„Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Aron Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2025 08:33 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur á skömmum tíma þurft að kynna leikmenn liðsins fyrir þeim nýja leikstíl sem hann vill að liðið spili eftir. Alvaran er handan við hornið. Vísir/Getty Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, getur vart beðið eftir fyrsta heimaleik sínum með liðið í undankeppni HM í næsta mánuði. Hann tekur undir orð fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands sem sagði nálgun Arnars í byrjun helst til of bratta. Í viðtali við íþróttadeild Sýnar á dögunum sagði Heimir Hallgrímsson, núverandi landsliðsþjálfari Írlands, sem kom Íslandi á HM á sínum tíma, að hann teldi Arnar hafi farið of bratt í upphafi sinnar landsliðsþjálfaratíðar en Arnar fór á fullt í að breyta leikstíl liðsins og spilaði á mörgum leikmönnum, hátt upp í þrjátíu talsins í fyrstu fjórum leikjum sínum. „Þetta er alveg hárrétt hjá Heimi og í raun mætti bæta við þetta og segja að þetta hafi verið óðs manns æði, að fara svona bratt í þetta,“ segir Arnar við íþróttadeild Sýnar. „En ég taldi þetta vera einu leiðina til að gera þetta. Að kynna þeim fimm ára hugmyndir í nokkurra daga glugga, skella þeim bara á borðið.“ Ástæðan hafi snúið að því að gefa mönnum tækifæri. „Var það slæmt fyrir mig upp á að ná í verri úrslit? Að sjálfsögðu. En er það gott fyrir framtíð íslensks fótbolta að margir hafa prófað mitt kerfi og lært inn á það? Það tel ég.“ Allir verði að vera til taks Úrslitin hafa ekki verið góð en það hafa verið framfarir í spilamennsku liðsins að mati Arnars. „Við erum að þróa nýjan leikstíl sem mér finnst hafa gengið mjög vel. Við erum búnir að prófa marga leikmenn, einhverja tuttugu og sex eða sjö leikmenn sem er væntanlega ekki tala sem við munum nota í haust í undankeppni HM. Þar horfum við á fjórtán til sextán leikmanna kjarna sem mun spila mikið. En það þýðir hins vegar að allir þessir sem hafa spilað og kynnst kerfinu verða að vera til taks og klárir þegar kallið kemur. Gluggarnir hafa verið mjög fínir en það hefur verið langt á milli þeirra, mikill spenningur og ég get varla beðið eftir því að fá minn fyrsta heimaleik fyrir framan vonandi troðfullan Laugardalsvöll. Það verður eftirminnileg upplifun.“ Arnar gerði Orra Stein Óskarsson fljótt að fyrirliða landsliðsins EPA-EFE/Marcial Guillen Góðir möguleikar fyrir hendi Alvaran tekur við hjá Arnari með íslenska landsliðinu þegar undankeppni HM hefst í næsta mánuði en þar er Ísland í riðli með Frakklandi, Úkraínu og Aserbaísjan. „Ég sagði við strákana að þeir væru núna búnir að fá fjóra leiki til þess að læra inn á mig og ég á þá en núna byrjar alvaran. Og við eigum allir að tala í sama kór af því leiti að við ætlum að stefna á HM. Er það raunhæft eða ekki, líklega í gegnum umspilið frekar en með því að vera í efsta sæti riðilsins og fyrir ofan Frakkana en það gefur okkur vissa von að spila sterka heimaleiki hér við Frakka og Úkraínu í október og vonandi fylgja eftir góðum fyrsta glugga. Það eru að mínu mati, og okkar allra, góðir möguleikar á því að komast upp úr þessum riðli og þangað eigum við að stefna.“ Fullt af jákvæðum hlutum Og Arnar hefur verið að sjá jákvæða hluti tengda landsliðsmönnum Íslands. „Það eru margir leikmenn búnir að skipta um lið, margir búnir að taka skref upp á við. Ísak Bergmann er til að mynda kominn í eina af topp fimm deildunum, Logi Tómasar til Tyrklands og svo mætti áfram telja. Albert virðist vera að fá stóra rullu í Fiorentina, Orri virðist vera orðinn aðal framherji Real Sociedad. Það er fullt af jákvæðum hlutum að gerast og eins og staðan er núna virðast allir vera heilir. Ég bið mjög sterkt að það haldist því við þurfum á öllum okkar sterkustu leikmönnum að halda til að eiga enn betri möguleika.“ Albert Guðmundsson mun spila með Fiorentina á komandi tímabiliVísir/NTB Þrátt fyrir að hafa stýrt Íslandi í fjórum leikjum á Arnar enn eftir að stýra liðinu hér heima á Laugardalsvelli, þessi fyrrverandi landsliðsmaður, getur hreinlega ekki beðið eftir þeirri stund. „Gluggarnir hafa verið mjög fínir en það hefur verið langt á milli þeirra, mikill spenningur og ég get varla beðið eftir því að fá minn fyrsta heimaleik fyrir framan vonandi troðfullan Laugardalsvöll. Það verður eftirminnileg upplifun.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fleiri fréttir Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Sjá meira
Í viðtali við íþróttadeild Sýnar á dögunum sagði Heimir Hallgrímsson, núverandi landsliðsþjálfari Írlands, sem kom Íslandi á HM á sínum tíma, að hann teldi Arnar hafi farið of bratt í upphafi sinnar landsliðsþjálfaratíðar en Arnar fór á fullt í að breyta leikstíl liðsins og spilaði á mörgum leikmönnum, hátt upp í þrjátíu talsins í fyrstu fjórum leikjum sínum. „Þetta er alveg hárrétt hjá Heimi og í raun mætti bæta við þetta og segja að þetta hafi verið óðs manns æði, að fara svona bratt í þetta,“ segir Arnar við íþróttadeild Sýnar. „En ég taldi þetta vera einu leiðina til að gera þetta. Að kynna þeim fimm ára hugmyndir í nokkurra daga glugga, skella þeim bara á borðið.“ Ástæðan hafi snúið að því að gefa mönnum tækifæri. „Var það slæmt fyrir mig upp á að ná í verri úrslit? Að sjálfsögðu. En er það gott fyrir framtíð íslensks fótbolta að margir hafa prófað mitt kerfi og lært inn á það? Það tel ég.“ Allir verði að vera til taks Úrslitin hafa ekki verið góð en það hafa verið framfarir í spilamennsku liðsins að mati Arnars. „Við erum að þróa nýjan leikstíl sem mér finnst hafa gengið mjög vel. Við erum búnir að prófa marga leikmenn, einhverja tuttugu og sex eða sjö leikmenn sem er væntanlega ekki tala sem við munum nota í haust í undankeppni HM. Þar horfum við á fjórtán til sextán leikmanna kjarna sem mun spila mikið. En það þýðir hins vegar að allir þessir sem hafa spilað og kynnst kerfinu verða að vera til taks og klárir þegar kallið kemur. Gluggarnir hafa verið mjög fínir en það hefur verið langt á milli þeirra, mikill spenningur og ég get varla beðið eftir því að fá minn fyrsta heimaleik fyrir framan vonandi troðfullan Laugardalsvöll. Það verður eftirminnileg upplifun.“ Arnar gerði Orra Stein Óskarsson fljótt að fyrirliða landsliðsins EPA-EFE/Marcial Guillen Góðir möguleikar fyrir hendi Alvaran tekur við hjá Arnari með íslenska landsliðinu þegar undankeppni HM hefst í næsta mánuði en þar er Ísland í riðli með Frakklandi, Úkraínu og Aserbaísjan. „Ég sagði við strákana að þeir væru núna búnir að fá fjóra leiki til þess að læra inn á mig og ég á þá en núna byrjar alvaran. Og við eigum allir að tala í sama kór af því leiti að við ætlum að stefna á HM. Er það raunhæft eða ekki, líklega í gegnum umspilið frekar en með því að vera í efsta sæti riðilsins og fyrir ofan Frakkana en það gefur okkur vissa von að spila sterka heimaleiki hér við Frakka og Úkraínu í október og vonandi fylgja eftir góðum fyrsta glugga. Það eru að mínu mati, og okkar allra, góðir möguleikar á því að komast upp úr þessum riðli og þangað eigum við að stefna.“ Fullt af jákvæðum hlutum Og Arnar hefur verið að sjá jákvæða hluti tengda landsliðsmönnum Íslands. „Það eru margir leikmenn búnir að skipta um lið, margir búnir að taka skref upp á við. Ísak Bergmann er til að mynda kominn í eina af topp fimm deildunum, Logi Tómasar til Tyrklands og svo mætti áfram telja. Albert virðist vera að fá stóra rullu í Fiorentina, Orri virðist vera orðinn aðal framherji Real Sociedad. Það er fullt af jákvæðum hlutum að gerast og eins og staðan er núna virðast allir vera heilir. Ég bið mjög sterkt að það haldist því við þurfum á öllum okkar sterkustu leikmönnum að halda til að eiga enn betri möguleika.“ Albert Guðmundsson mun spila með Fiorentina á komandi tímabiliVísir/NTB Þrátt fyrir að hafa stýrt Íslandi í fjórum leikjum á Arnar enn eftir að stýra liðinu hér heima á Laugardalsvelli, þessi fyrrverandi landsliðsmaður, getur hreinlega ekki beðið eftir þeirri stund. „Gluggarnir hafa verið mjög fínir en það hefur verið langt á milli þeirra, mikill spenningur og ég get varla beðið eftir því að fá minn fyrsta heimaleik fyrir framan vonandi troðfullan Laugardalsvöll. Það verður eftirminnileg upplifun.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fleiri fréttir Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Sjá meira