Enski boltinn

Fram­herjunum fækkar aftur hjá Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kai Havertz er meiddur og hné og gæti verið frá í einhvern tíma.
Kai Havertz er meiddur og hné og gæti verið frá í einhvern tíma. Getty/Stuart MacFarlane

Þýski framherjinn Kai Havertz missti af stórum hluta síðasta tímabils og nú lítur út fyrir að Arsenal verði aftur án hans á næstunni.

Havertz er meiddur á hné en hann var ekki með á æfingu Arsenal í dag. Það er ekki enn vitað hversu alvarleg þessi hnémeiðsli eru.

Havertz kom inn á sem varamaður í fyrstu umferðinni á móti Manchester United og spilaði síðustu þrjátíu mínútur leiksins. Enginn framherji Arsenal skoraði í leiknum sem Arsenal vann 1-0 á sigurmarki varnarmannsins Riccardo Calafiori.

Havertz er enn bólginn á hnénu og því þarf að bíða með að gera frekari rannsóknir á meiðslunum áður en alvarleiki þeirra kemur í ljós.

Havertz missti af lokakafla síðasta tímabils eftir tognun aftan í læri. Þau meiðsli komu upp í æfingaferð til Dúbaí í febrúar.

Arsenal er þunnskipað í framlínunni því Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus fór í hnéaðgerð í janúar.

Mikel Arteta keypti loksins framherja á dögunum þegar Arsemal sótti Viktor Gyökeres til Sporting í Portúgal.

Franski stjórinn verður því að treysta á Gyökeres á næstunni en hann gæti einnig prófað að nota Leandro Trossard eða Gabriel Martinelli í stöðu fremsta manns.

Þessi meiðsli gætu hins vegar kallað á önnur framherjakaup áður en félagsskiptaglugginn lokar um komandi mánaðamót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×