Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 07:01 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vildi fá skjóta afgreiðslu í kærumálinu mikla en varð heldur betur ekki að þeirri ósk sinni. Getty/ Richard Pelham Enska úrvalsdeildin höfðaði mál gegn Manchester City fyrir meira en tveimur árum síðan en enn er ekkert að frétta af niðurstöðunum. Það er því ekkert skrýtið að margir séu hreinlega búnir að gleyma því að málið sé enn í gangi. Breska ríkisútvarpið fór stuttlega yfir stöðuna í þessu risastóra en óljósa máli sem er allt afgreitt á bak við tjöldin. Manchester City var kært fyrir að minnsta kosti 115 brot á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar en einhverjar vangaveltur hafa verið uppi um að kærurnar séu jafnvel enn fleiri. Þessi meintu brot voru framin á árunum 2009 til 2018 eða á þeim tíma sem Manchester City var að breytast í eitt stærsta knattspyrnufélag Evrópu. With the hearing into Man City's 115 charges set for next month, some of their fans are really putting in the hard yards... pic.twitter.com/luyZc3EBGD— Paddy Power (@paddypower) August 13, 2024 Enska úrvalsdeildin höfðaði málið í febrúar 2023. Aðeins nokkrum mánuðum seinna kallaði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, eftir skjótri niðurstöðu og sagðist ekki skilja af hverju væri ekki hægt að afgreiða þetta hraðar. Hann hefur þurft að bíða miklu lengur. Síðan eru liðnir meira en 24 mánuðir og enn er ekkert að frétta. Þrjár ástæður gefnar upp Lögfræðisveit City mætti af miklum krafti inn í málið en það var þekkt á sínum tíma þegar þeim tókst að láta vísa frá kærum UEFA fyrir svipuð brot. Það hafa því margir trú á öflugum lögfræðingum Manchester City. Áheyrn Manchester City fór fram fyrir framan þrjá hlutlausa dómara og hófst í september 2024 en hún tók tíu vikur. BBC telur að þrjár ástæður séu fyrir því að engin niðurstaða sé komin fram ennþá. Þær eru fjöldi kæranna, hvernig þær eru samansettar og hvernig bæði enska úrvalsdeildin og Manchester City hafa háttað sínum málum. Kieran Maguire er sérfræðingur í rekstrarmálum fótboltafélaga og hann telur að fjöldi sönnunargagna í málinu nái yfir hálfa milljón. Það tekur sinn tíma að fara yfir allt saman og meta gögnin. Auk þess fékk Manchester City tækifæri til að fara yfir þau öll og verja sig. Þar voru engin vettlingatök í gangi heldur voru lögfræðingar félagsins mjög agressífir. Búist við áfrýjun hvernig sem fer Það er líka ljóst að þótt að dómurinn falli loksins þá má búast við því að annað hvort Manchester City eða enska úrvalsdeildin muni áfrýja honum. City gæti einnig krafist þetta að fá skaðabætur ef félagið vinnur málið. Aftur á móti ef enska úrvalsdeildin vinnur málið þá má búast við hörðum refsingum til handa Manchester City, sem gæti verið dæmt úr deildinni og jafnvel misst titla sem unnust á þessum árum. Hér fyrir neðan er hægt að sjá samantekt BBC og fá það sem er vitað um málið í dag. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Það er því ekkert skrýtið að margir séu hreinlega búnir að gleyma því að málið sé enn í gangi. Breska ríkisútvarpið fór stuttlega yfir stöðuna í þessu risastóra en óljósa máli sem er allt afgreitt á bak við tjöldin. Manchester City var kært fyrir að minnsta kosti 115 brot á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar en einhverjar vangaveltur hafa verið uppi um að kærurnar séu jafnvel enn fleiri. Þessi meintu brot voru framin á árunum 2009 til 2018 eða á þeim tíma sem Manchester City var að breytast í eitt stærsta knattspyrnufélag Evrópu. With the hearing into Man City's 115 charges set for next month, some of their fans are really putting in the hard yards... pic.twitter.com/luyZc3EBGD— Paddy Power (@paddypower) August 13, 2024 Enska úrvalsdeildin höfðaði málið í febrúar 2023. Aðeins nokkrum mánuðum seinna kallaði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, eftir skjótri niðurstöðu og sagðist ekki skilja af hverju væri ekki hægt að afgreiða þetta hraðar. Hann hefur þurft að bíða miklu lengur. Síðan eru liðnir meira en 24 mánuðir og enn er ekkert að frétta. Þrjár ástæður gefnar upp Lögfræðisveit City mætti af miklum krafti inn í málið en það var þekkt á sínum tíma þegar þeim tókst að láta vísa frá kærum UEFA fyrir svipuð brot. Það hafa því margir trú á öflugum lögfræðingum Manchester City. Áheyrn Manchester City fór fram fyrir framan þrjá hlutlausa dómara og hófst í september 2024 en hún tók tíu vikur. BBC telur að þrjár ástæður séu fyrir því að engin niðurstaða sé komin fram ennþá. Þær eru fjöldi kæranna, hvernig þær eru samansettar og hvernig bæði enska úrvalsdeildin og Manchester City hafa háttað sínum málum. Kieran Maguire er sérfræðingur í rekstrarmálum fótboltafélaga og hann telur að fjöldi sönnunargagna í málinu nái yfir hálfa milljón. Það tekur sinn tíma að fara yfir allt saman og meta gögnin. Auk þess fékk Manchester City tækifæri til að fara yfir þau öll og verja sig. Þar voru engin vettlingatök í gangi heldur voru lögfræðingar félagsins mjög agressífir. Búist við áfrýjun hvernig sem fer Það er líka ljóst að þótt að dómurinn falli loksins þá má búast við því að annað hvort Manchester City eða enska úrvalsdeildin muni áfrýja honum. City gæti einnig krafist þetta að fá skaðabætur ef félagið vinnur málið. Aftur á móti ef enska úrvalsdeildin vinnur málið þá má búast við hörðum refsingum til handa Manchester City, sem gæti verið dæmt úr deildinni og jafnvel misst titla sem unnust á þessum árum. Hér fyrir neðan er hægt að sjá samantekt BBC og fá það sem er vitað um málið í dag. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira