins og englar. „Við sváfum mjög vel. Við sofnuðum á innan við mínútu,“ segir Höddi. Kemst maður ekki í ákveðið steinaldarmannahugarástand í svona ferðalagi? „Þetta er ofboðslega mikil keyrsla. Maður kemst í svona rútínu þar sem maður er orkumikill á morgnana og tilbúinn í slaginn og svo eftir langan kætdag er maður svo algjörlega búinn á því að maður hefu rvarla orku til að koma upp tjaldinu. Á síðustu dropunum er maður að klára að elda og koma ofan í sig. Það slokknar bara á manni, maður er svo gjörsamlega búinn á því. Maður kemst bara í eitthvað sen. Þetta er ofboðslega góð tilfinning. Dag eftir dag er sama rútína. Það kemur yfir mann þvílík vellíðan. Komast ofan í svefnpokann, loka augunum og sofna á augnabliki,“ segir Halldór kátur. Misvelkomnir gestir Að norðurströndinni sigraðri var tóku við stífar vinddrekareiðar. Á leiðinni suður eftir austurströndinni voru vindarnir þeim hliðhollir og snjórinn jafnari þannig þeir náðu að fara um 100 til 200 kílómetra á dag. Þeir nálguðust lokaáfangann óðfluga og blaðamaður ímyndar sér að þeir hafi orðið ansi spenntir að komast í heitt bað og rakvél. Þar með sagt var þó nóg af vinddrekareið eftir og alls ekki hættulaust. Langt uppi á ísbreiðunni urðu þeir þó inni á milli varir við líf, nokkuð sem var alltaf óvæntur glaðningur. Refaspor blöstu stundum við og sums staðar flugu jafnvel kríur og aðrir langferðafuglar yfir höfðum þeirra og minntu þá á að þeir væru ekki einir í heiminum. Þegar þeir dvöldu í tvær nætur á einum stað vegna óhagstæðra veðurskilyrða heimsótti þá lítill fugl. „Það gerði einn lítill fugl sér heimili við hliðina á okkur og borðaði það sem við gáfum honum og hélt okkur félagsskap,“ segir Halldór og ljóst þykir að þeim hafi fundist það góð breyting á annars einsleitri dagskrá. Maður vill helst tjalda eins langt og hægt er að komast frá þessum.Aðsend Það voru þó ekki bara fuglar og refur sem gerðu vart við sig þegar þeir nálguðust ströndina. Skammt frá Isortoq, þar sem ferðinni lyki, rákust þeir á ummerki gests sem yrði ekki tekið fagnandi „Á lokadegi, síðustu tveir dagarnir voru ansi stífir. við vorum heppnir með vindátt og að fara alveg yfir 200 kílómetra á dag. Lítið sofið og mikið kætað. Ekki mikil orka samt, við vorum að krúsa á 40 kílómetra hraða og lífið var gott,“ segir Halldór. „Svo þegar við eigum fimmtíu kílómetra eftir að ströndinni rekum við augun í bangsaspor sem er að fara norður. Ég veit ekki hvað hann er að þvælast ísbjörninn svona hátt uppi á ísbreiðunni,“ segir Höddi. Hann segist hafa vonast eftir því að vindurinn haldi áfram að vera þeim hliðhollur svo þeir geti komist eins langt í burtu frá bangsa og slegið þar upp tjaldbúðum. En akkúrat þá kom logn. „Við neyðumst til að tjalda á þessu ísbjarnarsvæði. Við höfðum rænu á því að taka riffilinn inn í tjaldið, hann var á milli okkar. Við vorum svo dauðþreyttir en við urðum að vonast til þess að við vöknum samt við það að ísbjörn sé að rista upp ytra eða innra tjaldið. Við vorum ekki heimsóttir af ísbirni en þetta er óvenjuleg tilhugsun fyrir Íslendinga að þurfa að pæla í svona dýralífi,“ segir Höddi. „Þetta er mitt Everest“ Þann 24. júní komust þeir loksins að ströndinni við Isortoq á austurströnd Grænlands eftir 4200 kílómetra ferðalag yfir stað sem ljóst er að hafi ekki verið gerður fyrir okkur mannfólkið. Við komuna á ströndina eru þeir sóttir á litlum báti sem ferjar þá til