Fótbolti

Segir hitann á HM hættu­legan

Siggeir Ævarsson skrifar
Enzo Fernandez er heitt, þó ekki í hamsi
Enzo Fernandez er heitt, þó ekki í hamsi Vísir/Getty

Veðrið hefur leikið alltof stórt hlutverk á heimsmeistaramóti félagsliða í Bandaríkjunum í sumar þar sem ítrekað hefur þurft að fresta leikjum og nú er hitinn svo mikill að liðin eiga erfitt með að æfa.

Enzo Fernandez, leikmaður Chelsea, hefur tjáð sig um ástandið og er ekki par sáttur með aðstæðurnar sem boðið er uppá.

„Hitinn er óbærilegur. Um daginn varð ég að leggjast niður á jörðina því mig svimaði svo mikið. Að spila í þessum hita er mjög hættulegt og þetta er líka hættulegt fyrir fólkið sem kemur að horfa á leikina.  og leikurinn breytist því það verður allt miklu hægara. Leikurinn breytist líka, það verður allt miklu hægara.“

Þrír af leikjum Chelsea á mótinu hafa verið spilaðir á dögum þar sem viðvaranir hafa verið gefnar út vegna hita þar sem fólk hefur verið varað við því að reyna á sig eða vera úti. Hvort tveggja gerist sannarlega í knattspyrnuleikjum.

Úrslitaleikur Chelsea og PSG fer fram í New Jersey á sunnudaginn, en þar hefur hitinn farið upp í 38° síðustu daga. Enzo Maresca, þjálfari Chelsea, hefur sagt að það sé ómögulegt að halda hefðbundar æfingar vegna hitans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×