Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Árni Sæberg skrifar 2. september 2025 12:36 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play gerir alvarlegar athugasemdir við orð sem formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna lét falla um félagið í morgun. Ekki sé hægt að túlka þau öðruvísi en sem rangfærslur og dylgjur í garð Play. Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun vegna málefna flugfélagsins sáluga Bláfugls. Hann líkti rekstri Bláfugls, sem var dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmönnum skaðabætur, við boðaðar breytingar á rekstri Play. Þá sagði hann ljóst að rekstur Play á Íslandi væri dauðadæmdur og að FÍA hefði áhyggjur af réttindum starfmanna félagins. „Munu þeir að lokum þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómsstólum og sitja eftir með sárt ennið ef félagið verður lýst gjaldþrota hér á landi?“ Play svarar fullum hálsi Play hefur óskað eftir því að fá að koma alvarlegum athugasemdum á framfæri vegna viðtalsins. Þar segir meðal annars að Jón Þór, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hvers félagsmenn séu langflestir starfsmenn Icelandair, hafi farið mikinn í opinberri umræðu um flugfélagið Play og látið hafa eftir sér ummæli sem ekki sé hægt túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play. „Það er mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar geri sér grein fyrir að maðurinn sem tjáir sig með þessum óábyrga og vafasama hætti er starfsmaður Icelandair, samkeppnisaðila Play, og hefur beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play. Það styttist í kjaraviðræður milli FÍA og Icelandair og formaðurinn greinilega að setja sig í stellingar fyrir þau átök.“ Margt af því sem formaðurinn hefur sagt sé ekki svara vert, en Play sjái sig þó knúið til að leiðrétta nokkur efnisatriði. Allt flug á áætlun og búist við miklum afkomubata Í fyrsta lagi eftirfarandi ummæli: „Nú er verið að selja ferðir, sem að við vitum að verða ekki flognar. Ef þeir ætla að hætta til dæmis á Ameríku, þá er búið að selja núna í ferðir sem að við vitum að verða ekki flognar.“ Hið rétta sé að Play hafi tilkynnt í byrjun júní að það myndi hætta flugi til Bandaríkjanna eftir október 2025. Áætlunin hafi verið skorin niður í samræmi við þá tilkynningu og farþegar látnir vita. Því sé búið að gera þær breytingar á leiðakerfinu sem boðaðar voru, og það flug til Bandaríkjanna sem eftir stendur í sölu til loka október sé á áætlun. „Þá er Jón Þór með spádóma um framtíð Play og því talið rétt að benda á eftirfarandi: Félagið tryggði sér nýverið 2,8 milljarða frá fjárfestum til að styðja við breytingar á viðskiptamódeli félagsins. Þetta sýnir tiltrú fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Nýja viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að fjórar vélar verða gerðar út frá Íslandi og þeim verður flogið með áhöfnum frá Íslandi og á nýgerðum íslenskum kjarasamningum. Sex vélar verða leigðar út til annarra flugrekenda í Evrópu og félaginu þannig tryggðar jafnar tekjur yfir árið sem styrkir rekstrargrundvöll félagsins til muna. Er búist við miklum afkomabata í kjölfarið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni: Jón Þór Þorvaldsson, Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), hvers félagsmenn eru langflestir starfsmenn Icelandair, hefur farið mikinn í opinberri umræðu um flugfélagið Play og látið hafa eftir sér ummæli sem ekki er hægt túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play. Það er mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar geri sér grein fyrir að maðurinn sem tjáir sig með þessum óábyrga og vafasama hætti er starfsmaður Icelandair, samkeppnisaðila Play, og hefur beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play. Það styttist í kjaraviðræður milli FÍA og Icelandair og formaðurinn greinilega að setja sig í stellingar fyrir þau átök. Margt af því sem formaðurinn hefur sagt er ekki svara vert, en Play sér sig þó knúið til að leiðrétta nokkur efnisatriði með eftirfarandi: „Nú er verið að selja ferðir, sem að við vitum að verða ekki flognar. Ef þeir ætla að hætta til dæmis á Ameríku, þá er búið að selja núna í ferðir sem að við vitum að verða ekki flognar.“ Hið rétta er að Play tilkynnti í byrjun júní að það myndi hætta flugi til Bandaríkjanna eftir október 2025. Áætlunin var skorin niður í samræmi við þá tilkynningu og farþegar látnir vita. Því er búið að gera þær breytingar á leiðakerfinu sem boðaðar voru, og það flug til Bandaríkjanna sem eftir stendur í sölu til loka október er á áætlun. Þá er Jón Þór með spádóma um framtíð Play og því talið rétt að benda á eftirfarandi: Félagið tryggði sér nýverið 2,8 milljarða frá fjárfestum til að styðja við breytingar á viðskiptamódeli félagsins. Þetta sýnir tiltrú fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Nýja viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að fjórar vélar verða gerðar út frá Íslandi og þeim verður flogið með áhöfnum frá Íslandi og á nýgerðum íslenskum kjarasamningum. Sex vélar verða leigðar út til annarra flugrekenda í Evrópu og félaginu þannig tryggðar jafnar tekjur yfir árið sem styrkir rekstrargrundvöll félagsins til muna. Er búist við miklum afkomabata í kjölfarið. Fréttir af flugi Play Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA, var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun vegna málefna flugfélagsins sáluga Bláfugls. Hann líkti rekstri Bláfugls, sem var dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmönnum skaðabætur, við boðaðar breytingar á rekstri Play. Þá sagði hann ljóst að rekstur Play á Íslandi væri dauðadæmdur og að FÍA hefði áhyggjur af réttindum starfmanna félagins. „Munu þeir að lokum þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómsstólum og sitja eftir með sárt ennið ef félagið verður lýst gjaldþrota hér á landi?“ Play svarar fullum hálsi Play hefur óskað eftir því að fá að koma alvarlegum athugasemdum á framfæri vegna viðtalsins. Þar segir meðal annars að Jón Þór, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, hvers félagsmenn séu langflestir starfsmenn Icelandair, hafi farið mikinn í opinberri umræðu um flugfélagið Play og látið hafa eftir sér ummæli sem ekki sé hægt túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play. „Það er mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar geri sér grein fyrir að maðurinn sem tjáir sig með þessum óábyrga og vafasama hætti er starfsmaður Icelandair, samkeppnisaðila Play, og hefur beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play. Það styttist í kjaraviðræður milli FÍA og Icelandair og formaðurinn greinilega að setja sig í stellingar fyrir þau átök.“ Margt af því sem formaðurinn hefur sagt sé ekki svara vert, en Play sjái sig þó knúið til að leiðrétta nokkur efnisatriði. Allt flug á áætlun og búist við miklum afkomubata Í fyrsta lagi eftirfarandi ummæli: „Nú er verið að selja ferðir, sem að við vitum að verða ekki flognar. Ef þeir ætla að hætta til dæmis á Ameríku, þá er búið að selja núna í ferðir sem að við vitum að verða ekki flognar.“ Hið rétta sé að Play hafi tilkynnt í byrjun júní að það myndi hætta flugi til Bandaríkjanna eftir október 2025. Áætlunin hafi verið skorin niður í samræmi við þá tilkynningu og farþegar látnir vita. Því sé búið að gera þær breytingar á leiðakerfinu sem boðaðar voru, og það flug til Bandaríkjanna sem eftir stendur í sölu til loka október sé á áætlun. „Þá er Jón Þór með spádóma um framtíð Play og því talið rétt að benda á eftirfarandi: Félagið tryggði sér nýverið 2,8 milljarða frá fjárfestum til að styðja við breytingar á viðskiptamódeli félagsins. Þetta sýnir tiltrú fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Nýja viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að fjórar vélar verða gerðar út frá Íslandi og þeim verður flogið með áhöfnum frá Íslandi og á nýgerðum íslenskum kjarasamningum. Sex vélar verða leigðar út til annarra flugrekenda í Evrópu og félaginu þannig tryggðar jafnar tekjur yfir árið sem styrkir rekstrargrundvöll félagsins til muna. Er búist við miklum afkomabata í kjölfarið.“ Yfirlýsing Play í heild sinni: Jón Þór Þorvaldsson, Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), hvers félagsmenn eru langflestir starfsmenn Icelandair, hefur farið mikinn í opinberri umræðu um flugfélagið Play og látið hafa eftir sér ummæli sem ekki er hægt túlka öðruvísi en rangfærslur og dylgjur í garð Play. Það er mikilvægt að almenningur og fjölmiðlar geri sér grein fyrir að maðurinn sem tjáir sig með þessum óábyrga og vafasama hætti er starfsmaður Icelandair, samkeppnisaðila Play, og hefur beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play. Það styttist í kjaraviðræður milli FÍA og Icelandair og formaðurinn greinilega að setja sig í stellingar fyrir þau átök. Margt af því sem formaðurinn hefur sagt er ekki svara vert, en Play sér sig þó knúið til að leiðrétta nokkur efnisatriði með eftirfarandi: „Nú er verið að selja ferðir, sem að við vitum að verða ekki flognar. Ef þeir ætla að hætta til dæmis á Ameríku, þá er búið að selja núna í ferðir sem að við vitum að verða ekki flognar.“ Hið rétta er að Play tilkynnti í byrjun júní að það myndi hætta flugi til Bandaríkjanna eftir október 2025. Áætlunin var skorin niður í samræmi við þá tilkynningu og farþegar látnir vita. Því er búið að gera þær breytingar á leiðakerfinu sem boðaðar voru, og það flug til Bandaríkjanna sem eftir stendur í sölu til loka október er á áætlun. Þá er Jón Þór með spádóma um framtíð Play og því talið rétt að benda á eftirfarandi: Félagið tryggði sér nýverið 2,8 milljarða frá fjárfestum til að styðja við breytingar á viðskiptamódeli félagsins. Þetta sýnir tiltrú fjárfesta á félaginu og framtíð þess. Nýja viðskiptalíkanið gerir ráð fyrir að fjórar vélar verða gerðar út frá Íslandi og þeim verður flogið með áhöfnum frá Íslandi og á nýgerðum íslenskum kjarasamningum. Sex vélar verða leigðar út til annarra flugrekenda í Evrópu og félaginu þannig tryggðar jafnar tekjur yfir árið sem styrkir rekstrargrundvöll félagsins til muna. Er búist við miklum afkomabata í kjölfarið.
Fréttir af flugi Play Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent