„Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2025 20:32 Þorvaldur Gissurarson er forstjóri og eigandi ÞG Verks. Vísir/Lýður Valberg Verktaki segir Reykjavíkurborg verða að bregðast betur við slæmri stöðu á húsnæðismarkaði. Hann segir sig og kollega sína í verktakabransanum einnig geta litið í eigin barm. Í kvöldfréttum Sýnar í gær skoraði húsnæðismálaráðherra á verktaka að lækka verð á þeim tilbúnu íbúðum sem eru á markaði en seljast ekki. Í skýrslu HMS segir að tæpar nítján hundruð nýjar íbúðir hafi verið óseldar í júní síðastliðnum, tæplega fimmtíu prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Verktakar geti litið í eigin barm Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, eins stærsta verktakafyrirtæki landsins, segist ánægður með orð Ingu. „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu og get alveg tekið undir það að íbúðaverð hefur hækkað of mikið og of hratt á liðnum árum. Verktakarnir geta örugglega tekið eitthvað af þessu til sín og það er sjálfsagt mál að skoða það, en það eru mun stærri undirliggjandi þættir sem eru valdur af íbúðaverðshækkunum,“ segir Þorvaldur. Borgin auki öll gjöld Þorvaldur segir stærsta vandamálið vera langvarandi lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hátt vaxtastig gríðarlega mikil áhrif. „Það er síðan ekki hægt að horfa fram hjá því að það skýtur ofboðslega skökku við í þessari umræðu að á sama tíma sé Reykjavíkurborg að hækka gatnagerðargjöld um allt að níutíu prósent. Sveitarfélögin hafa öll aukið sína gjaldtöku, hvort sem það er í formi gatnagerðargjalda, innviðagjalda, byggingaréttagjalda eða að gjöldin séu nefnd öðru nafni, mun meira og mun hraðar hlutfallslega en hækkun íbúðaverðs hefur verið á liðnum árum,“ segir Þorvaldur. Tryggja þarf að það verði ekki skortur Hann fagnar einnig að Inga segist ætla að létta á regluverkinu í kringum íbúðauppbyggingu og auðvelda fólki að komast í gegnum greiðslumat. „Það skýtur mjög skökku við að fólk sem greiðir kannski 400 þúsund krónur í húsaleigu í dag fær ekki greiðslumat upp á 350 þúsund krónur. Þessu þarf öllu saman að breyta. En þegar fólki verður gert kleift að kaupa íbúð þurfa að vera íbúðir til staðar á markaðinum eða í byggingu. Þess vegna þarf að taka höndum saman og tryggja það að það verði ekki viðvarandi skortur sem leiðir mögulega af sér aftur hækkun íbúðaverðs,“ segir Þorvaldur. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggingariðnaður Tengdar fréttir Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. 23. júlí 2025 19:30 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar í gær skoraði húsnæðismálaráðherra á verktaka að lækka verð á þeim tilbúnu íbúðum sem eru á markaði en seljast ekki. Í skýrslu HMS segir að tæpar nítján hundruð nýjar íbúðir hafi verið óseldar í júní síðastliðnum, tæplega fimmtíu prósent fleiri en á sama tíma í fyrra. Verktakar geti litið í eigin barm Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, eins stærsta verktakafyrirtæki landsins, segist ánægður með orð Ingu. „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu og get alveg tekið undir það að íbúðaverð hefur hækkað of mikið og of hratt á liðnum árum. Verktakarnir geta örugglega tekið eitthvað af þessu til sín og það er sjálfsagt mál að skoða það, en það eru mun stærri undirliggjandi þættir sem eru valdur af íbúðaverðshækkunum,“ segir Þorvaldur. Borgin auki öll gjöld Þorvaldur segir stærsta vandamálið vera langvarandi lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafi hátt vaxtastig gríðarlega mikil áhrif. „Það er síðan ekki hægt að horfa fram hjá því að það skýtur ofboðslega skökku við í þessari umræðu að á sama tíma sé Reykjavíkurborg að hækka gatnagerðargjöld um allt að níutíu prósent. Sveitarfélögin hafa öll aukið sína gjaldtöku, hvort sem það er í formi gatnagerðargjalda, innviðagjalda, byggingaréttagjalda eða að gjöldin séu nefnd öðru nafni, mun meira og mun hraðar hlutfallslega en hækkun íbúðaverðs hefur verið á liðnum árum,“ segir Þorvaldur. Tryggja þarf að það verði ekki skortur Hann fagnar einnig að Inga segist ætla að létta á regluverkinu í kringum íbúðauppbyggingu og auðvelda fólki að komast í gegnum greiðslumat. „Það skýtur mjög skökku við að fólk sem greiðir kannski 400 þúsund krónur í húsaleigu í dag fær ekki greiðslumat upp á 350 þúsund krónur. Þessu þarf öllu saman að breyta. En þegar fólki verður gert kleift að kaupa íbúð þurfa að vera íbúðir til staðar á markaðinum eða í byggingu. Þess vegna þarf að taka höndum saman og tryggja það að það verði ekki viðvarandi skortur sem leiðir mögulega af sér aftur hækkun íbúðaverðs,“ segir Þorvaldur.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Byggingariðnaður Tengdar fréttir Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. 23. júlí 2025 19:30 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Kona sem vinnur á fjórum stöðum en kemst ekki í gegnum greiðslumat vegna íbúðarkaupa óttast að vera föst á leigumarkaði næstu árin. Fjármálaráðgjafar segja hana þurfa að sækja aðstoð frá öðrum vilji hún eignast íbúð. Svo sé einfaldlega dýrara að vera kona. 23. júlí 2025 19:30