Tasiilaq litlu austar. Þaðan fljúga þeir svo til Íslands og ferðalagi þeirra lokið. Stórkostlegu afreki náð og þó að ómögulegt sé að gera sér í hugarlund hvernig tilfinning sé eftir slíkt heljarverk en hann reynir engu að skyggnast inn í huga jökulfaranna. „Þetta er yfirgnæfandi vellíðunartilfinning. Það er varla hægt að lýsa því. Það er ekkert sjálfgefið að svona verkefni hafist. Það vinnur allt á móti manni og móðir náttúra er grimm. Hún gerir sitt besta að koma manni niður og klekkja á manni. Að sigrast á svona verkefni er ótrúleg tilfinning. Þetta er mitt Everest má segja. Ég mun lifa á því það sem eftir er ævi minnar að hafa gert þetta,“ segir Halldór. Jökladvölinni lokið og því er fagnað.Aðsend Höddi tekur undir með vini sínum og ferðafélaga en verður að nota aðra myndlíkingu en Halldór enda kleif hann sjálfur Everest-tind á síðasta ári. „Maður er mjög feginn að ná að klára. Því það er slysahætta, við erum að takast á loft. Maður er að detta á yfir 40 kílómetra hraða. Maður er bara heppinn að sleppa alltaf, að maður slíti ekki hásin eða liðbönd. Það sem kom fyrir Bjørn er áminning um það hvað þetta stendur oft tæpt,“ segir hann. „Að vera kominn í daglegt líf hér er ákveðið sjokk. Maður er bara eins og uppgjafarhermaður,“ segir Höddi þá. Ferðalög Íslendingar erlendis Fjallamennska Grænland Norðurslóðir Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Sjá meira
Höddi, sem heitir fullu nafni Höskuldur Tryggvason, og Halldór sem er Meyer, voru skiljanlega enn að ná sér eftir svaðilförina en eftir að hafa sofið í nokkra samfleytta daga komu þeir á fund undirritaðs á Suðurlandsbrautinni og sögðu allt af létta af ógurlegum veðrum, stórhættulegum björgum á miðjum jökli, návígi við glorsoltna ísbirni og sjónarspilinu á norðurströnd Grænlands sem fáir menn hafa nokkurn tímann barið augum. Báðir eru þeir engir græningjar á sviði lífshættulegra ferða um óbyggðir heimsins. Halldór hefur lengi stundað „kite surfing“ sem blaðamaður og garparnir sammælast um að þýða sem vinddrekareið og felur í sér að renna yfir snjóbreiðuna á skíðum á ógnarhraða með hjálp flugdreka sem tekur á sig vind. Höddi er einnig vanur vinddrekakappi en þar að auki á hann ferðalög um Suðurpólinn á baki og á síðasta ári fékk hann einnig inngöngu í fámennan hóp Íslendinga sem stigið hafa fæti á tind Everest-fjalls, þess hæsta í heimi. Snjóöldur og fjörutíu gráða frost Þetta verkefni var þó annars eðlis. Þetta verkefni krafðist frekar úthalds og heppni en gönguþols. Þeirra beið 4200 kílómetra ferðalag yfir líflausa og kennileitalausa auðn sem fáum mönnum dettur í hug dvelja langdvölum á. „Hvernig datt ykkur þetta í hug?“ bar blaðamaður undir þá. Þeir svöruðu á þann veg að ísbreiðan væri þeim ekki beint ótroðnar slóðir. Fyrir þremur árum fóru þeir tveir frá suðausturströnd Grænlands í nágrenni við Tasiilaq þvert yfir jökulinn og til Qaanaaq, einnar nyrstu byggðar heims á norðvesturströndinni. Þeir segja það ekki hafa gengið vandræðalaust fyrir sig og að þeir hafi átt ýmislegt eftir ólært um þennan mannvíga stað. Ferðalagið var upp á 1800 kílómetra. Það helsta sem vafðist fyrir þeim segja þeir hafa verið svokallaðar sastrugi. Það orð er ættað úr rússnesku norðanverðrar Síberíu þar sem ríkjandi vindáttir skapa rákir í snjónum. Snjóöldur er tilraun blaðamanns til þýðingar á þessu fyrirbæri sem verður einnig til á Íslandi við skafrenning en þó