Fótbolti

Szczesny ekki hættur enn

Siggeir Ævarsson skrifar
Szczesny fór frá því að vera hættur í að verða aðalmarkvörður Barcelona
Szczesny fór frá því að vera hættur í að verða aðalmarkvörður Barcelona Joan Valls/Urbanandsport/NurPhoto via Getty Images

Pólski markvörðurinn Wojciech Szczesny, sem lagði hanskana á hilluna vorið 2024, hefur endurnýjað samning sinn við Barcelona til 2027.

Szczesny, sem er 35 ára, gerði starfslokasamning við Juventus síðastliðið sumar og tilkynnti í kjölfarið að hann væri hættur í fótbolta. Hann skipti svo um skoðun í október þegar Barcelona vantaði markvörð þar sem Marc-André ter Stegen meiddist illa.

Ter Stegen er kominn aftur á ról og verður væntanlega aðalmarkvörður liðsins í vetur en Szczesny lék alls 30 leiki í öllum keppnum fyrir Barcelona á síðasta tímabili þar sem hann hélt 14 sinnum hreinu. Honum líkar lífið á Spáni greinilega ágætlega þar sem hann mun leika næstu tvö tímabil, þar til annað kemur í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×