Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. september 2025 17:15 Karl Sighvatsson lést langt fyrir aldur fram í bílslysi á leið frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur. Minningarhátíðin Karlsvaka verður haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn koma fram á hátíðinni. Þetta verður í fjórða skipti sem Karlsvaka fer fram en vettvangur vökunnar í þetta sinn er Þorlákskirkja. Þaðan var Karl að koma eftir að hafa leikið á orgelið í hinsta sinn þegar hann lést í bílslysi á Hellisheiði á leið til Reykjavíkur sumarið 1991. Fram koma á Karlsvöku: Ungi Hammond-orgelleikarinn Tómas Jónsson sem er jafnframt tónlistarstjóri og hefur verið líkt við Karl; söngkonurnar Lay, Low, Kristjana Stefánsdóttir og Emilía Hugrún; bassaleikarinn Guðni Finnsson; trommuleikarinn Arnar Gíslason; gítarleikarinn Valbjörn Lilliendahl og Jakob Frímann Magnússon verður kynnir. Að afloknum tónleikunum býður sveitarstjórn Õlfuss til móttöku í Félagsheimili Þorlákshafnar. Frítt er á tónleikana en Þorlákskirkja rúmar um 200 manns og eru allir miðar því farnir. Markaði djúp spor í íslenska tónlistarsögu Karl var fæddur þann 8. september 1950 en féll frá langt fyrir aldur fram í bílslysi á Hellisheiði árið 1991. Karl er þekktasti Hammond-orgelleikari íslenskrar tónlistarsögu og var meðlimur í fjölmörgum hljómsveitum, þar á meðal Flowers, Trúbrot og Þursaflokknum. Karl markaði ekki aðeins djúp spor í rokk- og poppsögu landsins. Hann fór til orgelnáms í Vín og Salzburg í Austurríki, nam tónsmíðar í Boston og var organisti við kirkjur í Neskaupsstað, Bolungarvík og um tíma við fimm kirkjur í Ölfusi. Einnig kom hann að tónlistarkennslu og kórastarfi, stýrði Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsóknar og Söngfélagi Þorlákshafnar. Tónleikar á Íslandi Ölfus Tónlist Tengdar fréttir Ljúfur söknuður á Karlsvöku Dagskráin var áhugaverð, þótt hún væri í lengri kantinum. Karl Sighvatsson var frábær listamaður. 16. september 2014 11:30 Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Þetta verður í fjórða skipti sem Karlsvaka fer fram en vettvangur vökunnar í þetta sinn er Þorlákskirkja. Þaðan var Karl að koma eftir að hafa leikið á orgelið í hinsta sinn þegar hann lést í bílslysi á Hellisheiði á leið til Reykjavíkur sumarið 1991. Fram koma á Karlsvöku: Ungi Hammond-orgelleikarinn Tómas Jónsson sem er jafnframt tónlistarstjóri og hefur verið líkt við Karl; söngkonurnar Lay, Low, Kristjana Stefánsdóttir og Emilía Hugrún; bassaleikarinn Guðni Finnsson; trommuleikarinn Arnar Gíslason; gítarleikarinn Valbjörn Lilliendahl og Jakob Frímann Magnússon verður kynnir. Að afloknum tónleikunum býður sveitarstjórn Õlfuss til móttöku í Félagsheimili Þorlákshafnar. Frítt er á tónleikana en Þorlákskirkja rúmar um 200 manns og eru allir miðar því farnir. Markaði djúp spor í íslenska tónlistarsögu Karl var fæddur þann 8. september 1950 en féll frá langt fyrir aldur fram í bílslysi á Hellisheiði árið 1991. Karl er þekktasti Hammond-orgelleikari íslenskrar tónlistarsögu og var meðlimur í fjölmörgum hljómsveitum, þar á meðal Flowers, Trúbrot og Þursaflokknum. Karl markaði ekki aðeins djúp spor í rokk- og poppsögu landsins. Hann fór til orgelnáms í Vín og Salzburg í Austurríki, nam tónsmíðar í Boston og var organisti við kirkjur í Neskaupsstað, Bolungarvík og um tíma við fimm kirkjur í Ölfusi. Einnig kom hann að tónlistarkennslu og kórastarfi, stýrði Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsóknar og Söngfélagi Þorlákshafnar.
Tónleikar á Íslandi Ölfus Tónlist Tengdar fréttir Ljúfur söknuður á Karlsvöku Dagskráin var áhugaverð, þótt hún væri í lengri kantinum. Karl Sighvatsson var frábær listamaður. 16. september 2014 11:30 Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Ljúfur söknuður á Karlsvöku Dagskráin var áhugaverð, þótt hún væri í lengri kantinum. Karl Sighvatsson var frábær listamaður. 16. september 2014 11:30