Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2025 09:28 Will Smith kemur næst fram í Lundúnum og Wolverhampton áður en hann heldur til Parísar. Hann hefur verið sakaður um að eiga við myndefni af tónleikum sínum. Youtube/EPA Will Smith hefur verið sakaður um að nota gervigreind til að fjölga aðdáendum sínum í nýju myndbandi af yfirstandandi tónleikaferðalagi hans. Rapparinn og leikarinn er um þessar mundir staddur á tónleikaferðalagi um heiminn vegna nýútkominna plötu hans Based On A True Story, hans fyrstu í tuttugu ár, sem kom út í mars. Fyrir Bretlandshluta ferðalagsins birti Smith myndband á Instagram, Facebook og Youtube af hápunktum túrsins til þessa. Þar má sjá pakkaðar hallir á tónleikum hans og aðdáendur að fagna rapparanum með skiltum eða köllum þegar hann birtist á sviðinu. „Uppáhalds hluti tónleikaferðalagsins fyrir mig er að sjá ykkur svona nálægt. Takk fyrir að koma að sjá mig líka,“ skrifaði hann við færsluna. Hins vegar hefur Smith verið gagnrýndur af netverjum vegna þess að myndbandið virðist innihalda gervigreind. Í nokkrum skotum má sjá tónleikagesti, sem eru margir hverjir grátandi, með óskýr eða afmynduð andlit meðan aðrir virðast vera með undarlegar hendur og aukafingur. Annað skot sýnir mann með skilti sem á stendur „,You Can Make It' hjálpaði mér að sigrast á krabbameini. TKK Will“ en hann heldur bæði utan um skiltið og hönd konunnar fyrir framan sig. Armband þeirrar konu er síðan líka hárband annarrar konu sem stendur fyrir aftan hana. Þá má sjá fjölda afmyndaðra andlita í víðskotum af áhorfendaskaranum sem minna á fyrstu mánuði gervigreindarmyndefnis. Gervigreindarslor smýgur inn í hvern krók og kima Það getur þó verið að Smith beri ekki sjálfur ábyrgð á gervigreindarfiktinu. Tímaritið The Atlantic birti frétt í síðustu viku þar sem Youtube-arinn Rhett Shull sagðist telja Youtube nota gervigreindar-uppskölun á myndböndunum hans, þ.e.a.s. nota gervigreind til að auka upplausn þeirra. „Ég held það muni leiða til þess að fólk haldi að ég sé að nota gervigreind. Eða þau hafi verið djúpfölsuð. Eða ég sé að stytta mér leið einhvern veginn,“ sagði Shull við miðilinn. Hugsanlega hefur Youtube gert það sama við myndband Smith. Eða þá Smith og félagar hafa viljað láta áhorfendaskarann líta aðeins betur út. Það er erfitt að segja þangað til annað hvort Smith eða Youtube tjá sig um málið. Hvorugur aðilinn hefur gert það. Í öllu falli verða mörk raunveruleika og blekkingar sífellt óskýrari eftir því sem gervigreindar-slorið heldur áfram að flæða um netið. Nýlega birti Rod Stewart myndefni af tónleikum sínum þar sem mátti sjá gervigreindarsmíðaðan Ozzy Osbourne í himnaríki með öðrum tónlistarmönnum. Þá fékk gervigreindarhljómsveitin The Velvet Sundown mikla umfjöllun eftir að hún birtist skyndilega á Spotify-spilunarlistum. Margir lesendur Vogue supu sömuleiðis hveljur þegar gervigreindarfyrirsæta birtist í auglýsingu blaðsins í síðasta mánuði. Gervigreind Tónlist Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals. 26. júlí 2025 15:17 Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. 25. júlí 2025 10:58 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Sjá meira
Rapparinn og leikarinn er um þessar mundir staddur á tónleikaferðalagi um heiminn vegna nýútkominna plötu hans Based On A True Story, hans fyrstu í tuttugu ár, sem kom út í mars. Fyrir Bretlandshluta ferðalagsins birti Smith myndband á Instagram, Facebook og Youtube af hápunktum túrsins til þessa. Þar má sjá pakkaðar hallir á tónleikum hans og aðdáendur að fagna rapparanum með skiltum eða köllum þegar hann birtist á sviðinu. „Uppáhalds hluti tónleikaferðalagsins fyrir mig er að sjá ykkur svona nálægt. Takk fyrir að koma að sjá mig líka,“ skrifaði hann við færsluna. Hins vegar hefur Smith verið gagnrýndur af netverjum vegna þess að myndbandið virðist innihalda gervigreind. Í nokkrum skotum má sjá tónleikagesti, sem eru margir hverjir grátandi, með óskýr eða afmynduð andlit meðan aðrir virðast vera með undarlegar hendur og aukafingur. Annað skot sýnir mann með skilti sem á stendur „,You Can Make It' hjálpaði mér að sigrast á krabbameini. TKK Will“ en hann heldur bæði utan um skiltið og hönd konunnar fyrir framan sig. Armband þeirrar konu er síðan líka hárband annarrar konu sem stendur fyrir aftan hana. Þá má sjá fjölda afmyndaðra andlita í víðskotum af áhorfendaskaranum sem minna á fyrstu mánuði gervigreindarmyndefnis. Gervigreindarslor smýgur inn í hvern krók og kima Það getur þó verið að Smith beri ekki sjálfur ábyrgð á gervigreindarfiktinu. Tímaritið The Atlantic birti frétt í síðustu viku þar sem Youtube-arinn Rhett Shull sagðist telja Youtube nota gervigreindar-uppskölun á myndböndunum hans, þ.e.a.s. nota gervigreind til að auka upplausn þeirra. „Ég held það muni leiða til þess að fólk haldi að ég sé að nota gervigreind. Eða þau hafi verið djúpfölsuð. Eða ég sé að stytta mér leið einhvern veginn,“ sagði Shull við miðilinn. Hugsanlega hefur Youtube gert það sama við myndband Smith. Eða þá Smith og félagar hafa viljað láta áhorfendaskarann líta aðeins betur út. Það er erfitt að segja þangað til annað hvort Smith eða Youtube tjá sig um málið. Hvorugur aðilinn hefur gert það. Í öllu falli verða mörk raunveruleika og blekkingar sífellt óskýrari eftir því sem gervigreindar-slorið heldur áfram að flæða um netið. Nýlega birti Rod Stewart myndefni af tónleikum sínum þar sem mátti sjá gervigreindarsmíðaðan Ozzy Osbourne í himnaríki með öðrum tónlistarmönnum. Þá fékk gervigreindarhljómsveitin The Velvet Sundown mikla umfjöllun eftir að hún birtist skyndilega á Spotify-spilunarlistum. Margir lesendur Vogue supu sömuleiðis hveljur þegar gervigreindarfyrirsæta birtist í auglýsingu blaðsins í síðasta mánuði.
Gervigreind Tónlist Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals. 26. júlí 2025 15:17 Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. 25. júlí 2025 10:58 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Sjá meira
Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals. 26. júlí 2025 15:17
Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Stofnendur gervigreindartólsins Interlink segja körfuboltastjörnuna LeBron James hafa sigað lögfræðiteymi sínu á fyrirtæki þeirra vegna gervigreindarmyndbanda af James þar sem má sjá hann bæði óléttan og í hafmeyjulíki. 25. júlí 2025 10:58