„Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2025 22:48 Kári Kristján Kristjánsson og Rúnar Kárason voru sigursælir saman hjá ÍBV en Rúnar fór svo heim til Fram sumarið 2023. vísir/Hulda Margrét Rúnar Kárason hvetur stjórnendur hjá ÍBV til þess að viðurkenna mistök og biðja Kára Kristján Kristjánsson afsökunar vegna þess hvernig komið var fram við hann eftir að samningur hans við félagið rann út í sumar. Kári fór yfir það í löngu máli í hlaðvarpsþættinum Handkastið fyrir helgi hvernig nú væri svo komið að hann hygðist aldrei aftur ætla að spila í handboltabúningi ÍBV, eftir að hafa verið fyrirliði og leikjahæsti leikmaður liðsins. Ástæðan er framkoma forsvarsmanna handknattleiksdeildar ÍBV í garð Kára í viðræðum um mögulegan nýjan samning. Nefndi Kári til að mynda að menn hefðu hreinlega gert ráð fyrir því að vegna veikinda myndi hann ekki geta snúið aftur á völlinn, án þess að hann væri sjálfur spurður út í það. Þá hafi munnlegt samkomulag um að hann yrði spilandi aðstoðarþjálfari orðið að engu, án þess að menn virtust treysta sér til að segja Kára það hreint út og liðu að hans sögn tveir mánuðir í sumar án þess að rætt væri við hann, áður en loks kom í ljós að ekki stæði til að gera við Kára samning. Þá kom Kári inn á það að þegar hann missti móður sína úr krabbameini í vor hefði honum, fyrirliða ÍBV, ekki borist svo mikið sem samúðarskeyti frá félaginu sem hann þó hefði þjónað um árabil. Kári og Rúnar urðu meðal annars Íslandsmeistarar saman hjá ÍBV og léku einnig saman með íslenska landsliðinu. Rúnar segir frá því í færslu á Facebook hve vonsvikinn hann sé vegna viðskilnaðs Kára við ÍBV og lýsir málinu sem fjölskylduharmleik. „Nú á ég ekkert með það að gera að segja íþróttafélögum hvernig þau eiga að reka sig og ÍBV ber engin skylda til að semja við hann Kára vin minn. En mér finnst persónulega skipta máli að ef ákvörðunin er að láta leiðir skilja af hálfu félagsins, þá á bara að segja það, augnliti til augnlitis sama hversu erfitt eða óþægilegt það samtal er,“ skrifar Rúnar og heldur áfram: „Mér finnst það morgunljóst að Kári er sá handknattleiksmaður sem kemur frá Eyjum sem hefur náð hvað lengst, er stærsti prófíll handboltans frá Eyjum og ofan á það hefur hann unnið fyrir ÍBV af heilindum í fjölda mörg ár. Langt umfram laun eða starfslýsingar. Ég upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik og það er erfitt og leiðinlegt að fylgjast með því.“ Þá bindur Rúnar vonir við það að farsæl lausn fáist í málinu en í stuttri yfirlýsingu frá handknattleiksdeild ÍBV á föstudaginn sagði að tvær hliðar væru á öllum málum og að Kára væri þakkað fyrir sitt framlag. „Ég vona að hér verði mistök viðurkennd og ég vona að Kári fái afsökunarbeiðni á því hvernig samstarfinu lauk því hann á það skilið,“ skrifar Rúnar og bætir við: „Ég vona svo auðvitað líka að sjá hann Kára með merki bandalagsins á brjóstinu og hann beri það stoltur, hvort sem það sé sem foreldri, þjálfari, stuðningsmaður eða leikmaður. Ég hef einhvern veginn alltaf séð fyrir mér að mæta í stórt partý til Eyja þegar hann Kári myndi hætta að spila, þar yrði fyrri titlum og frábærum stundum hampað og treyja númer 46 dregin upp í rjáfur. Mér finnst Kári vera þannig leikmaður og mér finnst ÍBV vera þannig félag.“ Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 1. júní 2023 09:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Kári fór yfir það í löngu máli í hlaðvarpsþættinum Handkastið fyrir helgi hvernig nú væri svo komið að hann hygðist aldrei aftur ætla að spila í handboltabúningi ÍBV, eftir að hafa verið fyrirliði og leikjahæsti leikmaður liðsins. Ástæðan er framkoma forsvarsmanna handknattleiksdeildar ÍBV í garð Kára í viðræðum um mögulegan nýjan samning. Nefndi Kári til að mynda að menn hefðu hreinlega gert ráð fyrir því að vegna veikinda myndi hann ekki geta snúið aftur á völlinn, án þess að hann væri sjálfur spurður út í það. Þá hafi munnlegt samkomulag um að hann yrði spilandi aðstoðarþjálfari orðið að engu, án þess að menn virtust treysta sér til að segja Kára það hreint út og liðu að hans sögn tveir mánuðir í sumar án þess að rætt væri við hann, áður en loks kom í ljós að ekki stæði til að gera við Kára samning. Þá kom Kári inn á það að þegar hann missti móður sína úr krabbameini í vor hefði honum, fyrirliða ÍBV, ekki borist svo mikið sem samúðarskeyti frá félaginu sem hann þó hefði þjónað um árabil. Kári og Rúnar urðu meðal annars Íslandsmeistarar saman hjá ÍBV og léku einnig saman með íslenska landsliðinu. Rúnar segir frá því í færslu á Facebook hve vonsvikinn hann sé vegna viðskilnaðs Kára við ÍBV og lýsir málinu sem fjölskylduharmleik. „Nú á ég ekkert með það að gera að segja íþróttafélögum hvernig þau eiga að reka sig og ÍBV ber engin skylda til að semja við hann Kára vin minn. En mér finnst persónulega skipta máli að ef ákvörðunin er að láta leiðir skilja af hálfu félagsins, þá á bara að segja það, augnliti til augnlitis sama hversu erfitt eða óþægilegt það samtal er,“ skrifar Rúnar og heldur áfram: „Mér finnst það morgunljóst að Kári er sá handknattleiksmaður sem kemur frá Eyjum sem hefur náð hvað lengst, er stærsti prófíll handboltans frá Eyjum og ofan á það hefur hann unnið fyrir ÍBV af heilindum í fjölda mörg ár. Langt umfram laun eða starfslýsingar. Ég upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik og það er erfitt og leiðinlegt að fylgjast með því.“ Þá bindur Rúnar vonir við það að farsæl lausn fáist í málinu en í stuttri yfirlýsingu frá handknattleiksdeild ÍBV á föstudaginn sagði að tvær hliðar væru á öllum málum og að Kára væri þakkað fyrir sitt framlag. „Ég vona að hér verði mistök viðurkennd og ég vona að Kári fái afsökunarbeiðni á því hvernig samstarfinu lauk því hann á það skilið,“ skrifar Rúnar og bætir við: „Ég vona svo auðvitað líka að sjá hann Kára með merki bandalagsins á brjóstinu og hann beri það stoltur, hvort sem það sé sem foreldri, þjálfari, stuðningsmaður eða leikmaður. Ég hef einhvern veginn alltaf séð fyrir mér að mæta í stórt partý til Eyja þegar hann Kári myndi hætta að spila, þar yrði fyrri titlum og frábærum stundum hampað og treyja númer 46 dregin upp í rjáfur. Mér finnst Kári vera þannig leikmaður og mér finnst ÍBV vera þannig félag.“
Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 1. júní 2023 09:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Kári um Rúnar Kára: Ein bestu kaup ÍBV í handbolta og fótbolta fyrr og síðar Rúnar Kárason og Kári Kristján Kristjánsson voru báðir mættir til strákanna í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þar sem Eyjamenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. 1. júní 2023 09:30
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn