Sport

„Stefnum á stig“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.

„Það er mjög erfitt að spila hér og við töpuðum í bæði skiptin,“ segir Hákon Arnar Haraldsson fyrirliði landsliðsins og leikmaður Lille í Frakklandi.

„En þetta er geggjaður völlur og það er gaman að spila hérna. Þessi leikur leggst mjög vel í mig. Þeir eru ógeðslega góðir og helling af heimsklassaleikmönnum. Þetta verður erfitt og við þurfum að þjást. Það þýðir ekkert að bera of mikla virðingu fyrir þeim og vera ekki hræddir. Við verðum bara að fara í leikinn, spila okkar leik. Þeir eru betri en við í fótbolta en það þýðir ekkert að vera hræddur. En við spilum bara okkar leik.“

Hákon segist vera flottur eftir leikinn á föstudagskvöldið og líkamlega fínn.

„Við stefnum á stig allavega. Það verður auðvitað erfitt, enda heimsklassa lið.“

Klippa: „Stefnum á stig“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×