Fótbolti

Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína

Ágúst Orri Arnarson skrifar
ÍR-ingar skemmtu sér vel á N1 mótinu.
ÍR-ingar skemmtu sér vel á N1 mótinu. vísir skjáskot

Yfir tvö þúsund keppendur í meira en tvö hundruð liðum sýndu snilli sína á N1 fótboltamótinu á Akureyri um síðustu helgi. Stiklu fyrir þátt um mótið má finna hér fyrir neðan.

Klippa: Stikla fyrir N1 mótið

Veðurblíða var þegar mótið fór fram í 39. sinn um síðustu helgi og þúsundir manna mættu, ýmist til að spila eða horfa á fótbolta.

„Þetta er aðalmótið í fimmta flokki karla og hér er alltaf allt upp á tíu“ segir þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson.

Allur þátturinn um N1 mótið á Akureyri er á dagskrá hjá Sýn klukkan 19:10 í kvöld. Þátturinn verður einnig aðgengilegur á streymisveitunni Sýn+ og birtist svo í heild sinni á Vísi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×