Körfubolti

Nýi kani Kefla­víkur spilaði með Mary­land, Marquette og í sumar­deild NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Darryl Morsell í leik með Marquette háskólaliðinu fyrir nokkrum árum.
Darryl Morsell í leik með Marquette háskólaliðinu fyrir nokkrum árum. Getty/Ron Jenkins

Darryl Morsell verður Bandaríkjamaður Keflvíkinga í Bónus deild karla í körfubolta á komandi vetri.

Morsell er 26 ára og 196 sentimetra fjölhæfur bakvörður. Hann var valinn varnarmaður ársins í Big Ten háskólaboltanum árið 2010.

Morsell var í fjögur ár hjá University of Maryland og spilaði í eitt ár hjá Marquette University í bandaríska háskólaboltanum.

Etir að háskólaferlinum lauk spilaði hann í NBA G-League með Raptors 905 og tvö sumur í NBA sumardeildinni.

Morsell var með 11,5 stig og 2,0 stoðsendingar í leik í NBA G-League 2023-24.

Á síðasta tímabili spilaði hann með KB Peja í Kósóvo þar sem hann var með 11,0 stig og 1,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×