Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2025 11:32 Marit Skurdal lyfti rauða spjaldinu strax þegar hún sá Þróttarann Sóley María Steinarsdóttir rífa í hárið á Víkingnum Lindu Líf Boama. Mist Rúnarsdóttir var ekki eins sannfærð. Vísir/Diego/Sýn Sport Bestu mörkin tóku fyrir umdeilda dóma í leik Þróttar og Víkings í síðustu umferð Bestu deildar kvenna. Norski dómarinn Marit Skurdal hafði í nægu að snúast í leiknum og hártog þýddi bara eitt í hennar augum. „Svona er lífið stundum. Það er erfitt að vera dómari,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Hún og sérfræðingarnir ræddu tvö brot á leikmönnum Víkings sem Skurdal dæmdi ekki á og Víkingar voru mjög ósáttir með. Falleg stund Mist Rúnarsdóttir hrósaði samt Þrótturum fyrir tvennt. Bæði aðstoðaði sjúkraþjálfari þeirra leikmann Víkings þegar það voru tveir Víkingar meiddir á sama tíma eftir fyrrnefnd brot og svo biðu Þróttarar eftir því að þessir tveir leikmenn kæmu aftur inn á völlinn svo að Víkingur væri ekki níu á móti ellefu. „Þetta var svona falleg stund,“ sagði Mist. Þróttur endaði leikinn samt tíu á móti ellefu. Skurdal lyfti rauða spjaldinu strax þegar hún sá Þróttarann Sóley María Steinarsdóttir rífa í hárið á Víkingnum Lindu Líf Boama. Mist varði hins vegar hártog Þróttarakonunnar og segir að hún hefði átt frekar að fá bara gult spjald. Klippa: Ræddu brot, hártog og rautt spjald í leik Þróttar og Víkings „Maður er svolítið fastur í þeirri pælingu að hártog sé beint rautt en,“ sagði Mist en Helena skaut inn i: „Það er tísku svolítið.“ Mist hélt áfram: Lá yfir reglunum „Hún ætlar að toga í treyjuna á henni en togar í hárið á henni aðeins. Ég lá yfir reglunum af því að mér fannst þetta áhugavert. Ég var föst á því þegar ég var að lýsa að þetta er bara rautt,“ sagði Mist. „Þetta er ekki fólskulegt. Þetta er meira það sem kallast skeytingarlaust. Hún er ekki að reyna að meiða og síðasta manneskjan væri þá fyrri liðsfélagi hennar Linda Líf,“ sagði Mist. „Ef þetta er skeytingarlaust þá er það þegar þú ert ekki að pæla í hugsanlegum afleiðingum og þá áttu að fá áminningu. Svo er það heiftarlegt brot ef þú ert að beita óþarfa afli og ógna öryggi hans og þá á að reka út af,“ sagði Mist en viðurkenndi þó að það mætti alveg fabúlera með þetta fram og til baka. Ekki viljandi hártog „Ég er alveg hundrað prósent á því að þetta er ekki viljandi hártog hjá Sóleyju Maríu. Ég skil alveg að dómarinn hafi lyft rauðu þó að það sé kannski hart,“ sagði Mist. Svo er það spurning um leikbannið og hvort það verður meira en einn leikur. Elaina Carmen, markvörður Fram, fékk tveggja leikja bann fyrir hártog sem hún slapp með, í einmitt leik á móti Þrótti. Verður Sóley María þá dæmd í tveggja leikja bann líka eða sleppur hún með einn leik? Það má horfa á alla umræðuna um brotin, hártogið og rauða spjaldið hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
„Svona er lífið stundum. Það er erfitt að vera dómari,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Hún og sérfræðingarnir ræddu tvö brot á leikmönnum Víkings sem Skurdal dæmdi ekki á og Víkingar voru mjög ósáttir með. Falleg stund Mist Rúnarsdóttir hrósaði samt Þrótturum fyrir tvennt. Bæði aðstoðaði sjúkraþjálfari þeirra leikmann Víkings þegar það voru tveir Víkingar meiddir á sama tíma eftir fyrrnefnd brot og svo biðu Þróttarar eftir því að þessir tveir leikmenn kæmu aftur inn á völlinn svo að Víkingur væri ekki níu á móti ellefu. „Þetta var svona falleg stund,“ sagði Mist. Þróttur endaði leikinn samt tíu á móti ellefu. Skurdal lyfti rauða spjaldinu strax þegar hún sá Þróttarann Sóley María Steinarsdóttir rífa í hárið á Víkingnum Lindu Líf Boama. Mist varði hins vegar hártog Þróttarakonunnar og segir að hún hefði átt frekar að fá bara gult spjald. Klippa: Ræddu brot, hártog og rautt spjald í leik Þróttar og Víkings „Maður er svolítið fastur í þeirri pælingu að hártog sé beint rautt en,“ sagði Mist en Helena skaut inn i: „Það er tísku svolítið.“ Mist hélt áfram: Lá yfir reglunum „Hún ætlar að toga í treyjuna á henni en togar í hárið á henni aðeins. Ég lá yfir reglunum af því að mér fannst þetta áhugavert. Ég var föst á því þegar ég var að lýsa að þetta er bara rautt,“ sagði Mist. „Þetta er ekki fólskulegt. Þetta er meira það sem kallast skeytingarlaust. Hún er ekki að reyna að meiða og síðasta manneskjan væri þá fyrri liðsfélagi hennar Linda Líf,“ sagði Mist. „Ef þetta er skeytingarlaust þá er það þegar þú ert ekki að pæla í hugsanlegum afleiðingum og þá áttu að fá áminningu. Svo er það heiftarlegt brot ef þú ert að beita óþarfa afli og ógna öryggi hans og þá á að reka út af,“ sagði Mist en viðurkenndi þó að það mætti alveg fabúlera með þetta fram og til baka. Ekki viljandi hártog „Ég er alveg hundrað prósent á því að þetta er ekki viljandi hártog hjá Sóleyju Maríu. Ég skil alveg að dómarinn hafi lyft rauðu þó að það sé kannski hart,“ sagði Mist. Svo er það spurning um leikbannið og hvort það verður meira en einn leikur. Elaina Carmen, markvörður Fram, fékk tveggja leikja bann fyrir hártog sem hún slapp með, í einmitt leik á móti Þrótti. Verður Sóley María þá dæmd í tveggja leikja bann líka eða sleppur hún með einn leik? Það má horfa á alla umræðuna um brotin, hártogið og rauða spjaldið hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Bestu mörkin Þróttur Reykjavík Víkingur Reykjavík Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki