Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 13:47 Páll Pálsson fasteignasali segir meðalaldur fyrstu kaupenda vera hækka gríðarlega. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson fasteignasali segir að mjög margt bendi til þess að eftir nokkur ár verði mikill fasteignaskortur á Íslandi. Umtalsverður samdráttur sé væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu, og mikill undirliggjandi þrýstingur sé á markaðnum frá ungu fólki sem bíður hagstæðari lánakjara. Páll segir það næstum því vonlaust fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign í nýbyggingu. Um 80 prósent komist ekki í gegnum greiðslumat fyrir nýrri íbúð. „Meira að segja bara par, þó þú sért ungt par að kaupa, þá kemstu ekki inn á markaðinn, ekki í gegnum greiðslumat, nema með því að taka verðtryggt lán. Þannig að þetta er bara mjög snúin og flókin staða að vera fyrsti kaupandi í dag með þetta að gera,“ segir Páll, sem var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Í kvöldfréttum Sýnar í gær var fjallað um könnun sem Samtök iðnaðarins lögðu fyrir stjórnendur verktakafyritækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað. Samkvæmt niðurstöðum hennar er gert ráð fyrir sautján prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Gangi spáin eftir mun fjöldi íbúða í byggingu hafa fækkað um rúm fjörutíu prósent á þremur árum. Þetta gæti gert það að verkum að íbúðaskortur aukist á komandi árum. Of lítið af nýbyggingu til sölu Páll segir að í dag sé um 10 - 11 prósent af íbúðum til sölu nýbyggingar, og það sé allt of lítið. Hlutfallið ætti að vera um 25 - 30 prósent. Snúin staða fyrstu kaupenda búi til undirliggjandi þrýsting á markaðinn. „Maður sér það bara á heimsóknartölum á fasteignavef Vísis og slíku, að það er mikill áhugi, en þessi markhópur er ekki að komast á markaðinn.“ „En fyrstu kaupendur eru svo mikilvægur markhópur, af því að þegar þú ert að selja fyrstu eignina þína, held að meðaltíminn sé 3 - 4 ár í fyrstu íbúð, þá þarf sá einstaklingur að kaupa annað. Þau eru kannski búin að eignast barn eða tvö, þau þurfa ða kaupa fjögurra herbergja íbúð, og þau sem eru að selja íbúðina eru kannski að kaupa sér hæð eða einbýli.“ „Þannig verður oft stífla í keðju, þannig fyrstu kaupendur eru ofboðslega mikilvægur markhópur, upp á þetta að gera,“ segir Páll. Ágætt jafnvægi sé á markaðnum eins og hann er núna, fín sala og almennt jafnvægi. „En það sem menn hafa áhyggjur af er að þegar vaxtaumhverfið fer að breytast, þá er svo ofboðslega stór hópur sem er búinn að vera bíða lengi, og er kannski búinn að vera safna sér, hreinsar upp lagerinn, eins og gerðist hérna árin 2020 - 2021.“ „Það er raunverulegur ótti hjá fagaðilum að þessar aðstæður muni skapast aftur, og þá mun fasteignaverð hækka alveg gríðarlega mikið, og fara síðan aftur út í verðbólgu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Páll segir það næstum því vonlaust fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign í nýbyggingu. Um 80 prósent komist ekki í gegnum greiðslumat fyrir nýrri íbúð. „Meira að segja bara par, þó þú sért ungt par að kaupa, þá kemstu ekki inn á markaðinn, ekki í gegnum greiðslumat, nema með því að taka verðtryggt lán. Þannig að þetta er bara mjög snúin og flókin staða að vera fyrsti kaupandi í dag með þetta að gera,“ segir Páll, sem var í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Í kvöldfréttum Sýnar í gær var fjallað um könnun sem Samtök iðnaðarins lögðu fyrir stjórnendur verktakafyritækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað. Samkvæmt niðurstöðum hennar er gert ráð fyrir sautján prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Gangi spáin eftir mun fjöldi íbúða í byggingu hafa fækkað um rúm fjörutíu prósent á þremur árum. Þetta gæti gert það að verkum að íbúðaskortur aukist á komandi árum. Of lítið af nýbyggingu til sölu Páll segir að í dag sé um 10 - 11 prósent af íbúðum til sölu nýbyggingar, og það sé allt of lítið. Hlutfallið ætti að vera um 25 - 30 prósent. Snúin staða fyrstu kaupenda búi til undirliggjandi þrýsting á markaðinn. „Maður sér það bara á heimsóknartölum á fasteignavef Vísis og slíku, að það er mikill áhugi, en þessi markhópur er ekki að komast á markaðinn.“ „En fyrstu kaupendur eru svo mikilvægur markhópur, af því að þegar þú ert að selja fyrstu eignina þína, held að meðaltíminn sé 3 - 4 ár í fyrstu íbúð, þá þarf sá einstaklingur að kaupa annað. Þau eru kannski búin að eignast barn eða tvö, þau þurfa ða kaupa fjögurra herbergja íbúð, og þau sem eru að selja íbúðina eru kannski að kaupa sér hæð eða einbýli.“ „Þannig verður oft stífla í keðju, þannig fyrstu kaupendur eru ofboðslega mikilvægur markhópur, upp á þetta að gera,“ segir Páll. Ágætt jafnvægi sé á markaðnum eins og hann er núna, fín sala og almennt jafnvægi. „En það sem menn hafa áhyggjur af er að þegar vaxtaumhverfið fer að breytast, þá er svo ofboðslega stór hópur sem er búinn að vera bíða lengi, og er kannski búinn að vera safna sér, hreinsar upp lagerinn, eins og gerðist hérna árin 2020 - 2021.“ „Það er raunverulegur ótti hjá fagaðilum að þessar aðstæður muni skapast aftur, og þá mun fasteignaverð hækka alveg gríðarlega mikið, og fara síðan aftur út í verðbólgu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira