„Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Árni Sæberg og Bjarki Sigurðsson skrifa 29. ágúst 2025 16:32 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir félagið hafa þurft að loka fiskvinnslu og segja upp fimmtíu starfsmönnum vegna hækkunar veiðigjalda upp á 850 milljónir króna á ári. Líklegt sé að til svipaðra aðgerða verði gripið víða á landsbyggðinni á næstunni. Vinnslustöðin greindi frá lokun bolfiskvinnslunni Leo Seafood og uppsögn fimmtíu starfsmanna í dag. Í tilkynningu þess efnis á vef félagsins sagði að undanfarnar vikur hafi stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar unnið að endurskoðun á rekstri fyrirtækisins í leit að hagræðingu. „Það er ekki flókið, það er bara eins og er í fréttatilkynningunni, Það er búið að leggja á okkur það sem við reiknum út að séu um 850 milljóna króna veiðigjöld, sem við þurfum að bera. Þessar 850 milljónir eru miklir peningar í augum Vinnslustöðvarinnar og við þurfum að bregðast við. Það er augljóst mál að Vinnslustöðin sjálf er skuldsett sjálf eftir kaupin á Ós og Þórunni Sveinsdóttur og við þurfum að borga okkar skuldir. Það er það sem við þurfum að gera og við þurfum að bregðast við því með því að spara og okkar niðurstaða, þegar við erum búin að reikna út alla möguleika hérna í Vestmannaeyjum, er að sá möguleiki sem gefur okkur mesta sparnaðinn er að loka Leo Seafood,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Langt í land Sigurgeir segir að með hagræðingunni sparist um 350 til 500 milljónir króna sem sparist á ári. Sé miðað við 400 milljónir standi 450 milljónir króna eftir, sem þurfi að leita annars staðar. „Við munum aldrei ná þessum 850 milljónum. Þetta er ekki flókið, þetta endar náttúrulega á fólki, saklausu fólki sem er búið að vinna hjá Leo Seafood í langan tíma og hjá fyrri eigendum þar. Harðduglegu og góðu fólki sem hefur lagt sig allt fram og þetta er hin sorglega niðurstaða.“ Stjórnendur geri sér sér grein fyrir því að eitthvað af milljónunum 850 muni lenda á Vinnslustöðinni en þeir muni auðvitað halda áfram að finna aðrar leiðir til hagræðingar. „Þetta er auðvitað bara fyrsta og stærsta aðgerðin en ég held að ég geti sagt það að í kjölfarið verða engar svona fjöldauppsagnir. En við munum skoða hvern einasta krók og hvern og hvern einasta kima í félaginu og reyna og hagræða og spara og breyta rekstri. Þetta mun alltaf á endanum hafa áhrif á starfsfólk, þetta hefur áhrif á þjónustuaðila, þetta hefur áhrif á fjárfestingar og þetta hefur áhrif á getu félagsins til framtíðar. Þannig að þetta er á allan hátt vont fyrir félagið og fyrir samfélagið í Eyjum.“ Ætluðu sér að komast í gegnum skaflinn Í fréttatilkynningu Vinnslustöðvarinnar sagði að rekstur Leo Seafood hafi verið þungur. Gríðarlegar hækkanir á launakostnaði og sterk króna hafi gert það að verkum. Sigurgeir segir að þegar félagið keypti Leo Seafood og Ós hafi það verið einlægur ásetningur stjórnenda að halda rekstrinum félaganna áfram. Þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi hafi árangur náðst og stjórnendur og starfsfólk Leo Seafood staðið sig vel. „Auðvitað vildum við komast í gegnum þennan skafl en þetta er hin sorglega niðurstaða. Við hefðum ætlað og ætluðum að halda áfram, bara svo það sé sagt.“ Kreppuástand fram undan víða á landsbyggðinni Sigurgeir velkist ekki í neinum vafa um það að uppsagnirnar muni hafa mikil áhrif á samfélagið í Vestmannaeyjum. Hann þekki það vel sjálfur eftir að Vinnslustöðin, með hann í brúnni, sagði upp miklum fjölda starfsfólks vegna rekstrarörðugleika. Eftir uppsagnirnar hafi aðeins 150 manns verið í vinnu hjá félaginu. „Fyrir þessar uppsagnir voru í vinnu hjá okkur 330 manns í Vestmannaeyjum. Ég þekkti afleiðingarnar af því þegar við sögðum upp, það var í mörg ár á eftir viðvarandi atvinnuleysi. Menn héldu ekki við húsunum sínum. Það var kreppa og kreppuástand hér í Vestmanneyjum. Það er auðvitað það sem mér finnst lang, langlíklegast að fari af stað víða á landsbyggðinni. Það er ekki bjartsýni og ekki kraftur sem fylgir aukinni skattlagningu, heldur þvert á móti. Nú þurfa menn að fara í vörnin, pakka í hana og gera það sem gera þarf. Sem er mjög óþægilegt fyrir samfélögin og fólkið í kring.“ Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Sjá meira
Vinnslustöðin greindi frá lokun bolfiskvinnslunni Leo Seafood og uppsögn fimmtíu starfsmanna í dag. Í tilkynningu þess efnis á vef félagsins sagði að undanfarnar vikur hafi stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar unnið að endurskoðun á rekstri fyrirtækisins í leit að hagræðingu. „Það er ekki flókið, það er bara eins og er í fréttatilkynningunni, Það er búið að leggja á okkur það sem við reiknum út að séu um 850 milljóna króna veiðigjöld, sem við þurfum að bera. Þessar 850 milljónir eru miklir peningar í augum Vinnslustöðvarinnar og við þurfum að bregðast við. Það er augljóst mál að Vinnslustöðin sjálf er skuldsett sjálf eftir kaupin á Ós og Þórunni Sveinsdóttur og við þurfum að borga okkar skuldir. Það er það sem við þurfum að gera og við þurfum að bregðast við því með því að spara og okkar niðurstaða, þegar við erum búin að reikna út alla möguleika hérna í Vestmannaeyjum, er að sá möguleiki sem gefur okkur mesta sparnaðinn er að loka Leo Seafood,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Langt í land Sigurgeir segir að með hagræðingunni sparist um 350 til 500 milljónir króna sem sparist á ári. Sé miðað við 400 milljónir standi 450 milljónir króna eftir, sem þurfi að leita annars staðar. „Við munum aldrei ná þessum 850 milljónum. Þetta er ekki flókið, þetta endar náttúrulega á fólki, saklausu fólki sem er búið að vinna hjá Leo Seafood í langan tíma og hjá fyrri eigendum þar. Harðduglegu og góðu fólki sem hefur lagt sig allt fram og þetta er hin sorglega niðurstaða.“ Stjórnendur geri sér sér grein fyrir því að eitthvað af milljónunum 850 muni lenda á Vinnslustöðinni en þeir muni auðvitað halda áfram að finna aðrar leiðir til hagræðingar. „Þetta er auðvitað bara fyrsta og stærsta aðgerðin en ég held að ég geti sagt það að í kjölfarið verða engar svona fjöldauppsagnir. En við munum skoða hvern einasta krók og hvern og hvern einasta kima í félaginu og reyna og hagræða og spara og breyta rekstri. Þetta mun alltaf á endanum hafa áhrif á starfsfólk, þetta hefur áhrif á þjónustuaðila, þetta hefur áhrif á fjárfestingar og þetta hefur áhrif á getu félagsins til framtíðar. Þannig að þetta er á allan hátt vont fyrir félagið og fyrir samfélagið í Eyjum.“ Ætluðu sér að komast í gegnum skaflinn Í fréttatilkynningu Vinnslustöðvarinnar sagði að rekstur Leo Seafood hafi verið þungur. Gríðarlegar hækkanir á launakostnaði og sterk króna hafi gert það að verkum. Sigurgeir segir að þegar félagið keypti Leo Seafood og Ós hafi það verið einlægur ásetningur stjórnenda að halda rekstrinum félaganna áfram. Þrátt fyrir erfitt rekstrarumhverfi hafi árangur náðst og stjórnendur og starfsfólk Leo Seafood staðið sig vel. „Auðvitað vildum við komast í gegnum þennan skafl en þetta er hin sorglega niðurstaða. Við hefðum ætlað og ætluðum að halda áfram, bara svo það sé sagt.“ Kreppuástand fram undan víða á landsbyggðinni Sigurgeir velkist ekki í neinum vafa um það að uppsagnirnar muni hafa mikil áhrif á samfélagið í Vestmannaeyjum. Hann þekki það vel sjálfur eftir að Vinnslustöðin, með hann í brúnni, sagði upp miklum fjölda starfsfólks vegna rekstrarörðugleika. Eftir uppsagnirnar hafi aðeins 150 manns verið í vinnu hjá félaginu. „Fyrir þessar uppsagnir voru í vinnu hjá okkur 330 manns í Vestmannaeyjum. Ég þekkti afleiðingarnar af því þegar við sögðum upp, það var í mörg ár á eftir viðvarandi atvinnuleysi. Menn héldu ekki við húsunum sínum. Það var kreppa og kreppuástand hér í Vestmanneyjum. Það er auðvitað það sem mér finnst lang, langlíklegast að fari af stað víða á landsbyggðinni. Það er ekki bjartsýni og ekki kraftur sem fylgir aukinni skattlagningu, heldur þvert á móti. Nú þurfa menn að fara í vörnin, pakka í hana og gera það sem gera þarf. Sem er mjög óþægilegt fyrir samfélögin og fólkið í kring.“
Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Sjá meira