„Draumur síðan ég var krakki“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. september 2025 08:01 Sigfús fagnar með stuðningsfólki Þórs í leikslok. Vísir/Ernir Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði fyrra mark Þórs frá Akureyri er liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í knattspyrnu með 1-2 sigri gegn Þrótti í gær. Hann segir langþráðan draum vera að rætast. Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í gær þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Sigfús Fannar er einn af þeim sem hafa leikið með Þór alla sína ævi, ef frá er talið stutt stopp hjá Dalvík/Reyni árið 2023. Hann segist hafa dreymt um þessa stund frá því hann var krakki. „Þetta er búið að vera draumur síðan ég var krakki,“ sagði Sigfús í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Við erum svo góðir vinir í þessu liði. Ég hef aldrei verið í svona liði áður. Ég er eiginlega orðlaus. Þú sérð þetta bara hérna. Þetta er svo geggjað og bara draumur að rætast,“ bætti Sigfús við og var í leiðinni augljóslega að þakka stuðningsfólki liðsins fyrir sitt framlag. Eins og áður segir skoraði Sigfús fyrra mark Þórs í leik gærdagsins, en í leikslok átti hann erfitt með að rifja það upp. Svo mikil var geðshræringin. „Ég bara keyri á. Ég er nánast búinn að gleyma þessu. Ég sendi á Ými og hann sendir hann aftur, þríhyrningur. Svo næ ég að lauma honum með vinstri í hornið.“ Þetta var hans fimmtánda og síðasta mark á tímabilinu og líklega er auðvelt að færa rök fyrir því að þetta hafi einnig verið hans mikilvægasta mark á tímabilinu. „Ég er bara búinn að vera óhræddur og keyri á allt. Þetta snýst um hugarfar. Ég er eiginlega orðlaus. Sjálfstraust númer eitt, tvö og þrjú.“ Þá forðaði Sigfús sér að lokum frá því að segja frá því hvernig sigrinum, og sætinu í Bestu-deildinni, yrði fagnað. Líklega hefur hann vitað að það væri ekki eitthvað sem íþróttamaður ætti að segja frá í sjónvarpi. „Ég ætla ekki að segja þér það kallinn minn,“ sagði Sigfús léttur að lokum. Klippa: Sigfús eftir sigur Þórs Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira
Lokaumferð Lengjudeildarinnar fór fram í gær þegar heil umferð hófst klukkan 14:00. Önnur eins umferð hefur líklega aldrei sést áður, því hver einn og einasti leikur skipti gríðarlegu máli, hvort sem það var í toppbaráttunni, baráttunni um sæti í umspili eða fallbaráttunni. Af tólf liðum höfðu aðeins tvö lið að engu að keppa. Völsungur gat hvorki endað ofar né neðar en sjöunda sæti og Fjölnismenn voru nú þegar fallnir. Það var þó líklega leikur Þróttar og Þórs sem skipti mestu máli, að öðrum leikjum ólöstuðum. Fyrir leik var ljóst að sigurliðið myndi tryggja sér beint sæti í Bestu-deild karla, en tapliðið þyrfti að sætta sig við sæti í umspili. Þá var einnig möguleiki á því að Þróttur og Þór myndu bæði missa af efsta sæti deildarinnar, en til þess að það myndi gerast þyrfti leikur þeirra að enda með jafntefli og þá hefðu Njarðvíkingar getað stolið efsta sætinu. Sigfús Fannar er einn af þeim sem hafa leikið með Þór alla sína ævi, ef frá er talið stutt stopp hjá Dalvík/Reyni árið 2023. Hann segist hafa dreymt um þessa stund frá því hann var krakki. „Þetta er búið að vera draumur síðan ég var krakki,“ sagði Sigfús í samtali við Andra Má Eggertsson eftir leik. „Við erum svo góðir vinir í þessu liði. Ég hef aldrei verið í svona liði áður. Ég er eiginlega orðlaus. Þú sérð þetta bara hérna. Þetta er svo geggjað og bara draumur að rætast,“ bætti Sigfús við og var í leiðinni augljóslega að þakka stuðningsfólki liðsins fyrir sitt framlag. Eins og áður segir skoraði Sigfús fyrra mark Þórs í leik gærdagsins, en í leikslok átti hann erfitt með að rifja það upp. Svo mikil var geðshræringin. „Ég bara keyri á. Ég er nánast búinn að gleyma þessu. Ég sendi á Ými og hann sendir hann aftur, þríhyrningur. Svo næ ég að lauma honum með vinstri í hornið.“ Þetta var hans fimmtánda og síðasta mark á tímabilinu og líklega er auðvelt að færa rök fyrir því að þetta hafi einnig verið hans mikilvægasta mark á tímabilinu. „Ég er bara búinn að vera óhræddur og keyri á allt. Þetta snýst um hugarfar. Ég er eiginlega orðlaus. Sjálfstraust númer eitt, tvö og þrjú.“ Þá forðaði Sigfús sér að lokum frá því að segja frá því hvernig sigrinum, og sætinu í Bestu-deildinni, yrði fagnað. Líklega hefur hann vitað að það væri ekki eitthvað sem íþróttamaður ætti að segja frá í sjónvarpi. „Ég ætla ekki að segja þér það kallinn minn,“ sagði Sigfús léttur að lokum. Klippa: Sigfús eftir sigur Þórs
Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Sjá meira