Lífið

Frið­rik Þór og Guð­rún selja 225 milljón króna par­hús í Hlíðunum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið er 281 fermrar að stærð á þremur hæðum. Þar af er 81 fermetra auka íbúð á jarðhæð.
Húsið er 281 fermrar að stærð á þremur hæðum. Þar af er 81 fermetra auka íbúð á jarðhæð.

Friðrik Þór Snorrason forstjóri Verna og eiginkona hans Guðrún Wium Guðbjörnsdóttir, Viðskiptastjóri hjá Straumi, hafa sett fallegt parhús við Hamrahlíð í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 225 milljónir.

Friðrik Þór þekkja margir úr viðskiptalífinu. Enda fyrrum forstjóri Skyggnis, dótturfélag Nýherja, og síðar Reiknistofu bankanna.

Um er að ræða vel skipulagt og fallegt 281 fermetra parhús á þremur hæðum ásamt 81 fermetra íbúð með sérinngangi á jarðhæð.

Gengið er upp steyptan stiga inn á aðalhæð hússins. Komið er inn í rúmgott andyri sem leiðir inn í opið og bjart alrými þar sem stofa, borðstofa og eldhús flæða saman í eitt með vandað parket á gólfi. Í eldhúsinu er hvít innrétting með góðu skápaplássi.

Heimilið er innréttað af mikilli natni þar sem vandaðar hönnunarmublur, listaverk og glaðlegir litir mætast á heillandi máta og gefa eigninni mikinn karakter.

Teppalagður stigi með stórum gluggum leiðir upp á þriðju hæðina sem skiptist í fjögur svefnherbergi, sjónvarpsrými og rúmgott baðherbergi.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.