Enski boltinn

Arsenal og Liverpool að slá heims­metið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Olivia Smith á fleygiferð í leik með Liverpool á Anfield.
Olivia Smith á fleygiferð í leik með Liverpool á Anfield. Getty/Nick Taylor

Olivia Smith verður dýrasta knattspyrnukona heims og sú fyrsta sem verður keypt á eina milljón punda eða 166 milljónir íslenskra króna.

Erlendir miðlar greina frá því að Arsenal sé að slá heimsmetið með því að kaupa Smith frá Liverpool. Félögin hafa komust að samkomulagi um kaupverðið en það á bara eftir að ganga frá nokkrum lausum endum.

Smith er tvítug og kanadísk landsliðskona.

Dýrasta knattspyrnukona heims var áður bandaríski varnarmaðurinn Naomi Girma sem Chelsea borgaði 1,1 milljón dollara í janúar. Það gera 135 milljónir íslenskra króna eða 31 milljón minna en Smith kostar.

ESPN hefur heimildir fyrir því að Liverpool hafnaði tilboðum í leikmanninn frá bæði Chelsea og franska félaginu Lyon.

Smith var ekki lengi hjá Liverpool þvi hún kom til félagsins frá portúgalska félaginu Sporting CP fyrir ári síðan. Hún var valin leikmaður ársins hjá Liverpool eftir að hafa skorað níu mörk í öllum keppnum.

Arsenal er hrifið að leikmönnum Liverpool því fyrr í sumar fór Taylor Hinds sömu leið. Hún fór aftur á móti á frjálsri sölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×