Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2025 22:00 Bjarki Gunnlaugsson er á því að Alexander Isak verði fljótlega orðinn leikmaður Liverpool. Einn fremsti umboðsmaður Íslands er nokkuð viss um það að Alexander Isak verði orðinn leikmaður Liverpool áður en leikmannaglugganum lokar um mánaðamótin. Bjarki Gunnlaugsson mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi mál sænska framherjans. Svíinn vill komast frá Newcastle og til Liverpool. Isak neitar að æfa og hefur ekkert verið í kringum Newcastle liðið síðustu vikur. Newcastle hefur hafnað 110 milljón punda tilboði Liverpool í leikmanninn en það er búist við öðru tilboði. Newcastle er ekki fórnarlamb „Þetta er fyrst og fremst leikmaðurinn sem er að standa sig vel og ég held að það sé ofaukið í þessu að Newcastle sé eitthvað fórnarlamb. Þeir keyptu leikmanninn á 75 milljónir punda og eiga nú möguleika á því að nær tvöfalda þá fjárfestingu,“ sagði Bjarki. „Newcastle er stór klúbbur en Liverpool er stærri. Ég held að við getum alveg sagt það án þess að meiða nokkurn mann. Hvort sem það eru fótboltamenn eða fólk í öðrum störfum þá vill maður alltaf ná sem lengst. Þarna er möguleiki fyrir hann að fara til Liverpool,“ sagði Bjarki. „Það eru miklar tilfinningar í gangi á báðum endum. Newcastle er stór klúbbur, komnir í Meistaradeildina og vilja halda sér þar. Þeir eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja en eru með leikmann sem vill fara,“ sagði Bjarki. „Starf umboðsmannsins í þessu er fyrst og fremst að passa upp á hagsmuni leikmannsins. Hann vill líka passa upp á að vera í sambandi við Newcastle áfram. Best er ef allir þrír aðilar eru vinir eftirá,“ sagði Bjarki. Er ekki staðan erfið þegar leikmaðurinn vill fara og hausinn því farinn? Þetta er ákveðin pólítík „Jú hún er ómöguleg fyrir Newcastle. Þeir eru samt ekki fórnarlömb í þessu. Þetta er ákveðin pólítík. Þeir verða að sýna ákveðin styrk gagnvart sínum aðdáendum og að það sé ekki vaðið yfir þá. Alex Ferguson sagði fyrir nokkrum árum síðan að þetta væri bara lítill klúbbur fyrir norðan. Þeir eru það ekki lengur og eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja,“ sagði Bjarki. „Þetta er fyrst og fremst einhver pólítík gagnvart aðdáendum, að það sé ekki verið að vaða yfir þá og það sé verið að veikja liðið. Þeir eru örugglega alveg sveittir við að leita að styrkingu líka fram á við,“ sagði Bjarki. Næst á dagskrá hjá félögunum tveimur er innbyrðis leikur þeirra á St James´s Park í Newcastle á mánudagskvöldið og Bjarki er á því að sá leikur muni marka ákveðin tímamót í þessu máli. „Þessi lið eiga að spila á mánudaginn og ég býst við því að þetta leysist eftir það. Að þeir fái sinn pening,“ sagði Bjarki. Fer ekki í þetta stríð án stuðnings frá Liverpool „Þetta er komið það langt einhvern veginn og ég held að ákveðinn hluti af þessu leikriti sé þannig að Alexander Isak sé ekki að fara í þetta stríð nema að vera með eitthvað back-up frá Liverpool. Þeir láta hann ekki standa einan og svo gerist ekki neitt,“ sagði Bjarki. „Það kæmi mér verulega á óvart ef það myndi gerast,“ sagði Bjarki. Verður Isak ekki fengur fyrir Liverpool? „Jú þetta er alveg heimsklassa sóknarmaður en þeir eru með heimsklassalið fyrir. Þeir eru að spila ákveðna tegund af fótbolta og eru með hörkuleikmenn. Það þarf því að búa til pláss fyrir svona leikmann,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Bjarki Gunnlaugsson mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi mál sænska framherjans. Svíinn vill komast frá Newcastle og til Liverpool. Isak neitar að æfa og hefur ekkert verið í kringum Newcastle liðið síðustu vikur. Newcastle hefur hafnað 110 milljón punda tilboði Liverpool í leikmanninn en það er búist við öðru tilboði. Newcastle er ekki fórnarlamb „Þetta er fyrst og fremst leikmaðurinn sem er að standa sig vel og ég held að það sé ofaukið í þessu að Newcastle sé eitthvað fórnarlamb. Þeir keyptu leikmanninn á 75 milljónir punda og eiga nú möguleika á því að nær tvöfalda þá fjárfestingu,“ sagði Bjarki. „Newcastle er stór klúbbur en Liverpool er stærri. Ég held að við getum alveg sagt það án þess að meiða nokkurn mann. Hvort sem það eru fótboltamenn eða fólk í öðrum störfum þá vill maður alltaf ná sem lengst. Þarna er möguleiki fyrir hann að fara til Liverpool,“ sagði Bjarki. „Það eru miklar tilfinningar í gangi á báðum endum. Newcastle er stór klúbbur, komnir í Meistaradeildina og vilja halda sér þar. Þeir eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja en eru með leikmann sem vill fara,“ sagði Bjarki. „Starf umboðsmannsins í þessu er fyrst og fremst að passa upp á hagsmuni leikmannsins. Hann vill líka passa upp á að vera í sambandi við Newcastle áfram. Best er ef allir þrír aðilar eru vinir eftirá,“ sagði Bjarki. Er ekki staðan erfið þegar leikmaðurinn vill fara og hausinn því farinn? Þetta er ákveðin pólítík „Jú hún er ómöguleg fyrir Newcastle. Þeir eru samt ekki fórnarlömb í þessu. Þetta er ákveðin pólítík. Þeir verða að sýna ákveðin styrk gagnvart sínum aðdáendum og að það sé ekki vaðið yfir þá. Alex Ferguson sagði fyrir nokkrum árum síðan að þetta væri bara lítill klúbbur fyrir norðan. Þeir eru það ekki lengur og eru með ríka eigendur og þurfa ekki að selja,“ sagði Bjarki. „Þetta er fyrst og fremst einhver pólítík gagnvart aðdáendum, að það sé ekki verið að vaða yfir þá og það sé verið að veikja liðið. Þeir eru örugglega alveg sveittir við að leita að styrkingu líka fram á við,“ sagði Bjarki. Næst á dagskrá hjá félögunum tveimur er innbyrðis leikur þeirra á St James´s Park í Newcastle á mánudagskvöldið og Bjarki er á því að sá leikur muni marka ákveðin tímamót í þessu máli. „Þessi lið eiga að spila á mánudaginn og ég býst við því að þetta leysist eftir það. Að þeir fái sinn pening,“ sagði Bjarki. Fer ekki í þetta stríð án stuðnings frá Liverpool „Þetta er komið það langt einhvern veginn og ég held að ákveðinn hluti af þessu leikriti sé þannig að Alexander Isak sé ekki að fara í þetta stríð nema að vera með eitthvað back-up frá Liverpool. Þeir láta hann ekki standa einan og svo gerist ekki neitt,“ sagði Bjarki. „Það kæmi mér verulega á óvart ef það myndi gerast,“ sagði Bjarki. Verður Isak ekki fengur fyrir Liverpool? „Jú þetta er alveg heimsklassa sóknarmaður en þeir eru með heimsklassalið fyrir. Þeir eru að spila ákveðna tegund af fótbolta og eru með hörkuleikmenn. Það þarf því að búa til pláss fyrir svona leikmann,“ sagði Bjarki. Það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira