Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. júlí 2025 07:45 DeGeneres og de Rossi eru nú búsettar á Englandi. Getty/Kelly Sullivan Spjallþáttastjórnandinn og gamanleikkonan Ellen DeGeneres segist hafa ákveðið að verða um kyrrt á Bretlandi þegar Donald Trump var kjörinn forseti í annað sinn. DeGeneres sat fyrir svörum á sviðinu í Everyman-leikhúsinu í Cheltenham í gær, þar sem hún var meðal annars spurð að því hvort það væri satt að hún hefði ákveðið að flytja til Bretlands vegna Trump. „Já,“ svaraði DeGeneres. „Við komum hingað daginn fyrir kosningarnar og vöknuðum við helling af skilaboðum frá vinum okkar með grátandi tjáknum. Og ég var bara: „Hann náði kjöri“ Og við vorum bara: „Við verðum um kyrrt hér“.“ DeGeneres og eiginkona hennar Portia de Rossi fluttust til Cotswolds-svæðisins á Englandi eftir að spjallþáttur DeGeneres lauk göngu sinni. Hún segist afar ánægð með flutninginn. „Allt er betra hérna; hvernig farið er með dýrin... fólk er kurteist. Ég elska að vera hérna.“ Þá sagðist DeGeneres hafa áhyggjur af stöðu hinsegin fólks í Bandaríkjunum og að unnið væri að því að draga réttindi þeirra til baka. Ef hjónabönd samkynja einstaklinga yrðu bönnuð vestanhafs myndu þær de Rossi giftast aftur á Englandi. DeGeneres var einnig spurð út í ásakanir sem settar voru fram gegn henni um eitraða vinnustaðamenningu við gerð spjallþáttarins, þar sem hún var meðal annars sökuð um slæma framkomu við starfsmenn og aðra. Vildi DeGeneres meina að hún hefði verið misskilin. „Ég er beinskeytt manneskja og mjög berorð og ætli það þýði ekki að stundum er ég... leiðinleg?“ sagði hún. Hollywood Bandaríkin Donald Trump Bretland England Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
DeGeneres sat fyrir svörum á sviðinu í Everyman-leikhúsinu í Cheltenham í gær, þar sem hún var meðal annars spurð að því hvort það væri satt að hún hefði ákveðið að flytja til Bretlands vegna Trump. „Já,“ svaraði DeGeneres. „Við komum hingað daginn fyrir kosningarnar og vöknuðum við helling af skilaboðum frá vinum okkar með grátandi tjáknum. Og ég var bara: „Hann náði kjöri“ Og við vorum bara: „Við verðum um kyrrt hér“.“ DeGeneres og eiginkona hennar Portia de Rossi fluttust til Cotswolds-svæðisins á Englandi eftir að spjallþáttur DeGeneres lauk göngu sinni. Hún segist afar ánægð með flutninginn. „Allt er betra hérna; hvernig farið er með dýrin... fólk er kurteist. Ég elska að vera hérna.“ Þá sagðist DeGeneres hafa áhyggjur af stöðu hinsegin fólks í Bandaríkjunum og að unnið væri að því að draga réttindi þeirra til baka. Ef hjónabönd samkynja einstaklinga yrðu bönnuð vestanhafs myndu þær de Rossi giftast aftur á Englandi. DeGeneres var einnig spurð út í ásakanir sem settar voru fram gegn henni um eitraða vinnustaðamenningu við gerð spjallþáttarins, þar sem hún var meðal annars sökuð um slæma framkomu við starfsmenn og aðra. Vildi DeGeneres meina að hún hefði verið misskilin. „Ég er beinskeytt manneskja og mjög berorð og ætli það þýði ekki að stundum er ég... leiðinleg?“ sagði hún.
Hollywood Bandaríkin Donald Trump Bretland England Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira