Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. júlí 2025 09:30 Hilmar ræddi gerð þáttanna KF Nörd við Gunnlaug Jónsson í Návígi. Samsett/Vísir Fyrrum fótboltamaðurinn Hilmar Björnsson er nýjasti gestur Gunnlaugs Jónssonar í hlaðvarpinu Návígi þar sem farið er um víðan völl. Hilmar hefur unnið við framleiðslu íþróttaefnis í fjöldamörg ár og er íþróttastjóri RÚV. Eitt verkefni slítur sig frá öðrum á ferli hans. Hilmar rifjaði upp gerð þáttanna KF Nörd í níunda þætti Návígis sem er hægt að nálgast á öllum helstu veitum. Hilmar var íþróttastjóri Sýnar þegar framleiðsla þáttanna hófst árið 2006. Þættirnir voru að sænskri fyrirmynd og var hugmyndin tekin til skoðunar til að halda í áskrifendur eftir að HM 2006 lauk. Sýnarmenn höfðu þá tapað fjölda áskrifenda á mótinu á undan, í kringum HM 2002. „Ástæðan fyrir því að við fórum í þetta verkefni var sú að þegar við vorum með HM 2002, þá byrjaði markaðsdeild fyrirtækisins 1. janúar 2002 og því var blastað út um allan bæ; auglýsingaskilti, í útvarpinu og blöðunum þá var þetta út um allt. En þremur dögum fyrir fyrsta leik á HM var ekki kominn inn einn nýr áskrifandi. Ekki einn,“ segir Hilmar í samtali við Gunnlaug. „En málið með áskrifarsjónvarp er það, að það verður aldrei uppselt. Svo af hverju þá að kaupa áskrift tveimur mánuðum fyrir mót? Daginn fyrir HM komu inn sjö þúsund nýir áskrifendur. Þá voru við með 27 þúsund áskrifendur. Það var rosalegt – kampavín og læti,“ „Svo gerist það, eftir síðasta leik á HM 2002, þá detta út 10 þúsund manns og við förum niður í 17 þúsund. Þá hefur einhver á heimilinu sagt: Þetta er komið gott. Og við náum okkur ekki aftur upp í 20 þúsund fyrr en í desember,“ segir Hilmar. Nördinn til bjargar Sama trend var uppi hjá Hilmari og félögum á Sýn fyrir HM í Þýskalandi 2006 og virðist sem þessir sjö þúsund manns sem bætist við sé fólk sem horfir á Ólympíuleika, HM og EM. En spurningin var hvernig ætti að halda í áskrifendurna á að halda þessu fólki áfram? „Þá var þetta Nördadæmi. Þetta var sniðug hugmynd,“ segir Hilmar. „Þetta var að sænskri fyrirmynd, svo við fengum Biblíuna í hendurnar, hvernig ætti að gera þetta. Það hjálpaði mikið til. Við fórum með þá að spila við fanga á Litla-Hrauni, við gáfum út lag, þeir spiluðu æfingaleik við kvennalið. Í hverjum þætti var eitthvað nýtt,“ segir Hilmar. Logi Ólafsson og Ásmundur Haraldsson tóku að sér þjálfun liðsins en Logi og Hilmar áttu upprunalega hugmyndina að gerð þáttanna sem voru framleiddir af Sagafilm. Tvöfalt fleiri en á bikarúrslitaleiknum Í lokaþætti seríunnar áttu Nördarnir svo að mæta Íslandsmeisturum FH. Hilmar bar undir Geir Þorsteinsson, sem vann þá hjá KSÍ, að bera það undir félögin að Íslandsmeistarar myndu mæta Nördunum eftir lok Íslandsmótsins. „Það fóru allir að hlæja. Ég man það var vesen með FH, þeir höfðu engan áhuga á að spila – einhver meiðslahætta og slíkt.“ Gert var ráð fyrir örfáum hræðum á völlinn, á miðvikudegi í október. Þá hafði nýlega farið fram bikarúrslitaleikur milli KR og Keflavíkur þar sem mættu um 3.200 manns. Umræddur leikur FH og KF Nörd tafðist aftur á móti um hríð vegna eftirspurnar. „Það var röð upp lengst upp á Suðurlandsbraut. Það mættu sjö þúsund manns, tvöfalt fleiri en á bikarúrslitaleikinn,“ segir Hilmar og hlær. Mætingin á leikinn var til marks um áhugann á liðinu og má segja að Nördaverkefnið hafi tekist vel til. Áskrifendamarkmiðið náðist einnig. „Við fórum úr 27 þúsund í 23 þúsund í ágúst og náðum að viðhalda þessu,“ segir Hilmar og dró því verulega úr fækkun áskrifenda eftir HM 2006 samanborið við mótið fjórum árum fyrr. FH-ingar unnu 11-5 sigur á KF Nörd í umræddum leik og brá mörgum í brún þegar staðan var orðin 3-0 eftir fjórar mínútur og það þrátt fyrir að FH stillti upp sex leikmönnum gegn ellefu. Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, tók þá fram skóna í leiknum. Þáttinn af Návígi má hlusta á í spilaranum að ofan. Allir fimmtán þættirnir af KF Nörd eru aðgengilegir á streymisveitunni Sýn+. Návígi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Hilmar rifjaði upp gerð þáttanna KF Nörd í níunda þætti Návígis sem er hægt að nálgast á öllum helstu veitum. Hilmar var íþróttastjóri Sýnar þegar framleiðsla þáttanna hófst árið 2006. Þættirnir voru að sænskri fyrirmynd og var hugmyndin tekin til skoðunar til að halda í áskrifendur eftir að HM 2006 lauk. Sýnarmenn höfðu þá tapað fjölda áskrifenda á mótinu á undan, í kringum HM 2002. „Ástæðan fyrir því að við fórum í þetta verkefni var sú að þegar við vorum með HM 2002, þá byrjaði markaðsdeild fyrirtækisins 1. janúar 2002 og því var blastað út um allan bæ; auglýsingaskilti, í útvarpinu og blöðunum þá var þetta út um allt. En þremur dögum fyrir fyrsta leik á HM var ekki kominn inn einn nýr áskrifandi. Ekki einn,“ segir Hilmar í samtali við Gunnlaug. „En málið með áskrifarsjónvarp er það, að það verður aldrei uppselt. Svo af hverju þá að kaupa áskrift tveimur mánuðum fyrir mót? Daginn fyrir HM komu inn sjö þúsund nýir áskrifendur. Þá voru við með 27 þúsund áskrifendur. Það var rosalegt – kampavín og læti,“ „Svo gerist það, eftir síðasta leik á HM 2002, þá detta út 10 þúsund manns og við förum niður í 17 þúsund. Þá hefur einhver á heimilinu sagt: Þetta er komið gott. Og við náum okkur ekki aftur upp í 20 þúsund fyrr en í desember,“ segir Hilmar. Nördinn til bjargar Sama trend var uppi hjá Hilmari og félögum á Sýn fyrir HM í Þýskalandi 2006 og virðist sem þessir sjö þúsund manns sem bætist við sé fólk sem horfir á Ólympíuleika, HM og EM. En spurningin var hvernig ætti að halda í áskrifendurna á að halda þessu fólki áfram? „Þá var þetta Nördadæmi. Þetta var sniðug hugmynd,“ segir Hilmar. „Þetta var að sænskri fyrirmynd, svo við fengum Biblíuna í hendurnar, hvernig ætti að gera þetta. Það hjálpaði mikið til. Við fórum með þá að spila við fanga á Litla-Hrauni, við gáfum út lag, þeir spiluðu æfingaleik við kvennalið. Í hverjum þætti var eitthvað nýtt,“ segir Hilmar. Logi Ólafsson og Ásmundur Haraldsson tóku að sér þjálfun liðsins en Logi og Hilmar áttu upprunalega hugmyndina að gerð þáttanna sem voru framleiddir af Sagafilm. Tvöfalt fleiri en á bikarúrslitaleiknum Í lokaþætti seríunnar áttu Nördarnir svo að mæta Íslandsmeisturum FH. Hilmar bar undir Geir Þorsteinsson, sem vann þá hjá KSÍ, að bera það undir félögin að Íslandsmeistarar myndu mæta Nördunum eftir lok Íslandsmótsins. „Það fóru allir að hlæja. Ég man það var vesen með FH, þeir höfðu engan áhuga á að spila – einhver meiðslahætta og slíkt.“ Gert var ráð fyrir örfáum hræðum á völlinn, á miðvikudegi í október. Þá hafði nýlega farið fram bikarúrslitaleikur milli KR og Keflavíkur þar sem mættu um 3.200 manns. Umræddur leikur FH og KF Nörd tafðist aftur á móti um hríð vegna eftirspurnar. „Það var röð upp lengst upp á Suðurlandsbraut. Það mættu sjö þúsund manns, tvöfalt fleiri en á bikarúrslitaleikinn,“ segir Hilmar og hlær. Mætingin á leikinn var til marks um áhugann á liðinu og má segja að Nördaverkefnið hafi tekist vel til. Áskrifendamarkmiðið náðist einnig. „Við fórum úr 27 þúsund í 23 þúsund í ágúst og náðum að viðhalda þessu,“ segir Hilmar og dró því verulega úr fækkun áskrifenda eftir HM 2006 samanborið við mótið fjórum árum fyrr. FH-ingar unnu 11-5 sigur á KF Nörd í umræddum leik og brá mörgum í brún þegar staðan var orðin 3-0 eftir fjórar mínútur og það þrátt fyrir að FH stillti upp sex leikmönnum gegn ellefu. Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, tók þá fram skóna í leiknum. Þáttinn af Návígi má hlusta á í spilaranum að ofan. Allir fimmtán þættirnir af KF Nörd eru aðgengilegir á streymisveitunni Sýn+.
Návígi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn