HBO Max streymisveitan komin til Íslands Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 12:59 Streymisveitan bandaríska er komin til Íslands í fyrsta sinn. Radecka/Getty Images) Bandaríska streymisveitan HBO Max er komin til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HBO Max á Norðurlöndunum. Streymisveitan er í eigu Warner Bros. Discovery. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að aðdáendur á Íslandi geti núna nálgast mikið úrval afþreyingar frá HBO, Warner Bros. Pictures, DC Studios, Max Originals auk mikils annars áhugaverðs efnis. Streymisveitan átti fyrst að fara í loftið á Íslandi fyrir þremur árum en var frestað eftir samruna Warner Bros og Discovery. Í síðasta mánuði var svo tilkynnt að veitan yrði aðgengileg í júlí. Segir í tilkynningunni að þar sé á ferðinni efni á borð við kvikmyndirnar Sinners og A Minecraft Movie en einnig sívinsælt efni eins og Harry Potter, Fantastic Beasts kvikmyndirnar og Beetlejuice Beetlejuice sem dæmi. Þá eru taldar upp sjónvarpsþáttaseríur á borð við The Last of Us, The White Lotus, Euphoria, House of the Dragon, Succession, The Penguin, And Just Like That..., His Dark Materials, Peacemaker, Rick and Morty og fleiri. Kemur fram í tilkynningunni að streymisveitunni fylgi einnig íþróttaefni Eurosport. Þar sé hægt að fylgjast með öllum hasarnum í Tour de France þar sem keppninni líkur ekki fyrr en 27. júlí en einnig hjólakeppni kvenna, Tour de France Femmes, og hjólakeppninni La Vuelta a España, tenniskeppninni US Open tennis grand slam fram í ágúst. Íþróttaunnendur geta einnig fylgst með PGA Tour golfmótinu, Formula E keppnistímabilinu auk stærri vetraríþróttaviðburða síðar á árinu. Boðið er upp á tvær áskriftarleiðir, grunnáskrift og Premium áskrift. Grunnáskriftin kostar 12,99 evrur á mánuði, eða því sem nemur rúmum 1600 krónum. Einnig er hægt að greiða 129 evrur fyrir árið eða rúmar sextán þúsund krónur. Með grunnáskriftinni er hægt að streyma efni á tveimur tækjum samtímis í fullri háskerpu og niðurhala efni þrjátíu sinnum. Premium áskriftin kostar 18,99 evrur á mánuði eða 189 evrur á ári, eða rúmar 2300 krónur fyrir mánuðinn og 23.000 krónur fyrir árið. Með henni er hægt að streyma á fjórum tækjum í 4KUHD og niðurhala efni hundrað sinnum. Valfrjáls viðbót af íþróttaefni verður fáanleg fyrir fimm evrur á mánuði eða sjöhundruð krónur sem veitir aðgang að alþjóðlegu íþróttaefni. Bíó og sjónvarp Streymisveitur Fjölmiðlar Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Sjá meira
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að aðdáendur á Íslandi geti núna nálgast mikið úrval afþreyingar frá HBO, Warner Bros. Pictures, DC Studios, Max Originals auk mikils annars áhugaverðs efnis. Streymisveitan átti fyrst að fara í loftið á Íslandi fyrir þremur árum en var frestað eftir samruna Warner Bros og Discovery. Í síðasta mánuði var svo tilkynnt að veitan yrði aðgengileg í júlí. Segir í tilkynningunni að þar sé á ferðinni efni á borð við kvikmyndirnar Sinners og A Minecraft Movie en einnig sívinsælt efni eins og Harry Potter, Fantastic Beasts kvikmyndirnar og Beetlejuice Beetlejuice sem dæmi. Þá eru taldar upp sjónvarpsþáttaseríur á borð við The Last of Us, The White Lotus, Euphoria, House of the Dragon, Succession, The Penguin, And Just Like That..., His Dark Materials, Peacemaker, Rick and Morty og fleiri. Kemur fram í tilkynningunni að streymisveitunni fylgi einnig íþróttaefni Eurosport. Þar sé hægt að fylgjast með öllum hasarnum í Tour de France þar sem keppninni líkur ekki fyrr en 27. júlí en einnig hjólakeppni kvenna, Tour de France Femmes, og hjólakeppninni La Vuelta a España, tenniskeppninni US Open tennis grand slam fram í ágúst. Íþróttaunnendur geta einnig fylgst með PGA Tour golfmótinu, Formula E keppnistímabilinu auk stærri vetraríþróttaviðburða síðar á árinu. Boðið er upp á tvær áskriftarleiðir, grunnáskrift og Premium áskrift. Grunnáskriftin kostar 12,99 evrur á mánuði, eða því sem nemur rúmum 1600 krónum. Einnig er hægt að greiða 129 evrur fyrir árið eða rúmar sextán þúsund krónur. Með grunnáskriftinni er hægt að streyma efni á tveimur tækjum samtímis í fullri háskerpu og niðurhala efni þrjátíu sinnum. Premium áskriftin kostar 18,99 evrur á mánuði eða 189 evrur á ári, eða rúmar 2300 krónur fyrir mánuðinn og 23.000 krónur fyrir árið. Með henni er hægt að streyma á fjórum tækjum í 4KUHD og niðurhala efni hundrað sinnum. Valfrjáls viðbót af íþróttaefni verður fáanleg fyrir fimm evrur á mánuði eða sjöhundruð krónur sem veitir aðgang að alþjóðlegu íþróttaefni.
Bíó og sjónvarp Streymisveitur Fjölmiðlar Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Sjá meira