Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. september 2025 07:01 Það kann að hljóma undarlega en það að eiga vinnumaka er mjög algengt og eflaust mun algengara en fólk heldur. Að eiga vinnumaka þýðir þó ekki einhverja rómantík eða hrifningu heldur byggir sambandið á vinskap, trausti og góðri samvinnu. Vísir/Getty Er hægt að eiga samstarfsfélaga sem telst ígildi þess að eiga maka í vinnunni? Og hvers lags gervihjónabönd eru það þá? Nú súpa eflaust flestir hveljur en staðreyndin er sú að þetta fyrirbæri er til og ekkert nýtt af nálinni. Spurningin er bara hvernig okkur líður með að tala um þessi sambönd sem gervihjónabönd eða vinnumaka? Því á ensku er um þessi sambönd rætt sem „work-husband“ eða „work-wife.“ Það sem einkennir þessi sambönd er þá ekki ástríða eða hrifning, heldur vinátta og traust. Gott samstarf og oft aukin ánægja af starfinu sem við erum í. Og eflaust hafa svona sambönd verið algeng lengi. Og jafnvel nokkuð opinber. Sem dæmi má nefna samband George W. Bush fyrrum forseta Bandaríkjanna og Condoleezza Rice utanríkisráðherra, sem störfuðu náið saman fyrir tæpum tveimur áratugum; 2005-2009. Oft var vísað í þeirra samband sem gervihjónaband í vinnu; Þau voru einfaldlega samstarfs-makar hvors annars. Fréttakonan Pam Giganti á NBC kallaði oft samstarfsfélagann sinn Mark Bradshaw „sjónvarps-eiginmanninn sinn“ og leikkonan Ana Gasteyer í Saturday Night Live kallaði leikfélagann sinn Chris Parnell vinnumakann sinn. George W. Bush fyrrum forseta Bandaríkjanna og Condoleezza Rice utanríkisráðherra eru dæmi um fyrrum samstarfsfélaga sem oft var rætt um að ættu hið svokallaða vinnumaka-samband. Getty En þurfum við að hafa einhverjar áhyggjur af því ef raunverulegi maki okkar á vinnumaka í vinnunni? Í umfjöllun BBC Worklife frá því árið 2016 er ekki að heyra að svo sé. Því þar er inntakið það að svona gervihjónabönd á vinnustaðnum hafi jákvæð áhrif á okkur: Auki á hamingjuna okkar, hvernig við upplifum stuðning í starfi og hvernig svona samband hjálpar okkur almennt að vera betri útgáfa af okkur sjálfum. Í þessari umfjöllun er tónninn því sá að svona makasamband í vinnunni, geti virkilega gagnast okkur; Bæði starfslega séð og sem einstaklingar. Umfjöllun, sem Fortune birti upprunalega, er á öðru meiði. Því þar er frekar talað um að svona maka-samband í vinnunni sé einfaldlega of áhættusamt. Þó er svona maka-samband svo algengt á vinnustöðum að í sömu grein er vísað í nýlega rannsókn þar sem fram kemur að 72% fólks segist eiga vinnumaka á vinnustaðnum; Samstarfsfélaga sem það upplifir sig mjög náið við. Í þessari grein er þó svona maka-samband í vinnunni ekki talið alslæmt. Það sé til dæmis jákvætt að samband af þessum toga getur komið í veg fyrir einmanaleikatilfinninguna en einmanaleiki fer nú eins og eldur um sinu um heiminn. Hins vegar eru áhættuþættirnir of margir að mati greinarhöfundar. Til dæmis vill greinarhöfundur meina að maka-samband af þessum toga, sé líklegt til að leiða til meðvirknishegðunar á vinnustað. Sem þýðir að hætturnar geta verið margvíslegar og alls ekkert þannig að ógnin beinist að raunverulegu hjónabandi viðkomandi. Enda getur maka-samband í vinnunni jafnvel beinst að sama kyni, hjá gagnkynhneigðu fólki. Því samband við vinnumaka kemur hefðbundnu aðdráttarafli tveggja einstaklinga ekkert við. Eins gerist það oft að fólk þróar vinskap með raunverulegum maka vinnumakans síns einnig: Sambandið nær út fyrir vinnustaðinn og verður almennt. Í umfjöllun Atlantic um vinnumaka er hins vegar komið að því atriði sem mögulega vefst fyrir flestum. En það er orðanotkunin: Að tala um vinnueiginkonu eða vinnueiginmann. Gervihjónabönd á vinnustað. Ígildi maka í vinnunni. Mörgum finnst þetta óþægileg orðanotkun. Þótt hún í raun eigi ekki við um neitt annað en platónískt vinasamband á milli tveggja samstarfsfélaga, sem þó er sagt ganga lengra en almennur vinskapur því áhrifin eru þess lags. Á sama tíma fylgir engin rómantík né nokkurt aðdráttarafl eins og almennt gengur í hefðbundnu parsambandi. Árið 2023 stóð Business Insider til dæmis fyrir smá könnun á LinkedIn. Ekkert ósambærilegri og við fylgjumst oft með í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Niðurstöður þeirrar könnunar, sem 17.212 einstaklingar tóku þátt í, var sú að 61% sögðu gervihjónabönd ekki viðeigandi á vinnustöðum, en 39% sögðu þau vera fullkomlega í lagi. Hvað sem okkur þykir þó um orðanotkunina, sýna rannsóknir á Íslandi líka að það getur skipt sköpum að eiga besta vin í vinnunni. Og það sem meira er; Vinnustaðir eru hvattir til þess að virkja vináttu á milli samstarfsfélaga. Tómas Bjarnason, sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup, sagði til að mynda í nýlegu viðtali við Atvinnulífið að vinnuveitendur geti skotið sig í fótinn ef þeir telja þeim ekki koma við hvort fólk á vin í vinnunni eða ekki. „Þetta hugarfar dugar þó skammt því sem vinnuveitandi þarftu samt að díla við afleiðingarnar; Því fólk sem ekki á besta vin í vinnunni segist oftar einmana, það er óánægðara með samvinnu og samskipti í vinnunni og það er óánægðara í starfi. Allt eru þetta atriði sem hafa áhrif á vinnustaðinn.“ Spurningin nú er hins vegar þessi: Hversu mörg okkar upplifum besta vin okkar í vinnunni sem ígildi vinnumaka; Eða eins og sagt er upp á enskuna….. „work-wife“ eða „work-husband“? Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Besti vinurinn stundum besti meðmælandi vinnustaðarins Bjarni Benediktsson verkefnastjóri og Daniel Kristinn Gunnarsson hönnunararkitekt starfa báðir hjá Advania. 15. mars 2023 07:01 Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Það er ekkert smá gaman að spjalla við vinina Guðbrand Randver Sigurðsson og Davíð Þór Kristjánsson, sem nú fara fyrir fyrirtækinu IDS á Íslandi en stofnuðu Endor árið 2015; sem síðar var selt til Sýnar, en klauf sig þaðan út í fyrra og er nú hluti af alþjóðlegu keðjunni IDS. 13. febrúar 2025 07:03 Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. 11. desember 2024 07:01 Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hvað það eru margir sem vinna einir. Til dæmis í lítilli verslun eða sjoppu, iðnaðarmenn, fólk í sérhæfðum störfum eins og þýðendur eða fólk í fjarvinnu. Fólk í viðgerðarþjónustu og fleira. 29. júlí 2025 07:01 „Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00 Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Nú súpa eflaust flestir hveljur en staðreyndin er sú að þetta fyrirbæri er til og ekkert nýtt af nálinni. Spurningin er bara hvernig okkur líður með að tala um þessi sambönd sem gervihjónabönd eða vinnumaka? Því á ensku er um þessi sambönd rætt sem „work-husband“ eða „work-wife.“ Það sem einkennir þessi sambönd er þá ekki ástríða eða hrifning, heldur vinátta og traust. Gott samstarf og oft aukin ánægja af starfinu sem við erum í. Og eflaust hafa svona sambönd verið algeng lengi. Og jafnvel nokkuð opinber. Sem dæmi má nefna samband George W. Bush fyrrum forseta Bandaríkjanna og Condoleezza Rice utanríkisráðherra, sem störfuðu náið saman fyrir tæpum tveimur áratugum; 2005-2009. Oft var vísað í þeirra samband sem gervihjónaband í vinnu; Þau voru einfaldlega samstarfs-makar hvors annars. Fréttakonan Pam Giganti á NBC kallaði oft samstarfsfélagann sinn Mark Bradshaw „sjónvarps-eiginmanninn sinn“ og leikkonan Ana Gasteyer í Saturday Night Live kallaði leikfélagann sinn Chris Parnell vinnumakann sinn. George W. Bush fyrrum forseta Bandaríkjanna og Condoleezza Rice utanríkisráðherra eru dæmi um fyrrum samstarfsfélaga sem oft var rætt um að ættu hið svokallaða vinnumaka-samband. Getty En þurfum við að hafa einhverjar áhyggjur af því ef raunverulegi maki okkar á vinnumaka í vinnunni? Í umfjöllun BBC Worklife frá því árið 2016 er ekki að heyra að svo sé. Því þar er inntakið það að svona gervihjónabönd á vinnustaðnum hafi jákvæð áhrif á okkur: Auki á hamingjuna okkar, hvernig við upplifum stuðning í starfi og hvernig svona samband hjálpar okkur almennt að vera betri útgáfa af okkur sjálfum. Í þessari umfjöllun er tónninn því sá að svona makasamband í vinnunni, geti virkilega gagnast okkur; Bæði starfslega séð og sem einstaklingar. Umfjöllun, sem Fortune birti upprunalega, er á öðru meiði. Því þar er frekar talað um að svona maka-samband í vinnunni sé einfaldlega of áhættusamt. Þó er svona maka-samband svo algengt á vinnustöðum að í sömu grein er vísað í nýlega rannsókn þar sem fram kemur að 72% fólks segist eiga vinnumaka á vinnustaðnum; Samstarfsfélaga sem það upplifir sig mjög náið við. Í þessari grein er þó svona maka-samband í vinnunni ekki talið alslæmt. Það sé til dæmis jákvætt að samband af þessum toga getur komið í veg fyrir einmanaleikatilfinninguna en einmanaleiki fer nú eins og eldur um sinu um heiminn. Hins vegar eru áhættuþættirnir of margir að mati greinarhöfundar. Til dæmis vill greinarhöfundur meina að maka-samband af þessum toga, sé líklegt til að leiða til meðvirknishegðunar á vinnustað. Sem þýðir að hætturnar geta verið margvíslegar og alls ekkert þannig að ógnin beinist að raunverulegu hjónabandi viðkomandi. Enda getur maka-samband í vinnunni jafnvel beinst að sama kyni, hjá gagnkynhneigðu fólki. Því samband við vinnumaka kemur hefðbundnu aðdráttarafli tveggja einstaklinga ekkert við. Eins gerist það oft að fólk þróar vinskap með raunverulegum maka vinnumakans síns einnig: Sambandið nær út fyrir vinnustaðinn og verður almennt. Í umfjöllun Atlantic um vinnumaka er hins vegar komið að því atriði sem mögulega vefst fyrir flestum. En það er orðanotkunin: Að tala um vinnueiginkonu eða vinnueiginmann. Gervihjónabönd á vinnustað. Ígildi maka í vinnunni. Mörgum finnst þetta óþægileg orðanotkun. Þótt hún í raun eigi ekki við um neitt annað en platónískt vinasamband á milli tveggja samstarfsfélaga, sem þó er sagt ganga lengra en almennur vinskapur því áhrifin eru þess lags. Á sama tíma fylgir engin rómantík né nokkurt aðdráttarafl eins og almennt gengur í hefðbundnu parsambandi. Árið 2023 stóð Business Insider til dæmis fyrir smá könnun á LinkedIn. Ekkert ósambærilegri og við fylgjumst oft með í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Niðurstöður þeirrar könnunar, sem 17.212 einstaklingar tóku þátt í, var sú að 61% sögðu gervihjónabönd ekki viðeigandi á vinnustöðum, en 39% sögðu þau vera fullkomlega í lagi. Hvað sem okkur þykir þó um orðanotkunina, sýna rannsóknir á Íslandi líka að það getur skipt sköpum að eiga besta vin í vinnunni. Og það sem meira er; Vinnustaðir eru hvattir til þess að virkja vináttu á milli samstarfsfélaga. Tómas Bjarnason, sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup, sagði til að mynda í nýlegu viðtali við Atvinnulífið að vinnuveitendur geti skotið sig í fótinn ef þeir telja þeim ekki koma við hvort fólk á vin í vinnunni eða ekki. „Þetta hugarfar dugar þó skammt því sem vinnuveitandi þarftu samt að díla við afleiðingarnar; Því fólk sem ekki á besta vin í vinnunni segist oftar einmana, það er óánægðara með samvinnu og samskipti í vinnunni og það er óánægðara í starfi. Allt eru þetta atriði sem hafa áhrif á vinnustaðinn.“ Spurningin nú er hins vegar þessi: Hversu mörg okkar upplifum besta vin okkar í vinnunni sem ígildi vinnumaka; Eða eins og sagt er upp á enskuna….. „work-wife“ eða „work-husband“?
Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Besti vinurinn stundum besti meðmælandi vinnustaðarins Bjarni Benediktsson verkefnastjóri og Daniel Kristinn Gunnarsson hönnunararkitekt starfa báðir hjá Advania. 15. mars 2023 07:01 Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Það er ekkert smá gaman að spjalla við vinina Guðbrand Randver Sigurðsson og Davíð Þór Kristjánsson, sem nú fara fyrir fyrirtækinu IDS á Íslandi en stofnuðu Endor árið 2015; sem síðar var selt til Sýnar, en klauf sig þaðan út í fyrra og er nú hluti af alþjóðlegu keðjunni IDS. 13. febrúar 2025 07:03 Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. 11. desember 2024 07:01 Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hvað það eru margir sem vinna einir. Til dæmis í lítilli verslun eða sjoppu, iðnaðarmenn, fólk í sérhæfðum störfum eins og þýðendur eða fólk í fjarvinnu. Fólk í viðgerðarþjónustu og fleira. 29. júlí 2025 07:01 „Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00 Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Besti vinurinn stundum besti meðmælandi vinnustaðarins Bjarni Benediktsson verkefnastjóri og Daniel Kristinn Gunnarsson hönnunararkitekt starfa báðir hjá Advania. 15. mars 2023 07:01
Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Það er ekkert smá gaman að spjalla við vinina Guðbrand Randver Sigurðsson og Davíð Þór Kristjánsson, sem nú fara fyrir fyrirtækinu IDS á Íslandi en stofnuðu Endor árið 2015; sem síðar var selt til Sýnar, en klauf sig þaðan út í fyrra og er nú hluti af alþjóðlegu keðjunni IDS. 13. febrúar 2025 07:03
Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Það er gaman að taka spjallið við þá Sveinbjörn Traustason og Davíð Örn Ingimarsson, æskufélaga sem ákváðu að gerast frumkvöðlar og stofna fyrirtæki sem leigir útlendingum úlpur og annan útivistafatnað, gönguskó og útilegubúnað. 11. desember 2024 07:01
Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hvað það eru margir sem vinna einir. Til dæmis í lítilli verslun eða sjoppu, iðnaðarmenn, fólk í sérhæfðum störfum eins og þýðendur eða fólk í fjarvinnu. Fólk í viðgerðarþjónustu og fleira. 29. júlí 2025 07:01
„Margir vöruðu okkur við að fara í rekstur með vinkonu“ Þær eru fæddar árið 1991, eru bestu vinkonur og eiga og reka saman fyrirtæki. 14. mars 2022 07:00