Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. ágúst 2025 17:02 Óttar Kolbeinsson er ekki par sáttur með afmæliskveðjur á ensku. Hann vill hafa þær á íslensku. Vísir/Vilhelm/Getty Óttar Kolbeinsson Proppé, verkefnastjóri hjá Almannarómi og fyrrverandi fréttamaður, þakkar vinum sínum fyrir afmæliskveðjurnar í tilefni 27 ára afmælis hans í síðustu viku en skammar um leið þá vini sína sem sendu honum kveðju á ensku. „Thank you all for the birthday wishes! vill Facebook eflaust að ég segi við ykkur en hér koma síðbúnar þakkir fyrir afmæliskveðjurnar í síðustu viku!“ skrifar Óttar í Facebook-færslu sem hann birti síðdegis í dag. „Ykkur sem lögðuð í þá miklu vinnu að skrifa sjálf færslu til mín á íslensku færi ég innilegri þakkir en hinum sem tókuð þegjandi og hljóðalaust við tillögum Facebook um kveðju til mín á ensku. Það gladdi mig mjög að fá tilkynningar um kveðjur frá ykkur á afmælisdaginn en pirraði mig einnig ósegjanlega þegar ég sá að þær væru á ensku!“ skrifar hann jafnframt. „Ég bið ekki um annað en örlítinn metnað“ Óttar segist hafa talið um tuttugu afmæliskveðjur á ensku frá íslenskum vinum sínum, þar á meðal „áhrifafólki í samfélaginu“. „Ég bið ekki um annað en örlítinn metnað fyrir móðurmálið, sem stendur um þessar mundir í harðri baráttu fyrir tilvist sinni. Hættum Happy birthday á Facebook,“ skrifar hann svo. Þá segir hann að 28. aldursárið hafi hafist með langvinnri flensu sem hann sé að stíga upp úr í dag. „Vonandi ekki til vitnis um það sem koma skal á þessu hættulega ári í lífi ungra karlmanna. Fall er fararheill!“ Facebook Tímamót Íslensk tunga Tengdar fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. 17. ágúst 2025 23:31 Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að tala um Frans páfa sem Pope Francis. Meirihluti þeirra sem tjá sig virðist líta á enskunotkunina sem óboðlega. Aðrir telja fjaðrafokið til marks um hneykslunargirni ákveðins hóps. 21. apríl 2025 23:26 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Sjá meira
„Thank you all for the birthday wishes! vill Facebook eflaust að ég segi við ykkur en hér koma síðbúnar þakkir fyrir afmæliskveðjurnar í síðustu viku!“ skrifar Óttar í Facebook-færslu sem hann birti síðdegis í dag. „Ykkur sem lögðuð í þá miklu vinnu að skrifa sjálf færslu til mín á íslensku færi ég innilegri þakkir en hinum sem tókuð þegjandi og hljóðalaust við tillögum Facebook um kveðju til mín á ensku. Það gladdi mig mjög að fá tilkynningar um kveðjur frá ykkur á afmælisdaginn en pirraði mig einnig ósegjanlega þegar ég sá að þær væru á ensku!“ skrifar hann jafnframt. „Ég bið ekki um annað en örlítinn metnað“ Óttar segist hafa talið um tuttugu afmæliskveðjur á ensku frá íslenskum vinum sínum, þar á meðal „áhrifafólki í samfélaginu“. „Ég bið ekki um annað en örlítinn metnað fyrir móðurmálið, sem stendur um þessar mundir í harðri baráttu fyrir tilvist sinni. Hættum Happy birthday á Facebook,“ skrifar hann svo. Þá segir hann að 28. aldursárið hafi hafist með langvinnri flensu sem hann sé að stíga upp úr í dag. „Vonandi ekki til vitnis um það sem koma skal á þessu hættulega ári í lífi ungra karlmanna. Fall er fararheill!“
Facebook Tímamót Íslensk tunga Tengdar fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. 17. ágúst 2025 23:31 Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að tala um Frans páfa sem Pope Francis. Meirihluti þeirra sem tjá sig virðist líta á enskunotkunina sem óboðlega. Aðrir telja fjaðrafokið til marks um hneykslunargirni ákveðins hóps. 21. apríl 2025 23:26 Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Sjá meira
RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, segir Ríkisútvarpið ekki bara grafa undan íslenskunni heldur einnig undan eigin tilvist með því að birta auglýsingu Sýnar. 17. ágúst 2025 23:31
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Skiptar skoðanir eru um ákvörðun Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, að tala um Frans páfa sem Pope Francis. Meirihluti þeirra sem tjá sig virðist líta á enskunotkunina sem óboðlega. Aðrir telja fjaðrafokið til marks um hneykslunargirni ákveðins hóps. 21. apríl 2025 23:26