ekki á þeim skala sem þeir lýsa. Frá vinstri: Bjørn Wils, Höskuldur (Höddi) Tryggvason og Halldór Meyer.Aðsend „Þetta eru ójöfnur í snjónum. Gaddfreðnir skaflar. Frá tíu sentímetrum og upp í fjörutíu eða fimmtíu.. Þetta er fyrirstaða þegar maður er að reyna að ferðast á miklum hraða á skíðum með púlkur í eftirdragi,“ útskýrir Höddi. Púlkur. Þarna er annað orð sem þarf að útskýra fyrir blaðamanni sem er ekki vanur jökladvölum. Það er sleði sem notaður er til að bera búnað yfir snjó. Púlkurnar komu illa úr snjóöldunum enda ferðast þeir félagar á hátt í 40 kílómetra hraða á klukkustund þegar best viðrar til vinddrekareiða. „[Snjóöldurnar] hristu allt í sundur sem gat farið í sundur á öllum búnaðinum okkar. Þarna klöngrumst við um í átján nætur á jöklinum og frekar búnir á því og óttaslegnir,“ segir Halldór og þá skýtur Höddi inn í kímni: „Það á kannski við um þig.“ Vildu „gera þetta almennilega“ Á meðal þess sem eyðilagðist í hossi púlkanna var riffillinn sem allir jökulfarar þurfa að hafa í fórum sínum, enda ófáir ísbirnir á svæðinu og svangir. Ekki er mikið æti að fá uppi á líflausri auðninni. „Við rekumst síðan á ísbjarnarspor þegar við erum að koma niður af ísnum og vorum bara heppnir að rekast ekki á ísbjörninn sjálfan,“ segir Höddi en þetta verða ekki þeirra síðustu kynni af hvítabirninum eins og komið verður inn á síðar. En að lokum hafðist það og þeir komust heilir á húfi til Qaanaaq. Það var þá sem þeir fengu þá flugu í hausinn að „gera þetta almennilega“ eins og Höddi komst að orði. Blaðamaður vekur þá athygli á því að þeir hafi verið talsvert sneggri yfir talsvert meira flæmi heldur Fridtjof Nansen á sínum tíma. Vinddreki blaktar við heiðskíran himinn við yfirgefna ratsjárstöð.Aðsend „En það var vissulega fyrsta skiptið með frumstæða og þunga sleða. Þetta var alveg flott hjá karlinum,“ segir Höddi þá og hlær. „Það blundaði í okkur að fara aftur og eiga enn erfiðara verkefni fyrir höndum. Seinast var þetta 1800 kílómetrar, þetta voru 4200 kílómetrar. Við eigum danskan vin sem hefur tvisvar verið í sambærilegum leiðangri og er hokinn af reynslu og það er hann Bjørn Wils. Hann var að reyna að draga okkur með á Grænland,“ segir Höddi. Í þetta sinn ætluðu þeir að fara á vinddreka allan hringinn um Grænlandsjökul. „Þarna voru þrjú ár liðin síðan seinast. Þegar maður er í svona leiðangri er það ekki alltaf gaman. Þetta snýst allt um að kæta, kæta, kæta. Svo bræða snjó, borða, sofa og endurtekið. Það þurfa stundum að líða þrjú ár þangað til að maður fer að hugsa á þann veginn að þetta hafi verið góð hugmynd og að það sé einhver leið til að hafa gaman af þessu,“ bætir hann við. Aukaskíði, aukatjöld og fimmtíu kíló af höfrum Eftir að hafa ákveðið að kýla á það tók við hálfs árs undirbúningur. Halldór segir það jaðra við fulla vinnu að gera allt til reiðu fyrir slíkt ferðalag enda þarf allt að vera í toppstandi. Búnað, tæki, tjöld og seinast en ekki síst mat þarf að hafa í góðu magni en í leiðinni hafa það í huga að þeir þurfi að draga þetta allt sjálfir. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að þeir skyldu bera 175 kíló af birgðum á mann og draga þau öll á púlkum eftir ísbreiðunni. „Það er eiginlega allt mission critical. Ef þetta er ekki mikilvægur búnaður þá fær hann ekki að fara með. Við erum með 175 kíló á mann og það er skorið niður alveg við nögl,“ segir Halldór. En hvað er það nákvæmlega sem þið höfðuð með ykkur? „Helmingur af vigtinni er matur og matartengt. Þetta er tjaldið, við vorum með tvö tjöld. Eitt var hugsað meira sem varatjald en við ákváðum að tjalda þeim báðum, tveir í einu og einn í hinu. Þetta eru drekarnir og allt sem tengist þeim, línur og aukaskíði. Alls konar öryggisbúnaður. Ef maður dettur ofan í sprungu þurfum við að vera með línu svo hægt sé að sækja líkið. Við erum með sólarsellur og hleðslubanka svo hægt sé að hlaða síma, gps og fjarskiptabúnað,“ segir Halldór. Þegar allt var var tilbúið og púlkur pakkaðar var ekkert því til fyrirstöðu að leggja í hann. Þeir þrír, Höddi, Halldór og Bjørn flugu með allt sitt hafurtask til Kulusuk. Þann tíunda maí síðastliðinn flaug þyrla á vegum AirGreenland þá og allan búnaðinn þeirra upp á ísbreiðuna fyrir ofan bæinn Tasiilaq. Þegar upp á ísbreiðuna er komið setja þeir upp vinddrekana og þeytast af stað eftir ísnum í suðvesturátt. Kalda stríðið enn í gangi uppi á jöklinum Á freðinni auðninni er lítið að sjá annað endalausan hvítan völl í allar áttir. Þó er eitt ansi tilkomumikið kennileiti sem þeir félagar rákust á á leið sinni vestur yfir jökulinn. Einar fárra ummerkja um dvöl mannsins á þessum óbyggilegum slóðum er röð ratsjárstöðva sem Bandaríkjaher rak sem lið í varnarkerfi sínu í kalda stríðinu. Stöðvarnar teygja sig frá Alaska og yfir til Grænlands og á jöklinum eru tvær slíkar stöðvar, DYE-2 og DYE-3. Þetta eru stærðarmannvirki sem hafa í gegnum árin sokkið dýpra og dýpra ofan í ísinn sem er einnig hægt og rólega að kremja þær. Stöðvarnar eru útbúnir sérstökum lyfturum sem áttu að rétta stöðina af en árið 1989 voru stöðvarnar yfirgefnar. DYE-3 var fyrsti áfangi þríeykisins og þangað komu þeir eftir nokkurra daga vinddrekareið. Hún er það sokkin ofan í ísinn að aðeins radarkúpullinn sjálfur teygir sig upp yfir yfirborð íssins. Þeir fóru inn í stöðina og fundu þar dýrmætar leifar af horfnum tíma. Eitthvað þurfa hermenn að hafa fyrir sér, meira að segja uppi á miðjum jökli.Aðsend „Þetta er tímareisa, Time liggur þarna frá 1989 og á forsíðunni er Raisa konan hans Gorbatsjov. Svo er dálítil heimsendisstemning. Þeir eru með bar og keilusal og eitthvað,“ segir Höddi „Þetta er alveg gríðarlega stórt mannvirki og það er magnað að vita til þess að fólk hafi búið þarna uppi á jökli þar sem ekkert er,“ segir Halldór. Þeir bæta þó við að hinn mikli kraftur ísbreiðunnar sé hægt og rólega að gleypa stöðvarnar með öllu. Skýr ummerki sjáist um það inni í stöðinni þar sem herbergi eru bókstaflega að falla saman undan þunga íssins. Kaffi, hafragrautur, hnetur og súkkulaði Eftir að hafa grannskoðað þetta stórmerkilega mannvirki var aftur lagt af stað. Tjaldbúðirnar teknar niður og vinddrekar settir upp. Blaðamaður spurðist þá fyrir um það hvernig dagleg rútína er uppi á Grænlandsjökli sem hann hefur aðeins barið augum út um glugga rellna. „Það er ekki endilega að það sé alltaf sama rútínan. Við högum okkur mikið eftir því hvernig vindaspáin er,“ segir Halldór en eins og gefur að skilja skiptir vindátt og -hraði öllu máli þegar það er vindurinn sem knýr farartækið. Alla daga vakna þeir á milli þrjú og fjögur um nótt og þá, eins og Halldór segir, byrjar havaríið. Fyrsta mál á dagskrá er að koma eldavélum í gang og bræða snjó. Svo hægt sé að laga kaffi og hafragraut. Síðan er komið að því að taka tjaldbúðirnar niður, borða nóg fyrir hálfan sólarhring af vinddrekareið og setja síðan sjálfa drekana upp. Þeir segja að þetta hafi tekið um tvo og hálfan tíma allt í allt. Tjaldbúðir í morgunsárið.Aðsend Aðspurðir segja þeir mataræðið ófjölbreytt enda ekki um annað að ræða uppi á jökli. Morgunmaturinn hafi alltaf verið sá sami, hafragrautur. „Ég held að ég hafi borðað minn síðasta skammt af hafragraut,“ segir Halldór. Kvöldmaturinn var þurrmatur, nánar tiltekið matarpakkar af gerðinni Real turmat, sem þeir segja vinsælasta vörumerkið meðal norðurslóðafara. Kjúklingakarrí og pulled pork hafi verið í uppáhaldi. „Þar á milli eru tólf tímar af næstum því sleitulaust kæt. Á fjögurra, fimm tíma fresti stoppa stutt og troða í sig eins miklu af súkkulaði, hnetum og salami,“ segir Höddi. „Fita og kaloríur. Hnetur og súkkulaði,“ bætir Halldór við en það er heldur ekkert hlaupið að því að taka matarpásu enda töluvert basl að taka vinddreka niður og setja þá aftur upp. Því er þetta stanslaust kapp við tímann. Þeyttist fleiri metra upp í loftið og skall á ísnum Eins og fram hefur komið lögðu þeir þrír af stað í þennan leiðangur, Höddi, Halldór og hinn danski Bjørn Wils. Þeir voru þó bara þrír sem komust á áfangastað. Bjørn lenti í hræðilegu slysi þegar þeir fóru norður með vesturströndinni þegar vinddreki hans opnaðist skyndilega, tók á sig sterka vindhviðu og þeytti honum marga metra upp í loftið. „Það getur verið hættulegt að handleika svona dreka. Við lendum í vondum veðrum, það er oft rok og við lendum í einum stormi líka. Einn daginn ætlum við samt að reyna að komast áfram þrátt fyrir rokið. Við erum að reyna að setja minnstu drekana okkar á loft í stormi og það fer eitthvað úrskeiðis hjá honum Birni vini okkar. Þegar hann setur drekann á loft tekur hann engan vind á sig, hann fellur alveg saman og springur síðan út og tekur fullan vind á sig á versta stað fyrir ofan hann og þeytir honum upp í loftið margra metra hæð. Hann brotlendir á hræðilegan hátt,“ segir Höddi. Bjørn er sóttur af þyrlu.Aðsend „Við héldum að hann hefði bara brotið fleiri en eitt bein og slitið eitt og annað. Hann missir meðvitund, hóstar upp blóði og leit illa út. En eftir að hafa jafnað sig í einn dag þá vildi hann reyna að halda áfram og við reynum að komast áfram en þegar við erum komnir upp á norðvesturhlutann, norðan Upernavik, er útséð með það. Hann er kvalinn, illa farinn og tjónaður þannig við þurfum að biðja um björgun. Það er þyrla sem kemur frá Kulusuk sem flaug í einhverja tíu klukkutíma til að sækja hann og koma honum á sjúkrahúsið í Ilulissat. Þá vorum við bara tveir eftir og mikill missir af Birni,“ segir hann svo. Og þá voru þeir tveir, fækkað hafði í mannskapnum en ekkert hafði dregið úr staðfestunni. Bjørn sjálfur reyndi að halda ferðinni áfram með brotin rifbein og lungnabólgu en varð á endanum að gefast upp. Þyrla kom frá Kulusuk og flutti hann á sjúkrahúsið í Ilulissat á vesturströnd Grænlands. Þar dvaldi hann í nokkra daga en er nú kominn aftur heim til Danmerkur og er vel á leið til fulls bata að sögn Halldórs og Hödda. „Þessi eina björgun var líklega 10 milljónir króna. Það er eitthvað sem tryggingin okkar borgaði þannig það slapp vel en þetta er áhættusamur rekstur. Þetta er í annað sinn sem þetta fyrirtæki lendir í þessu þannig þeir hljóta að fara að endurskoða þetta núna,“ segir Halldór. Höfðu ekki rænu á að faðmast Þá héldu þeir manni færri leið sinni áfram og stefndu í norð-norðaustur. Samkvæmt áætlun áttu þeir að halda í suðaustur eftir að hafa náð í námunda við áttugustu lengdargráðu norður. Tilhugsunin um það að líta norðurströnd Grænlands, nokkuð sem fáir menn í sögunni geta stært sig af, braust í þeim. Hið annálaða Pearyland kallaði til þeirra. Landið heitir í höfuðið á Robert Peary, eins frægasta könnuðar norðurslóða og sjálftitlaðs uppgötvara Norðurpólsins þó það hafi reyndar verið dregið í efa. Hann taldi Pearyland vera eyju og vildi gera kröfu um yfirráð Bandaríkjanna á eyjunni. Það var hins vegar Grænlendingurinn Knud Rasmussen sem staðfesti það í frægum leiðangri sínum árið 1907 skömmu eftir leiðangur Peary að Pearyland væri mikill skagi sem er tengdur grænlenska meginlandinu. Halldór og Höddi stóðust ekki freistinguna og lögðu lykkju á leið sína til að líta Pearyland og strönd Independence-fjarðar. Þann dag þeyttust þeir yfir ísinn í 17 klukkustundir nánast samfleytt og fara yfir 235 kílómetra. Í fjarska glittir í fjallgarða Pearylands og Independence-fjörð á norðurströnd Grænlands.Aðsend „Við lítumst aðeins um þar uppgefnir. Við höfðum ekki einu sinni rænu á að faðmast þegar við náðum þessum áfanga,“ segir Halldór. Þeir gátu þó ekki notið sjónarspilsins lengi, enda voru vindar þeim ekki í hag við norðurströndina. Þar blása fallvindarnir af fjöllunum í norðurátt og þeir þurfa því að ferðast ofar upp á jökulinn í sikksakk munstri. Þegar þeir voru komnir í ásættanlega hæð slá þeir upp tjaldbúðum en voru kærulausir af örmögnun og heppnir að ekki verr hafi ekki farið. „Við erum það uppgefnir. Við höfum ekki rænu á því að ná í riffilinn í púlkuna og hafa í tjaldinu, því þetta er ísbjarnasvæði. Maður hugsar ekki alltaf skýrt eftir svona langt session. Sem betur fer fengum við enga heimsókn þetta kvöldið,“ segir Höddi. Blaðamaður spurði þá hvort þeir hefðu náð að festa einhvern svefn þessa nótt, riffilslausir þar sem krökkt er af hvítabjörnum. Þeir svöruðu á þann veg að þeir hefðu sofið eins og englar. „Við sváfum mjög vel. Við sofnuðum á innan við mínútu,“ segir Höddi. Kemst maður ekki í ákveðið steinaldarmannahugarástand í svona ferðalagi? „Þetta er ofboðslega mikil keyrsla. Maður kemst í svona rútínu þar sem maður er orkumikill á morgnana og tilbúinn í slaginn og svo eftir langan kætdag er maður svo algjörlega búinn á því að maður hefu rvarla orku til að koma upp tjaldinu. Á síðustu dropunum er maður að klára að elda og koma ofan í sig. Það slokknar bara á manni, maður er svo gjörsamlega búinn á því. Maður kemst bara í eitthvað sen. Þetta er ofboðslega góð tilfinning. Dag eftir dag er sama rútína. Það kemur yfir mann þvílík vellíðan. Komast ofan í svefnpokann, loka augunum og sofna á augnabliki,“ segir Halldór kátur. Misvelkomnir gestir Að norðurströndinni sigraðri var tóku við stífar vinddrekareiðar. Á leiðinni suður eftir austurströndinni voru vindarnir þeim hliðhollir og snjórinn jafnari þannig þeir náðu að fara um 100 til 200 kílómetra á dag. Þeir nálguðust lokaáfangann óðfluga og blaðamaður ímyndar sér að þeir hafi orðið ansi spenntir að komast í heitt bað og rakvél. Þar með sagt var þó nóg af vinddrekareið eftir og alls ekki hættulaust. Langt uppi á ísbreiðunni urðu þeir þó inni á milli varir við líf, nokkuð sem var alltaf óvæntur glaðningur. Refaspor blöstu stundum við og sums staðar flugu jafnvel kríur og aðrir langferðafuglar yfir höfðum þeirra og minntu þá á að þeir væru ekki einir í heiminum. Þegar þeir dvöldu í tvær nætur á einum stað vegna óhagstæðra veðurskilyrða heimsótti þá lítill fugl. „Það gerði einn lítill fugl sér heimili við hliðina á okkur og borðaði það sem við gáfum honum og hélt okkur félagsskap,“ segir Halldór og ljóst þykir að þeim hafi fundist það góð breyting á annars einsleitri dagskrá. Maður vill helst tjalda eins langt og hægt er að komast frá þessum.Aðsend Það voru þó ekki bara fuglar og refur sem gerðu vart við sig þegar þeir nálguðust ströndina. Skammt frá Isortoq, þar sem ferðinni lyki, rákust þeir á ummerki gests sem yrði ekki tekið fagnandi „Á lokadegi, síðustu tveir dagarnir voru ansi stífir. við vorum heppnir með vindátt og að fara alveg yfir 200 kílómetra á dag. Lítið sofið og mikið kætað. Ekki mikil orka samt, við vorum að krúsa á 40 kílómetra hraða og lífið var gott,“ segir Halldór. „Svo þegar við eigum fimmtíu kílómetra eftir að ströndinni rekum við augun í bangsaspor sem er að fara norður. Ég veit ekki hvað hann er að þvælast ísbjörninn svona hátt uppi á ísbreiðunni,“ segir Höddi. Hann segist hafa vonast eftir því að vindurinn haldi áfram að vera þeim hliðhollur svo þeir geti komist eins langt í burtu frá bangsa og slegið þar upp tjaldbúðum. En akkúrat þá kom logn. „Við neyðumst til að tjalda á þessu ísbjarnarsvæði. Við höfðum rænu á því að taka riffilinn inn í tjaldið, hann var á milli okkar. Við vorum svo dauðþreyttir en við urðum að vonast til þess að við vöknum samt við það að ísbjörn sé að rista upp ytra eða innra tjaldið. Við vorum ekki heimsóttir af ísbirni en þetta er óvenjuleg tilhugsun fyrir Íslendinga að þurfa að pæla í svona dýralífi,“ segir Höddi. „Þetta er mitt Everest“ Þann 24. júní komust þeir loksins að ströndinni við Isortoq á austurströnd Grænlands eftir 4200 kílómetra ferðalag yfir stað sem ljóst er að hafi ekki verið gerður fyrir okkur mannfólkið. Við komuna á ströndina eru þeir sóttir á litlum báti sem ferjar þá til Tasiilaq litlu austar. Þaðan fljúga þeir svo til Íslands og ferðalagi þeirra lokið. Stórkostlegu afreki náð og þó að ómögulegt sé að gera sér í hugarlund hvernig tilfinning sé eftir slíkt heljarverk en hann reynir engu að skyggnast inn í huga jökulfaranna. „Þetta er yfirgnæfandi vellíðunartilfinning. Það er varla hægt að lýsa því. Það er ekkert sjálfgefið að svona verkefni hafist. Það vinnur allt á móti manni og móðir náttúra er grimm. Hún gerir sitt besta að koma manni niður og klekkja á manni. Að sigrast á svona verkefni er ótrúleg tilfinning. Þetta er mitt Everest má segja. Ég mun lifa á því það sem eftir er ævi minnar að hafa gert þetta,“ segir Halldór. Jökladvölinni lokið og því er fagnað.Aðsend Höddi tekur undir með vini sínum og ferðafélaga en verður að nota aðra myndlíkingu en Halldór enda kleif hann sjálfur Everest-tind á síðasta ári. „Maður er mjög feginn að ná að klára. Því það er slysahætta, við erum að takast á loft. Maður er að detta á yfir 40 kílómetra hraða. Maður er bara heppinn að sleppa alltaf, að maður slíti ekki hásin eða liðbönd. Það sem kom fyrir Bjørn er áminning um það hvað þetta stendur oft tæpt,“ segir hann. „Að vera kominn í daglegt líf hér er ákveðið sjokk. Maður er bara eins og uppgjafarhermaður,“ segir Höddi þá.
Ferðalög Íslendingar erlendis Fjallamennska Grænland Norðurslóðir Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög