Fótbolti

Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Olivier Giroud þakkar Hákoni Arnari Haraldssyni fyrir stoðsendinguna í gær.
Olivier Giroud þakkar Hákoni Arnari Haraldssyni fyrir stoðsendinguna í gær. @losclive

Olivier Giroud er að fara vel af stað sem liðsfélagi íslenska landsliðsmannsins Hákonar Arnar Haraldssonar hjá Lille.

Giroud gekk til liðs við Lille í sumar eftir að hafa spilað í bandarísku deildinni. Þar áður lék Giroud með stórliðum eins og AC Milan Chelsea og Arsenal.

Lille mætti Venezia í æfingarleik í gær og vann 3-0 sigur. Þetta var annar æfingarleikur Giroud með liðinu og nú komst hann á blað.

Giroud skoraði fyrstu tvö mörk franska liðsins á 20. og 37. mínútu en þriðja markið skoraði Mathias Fernandez-Pardo í seinni hálfleiknum.

Samstarfs Hákons og Giroud byrjar vel því Hákon átti stoðsendinguna í fyrra markinu í gær.

Hákon færði franska framherjanum boltann hreinlega á silfurfati fyrir framan opnu marki eins og sjá má hér fyrir neðan.

Þetta var tímamótamark fyrir Giroud enda hans fyrsta mark í búningi Lille.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×