Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Árni Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2025 21:32 Dominik Radic var hetja Njarðvíkinga í kvöld. Vísir / ÓskarÓ Fimm leikjum er lokið 16. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Fjórir þeirra hófust kl. 19:15 og er nýlokið. Úrslitin segja áhugaverða sögu en Njarðvíkingar eru einir á toppi deildarinnar eftir að ÍR missteig sig en Njarðvíkingar lögðu Selfoss. Njarðvíkingar fengu Selfyssinga í heimsókn og þurftu að koma til baka og sækja sigurinn en Selfyssingar komust yfir á 19. mínútu. Raúl Tanque skoraði þá úr víti en níu mínútum síðar var Dominik Radic búinn að jafna metin fyrir heimamenn. Radic var svo bæði skúrkur og hetja Njarðvíkinga en hann misnotaði víti á 51 mínútu en kvittaði fyrir það og tryggði sigurinn á 79. mínútu. ÍR tók á móti Fjölni í Breiðholtinu en náðu einungis jafntefli við Grafarvogspilta í markaleik. ÍR komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Guðjón Máni Magnússon skoraði en sjö mínútum síðar jafnaði Kristófer Dagur Arnarsson metin. Bergvin Fannar Helgason klikkaði á víti fyrir heimamenn korteri seinna og staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo mjög fjörugur. Renato Punyed Dubon kom heimamönnum yfir en Fjölnismenn svöruðu með tveimur mörkum og komust yfir. Einar Örn Harðarson og Kristófer Dagur skoruðu til að koma gestunum í forystu og voru með hana þangað til á 88. mínútu leiksins. Þá fengu heimamenn annað víti eftir að boltinn fór í hendi á varnarmanni gestanna og Óliver Elís Hlynsson gerði engin mistök af punktinum og tryggði ÍR stig með því að jafna í 3-3. Eftir leiki kvöldsins eru Njarðvíkingar einir á toppi deildarinnar með 34 stig en ÍR er stigi frá þeim í öðru sæti. HK og Þór unnu sína leiki í kvöld og eru í þriðja og fjórða sæti með 30 stig. Það er því augljóst að toppbaráttan verður gríðarlega hörð þegar sex leikir eru eftir. Þór vann Fylki fyrr í dag og setti Fylki niður í fallsætið en stigið sem Fjölnir náði í lyfti þeim upp úr kjallaranum. Þróttur fer svo norður á Húsavík á morgun og spilar við Völsung. Ef Þróttarar vinna þá geta þeir lyft sér upp í þriðja sæti en þeir sitja í fimmta sæti með 28 stig þremur stigum á undan Keflavík sem er að missa af lestinni varðandi það að komast í umspilið um sæti í Bestu deild karla. Keflvíkingar steinlágu fyrir Þrótt í Kórnum 3-0. Leiknir tapað þá fyrir Grindavík 3-2 þar sem Adam Árni Róbertsson skoraði þrennu eftir að Leiknir hafði komist í 0-2. Leiknismenn eru í slæmum málum á botni deildarinnar en Grindavík þokar sér lengra frá fallsvæðinu og eru með 17 stig í áttunda sæti deildarinnar. Úrslit kvöldsins Úrslit og markaskorar fengin frá Fótbolti.net. Njarðvík - Selfoss 2-1 ÍR - Fjölnir 3-3 HK - Keflavík 3-0 Grindavík - Leiknir 3-2 Lengjudeild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
Njarðvíkingar fengu Selfyssinga í heimsókn og þurftu að koma til baka og sækja sigurinn en Selfyssingar komust yfir á 19. mínútu. Raúl Tanque skoraði þá úr víti en níu mínútum síðar var Dominik Radic búinn að jafna metin fyrir heimamenn. Radic var svo bæði skúrkur og hetja Njarðvíkinga en hann misnotaði víti á 51 mínútu en kvittaði fyrir það og tryggði sigurinn á 79. mínútu. ÍR tók á móti Fjölni í Breiðholtinu en náðu einungis jafntefli við Grafarvogspilta í markaleik. ÍR komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Guðjón Máni Magnússon skoraði en sjö mínútum síðar jafnaði Kristófer Dagur Arnarsson metin. Bergvin Fannar Helgason klikkaði á víti fyrir heimamenn korteri seinna og staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo mjög fjörugur. Renato Punyed Dubon kom heimamönnum yfir en Fjölnismenn svöruðu með tveimur mörkum og komust yfir. Einar Örn Harðarson og Kristófer Dagur skoruðu til að koma gestunum í forystu og voru með hana þangað til á 88. mínútu leiksins. Þá fengu heimamenn annað víti eftir að boltinn fór í hendi á varnarmanni gestanna og Óliver Elís Hlynsson gerði engin mistök af punktinum og tryggði ÍR stig með því að jafna í 3-3. Eftir leiki kvöldsins eru Njarðvíkingar einir á toppi deildarinnar með 34 stig en ÍR er stigi frá þeim í öðru sæti. HK og Þór unnu sína leiki í kvöld og eru í þriðja og fjórða sæti með 30 stig. Það er því augljóst að toppbaráttan verður gríðarlega hörð þegar sex leikir eru eftir. Þór vann Fylki fyrr í dag og setti Fylki niður í fallsætið en stigið sem Fjölnir náði í lyfti þeim upp úr kjallaranum. Þróttur fer svo norður á Húsavík á morgun og spilar við Völsung. Ef Þróttarar vinna þá geta þeir lyft sér upp í þriðja sæti en þeir sitja í fimmta sæti með 28 stig þremur stigum á undan Keflavík sem er að missa af lestinni varðandi það að komast í umspilið um sæti í Bestu deild karla. Keflvíkingar steinlágu fyrir Þrótt í Kórnum 3-0. Leiknir tapað þá fyrir Grindavík 3-2 þar sem Adam Árni Róbertsson skoraði þrennu eftir að Leiknir hafði komist í 0-2. Leiknismenn eru í slæmum málum á botni deildarinnar en Grindavík þokar sér lengra frá fallsvæðinu og eru með 17 stig í áttunda sæti deildarinnar. Úrslit kvöldsins Úrslit og markaskorar fengin frá Fótbolti.net. Njarðvík - Selfoss 2-1 ÍR - Fjölnir 3-3 HK - Keflavík 3-0 Grindavík - Leiknir 3-2
Lengjudeild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira