Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. september 2025 15:46 Dwayne Johnson átti erfitt með sig meðan lófatakið dundi eftir frumsýningu Smashing Machine. Leikarinn Dwayne Johnson brast í grát á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þegar nýjasta kvikmynd hans, Smashing Machine, hlaut fimmtán mínútna lófatak. Fólk er þegar byrjað að máta leikarann við Óskarsverðlaunastyttuna. The Smashing Machine fjallar um ævi Mark Kerr sem varð að stjörnu í MMA-bardagaheiminum undir lok tíunda áratugarins, fékk viðurnefnið „Smashing Machine“ og varð tvívegis UFC-meistari en glímdi við mikla verkjalyfjafíkn sem batt enda á feril hans. Dwayne „Steini“ Johnson, sem öðlaðist fyrst frægð sem WWE-glímukappi áður en hann færði sig yfir í Hollywood upp úr aldamótum, leikur Kerr og Emily Blunt leikur Dawn Staples, þáverandi eiginkonu Kerr. Johnson hefur aðallega leikið í hasar- og grínmyndum og sýnir því á sér nýja dramatíska hlið. Leikstjóri Smashing Machine er Benny Safdie, sem hefur áður leikstýrt Uncut Gems (2019) og Good Time (2017) með bróður sínum Josh Safdie, en hann skrifar einnig handritið, framleiðir myndina og klippir hana. Myndin er framleidd af A24, einu heitasta framleiðslufyrirtæki Hollywood í dag, og var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á mánudag. Langt lófatak er orðin venjan í Cannes en fimmtán mínútna lófatak eins og Smashing Machine hlaut á mánudag er býsna sjaldgæft í Feneyjum. Johnson táraðist yfir viðtökunum og þurfti að hafa sig allan við til að halda stjórn á tilfinningum sínum. Dwayne Johnson cries during the 15-minute standing ovation for his new movie ‘THE SMASHING MACHINE’Read our review: https://t.co/ejtQIs1Usz pic.twitter.com/17pQYebeat— DiscussingFilm (@DiscussingFilm) September 1, 2025 Viðbrögðin minna dálítið á frumsýningu The Whale á hátíðinni fyrir þremur árum þar sem Brendan Fraser brotnaði saman yfir dynjandi lófataki. Myndbandið af grátandi Fraser fór eins og eldur um sinu netheima og fór fólks strax í kjölfarið að orða hann við Óskarsverðlaun. Á endanum fór svo að Fraser tók styttuna heim. Það er spurning hvort grátur Johnson muni geta af sér svipaða narratívu en umtal og almannrómur getur haft töluverð áhrif á það hvern Akademían verðlaunar í mars. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin MMA Ítalía Tengdar fréttir Brendan Fraser felldi tár eftir frumsýningu Hvalsins Aðstandendur kvikmyndarinnar The Whale hlutu átta mínútna lófaklapp eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Tilfinningarnar báru Brendan Fraser, aðalleikara myndarinnar, ofurliði og varð hann klökkur yfir viðbrögðum fólks. 5. september 2022 14:21 Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
The Smashing Machine fjallar um ævi Mark Kerr sem varð að stjörnu í MMA-bardagaheiminum undir lok tíunda áratugarins, fékk viðurnefnið „Smashing Machine“ og varð tvívegis UFC-meistari en glímdi við mikla verkjalyfjafíkn sem batt enda á feril hans. Dwayne „Steini“ Johnson, sem öðlaðist fyrst frægð sem WWE-glímukappi áður en hann færði sig yfir í Hollywood upp úr aldamótum, leikur Kerr og Emily Blunt leikur Dawn Staples, þáverandi eiginkonu Kerr. Johnson hefur aðallega leikið í hasar- og grínmyndum og sýnir því á sér nýja dramatíska hlið. Leikstjóri Smashing Machine er Benny Safdie, sem hefur áður leikstýrt Uncut Gems (2019) og Good Time (2017) með bróður sínum Josh Safdie, en hann skrifar einnig handritið, framleiðir myndina og klippir hana. Myndin er framleidd af A24, einu heitasta framleiðslufyrirtæki Hollywood í dag, og var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum á mánudag. Langt lófatak er orðin venjan í Cannes en fimmtán mínútna lófatak eins og Smashing Machine hlaut á mánudag er býsna sjaldgæft í Feneyjum. Johnson táraðist yfir viðtökunum og þurfti að hafa sig allan við til að halda stjórn á tilfinningum sínum. Dwayne Johnson cries during the 15-minute standing ovation for his new movie ‘THE SMASHING MACHINE’Read our review: https://t.co/ejtQIs1Usz pic.twitter.com/17pQYebeat— DiscussingFilm (@DiscussingFilm) September 1, 2025 Viðbrögðin minna dálítið á frumsýningu The Whale á hátíðinni fyrir þremur árum þar sem Brendan Fraser brotnaði saman yfir dynjandi lófataki. Myndbandið af grátandi Fraser fór eins og eldur um sinu netheima og fór fólks strax í kjölfarið að orða hann við Óskarsverðlaun. Á endanum fór svo að Fraser tók styttuna heim. Það er spurning hvort grátur Johnson muni geta af sér svipaða narratívu en umtal og almannrómur getur haft töluverð áhrif á það hvern Akademían verðlaunar í mars.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin MMA Ítalía Tengdar fréttir Brendan Fraser felldi tár eftir frumsýningu Hvalsins Aðstandendur kvikmyndarinnar The Whale hlutu átta mínútna lófaklapp eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Tilfinningarnar báru Brendan Fraser, aðalleikara myndarinnar, ofurliði og varð hann klökkur yfir viðbrögðum fólks. 5. september 2022 14:21 Mest lesið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Scary Movie-stjarna látin Lífið Béla Tarr er látinn Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Brendan Fraser felldi tár eftir frumsýningu Hvalsins Aðstandendur kvikmyndarinnar The Whale hlutu átta mínútna lófaklapp eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Tilfinningarnar báru Brendan Fraser, aðalleikara myndarinnar, ofurliði og varð hann klökkur yfir viðbrögðum fólks. 5. september 2022 14:21