Róbert hættir hjá HSÍ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. september 2025 12:27 Róbert Geir Gíslason hefur starfað hjá HSÍ í rúma tvo áratugi. vísir/baldur hrafnkell Róbert Geir Gíslason lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands samkvæmt heimildum fréttastofu. Ekki liggur fyrir hver tekur við starfi framkvæmdastjóra af Róberti sem hefur unnið lengi hjá HSÍ. Hvorki hefur náðst í Róbert né Jón Halldórsson, formann HSÍ. Róbert tók við stöðu framkvæmdastjóra HSÍ af Einari Þorvarðarsyni 2017 en hann tók fyrst til starfa á skrifstofu sambandsins 2003. Róbert gegndi lengi starfi mótastjóra HSÍ. Erfið staða HSÍ Í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í síðustu viku ræddi formaður HSÍ um fjárhagsstöðu sambandsins sem hann sagði vera grafalvarlega. „Það er stóra áskorunin fyrir Handknattleikssambandið. Hún er stærri en ég átti von á, staðan er erfiðari og hún er alveg grafalvarleg. Við erum að róa öllum árum að finna leiðir hvernig við getum haldið áfram þessu afreksstarfi sem við höfum haldið úti undanfarin ár. Til að halda íslenskum handbolta á heimsmælikvarða. En það er ekkert sjálfgefið að það gerist,“ sagði Jón í Sportpakkanum á Sýn. Að sögn Jóns hefur kostar árangur landsliða Íslands í handbolta sitt. „Það er kannski skrýtið að segja það – það sem háir okkur er árangur. Við höfum náð frábærum árangri á undanförnum árum. Við erum á stórmótum ár eftir ár með karlaliðið, nú eru stelpurnar búnar að vera á stórmótum undanfarin ár og eru að fara á HM í desember og yngri landsliðin hafa náð frábærum árangri.“ Uppfært 13:20 Í tilkynningu á heimasíðu sinni staðfestir HSÍ að Róbert láti af störfum hjá sambandinu um áramótin. „Ég tel þetta vera góðan tíma til að stíga frá borði og bjóða nýjum og ferskum vindum að koma inn í starfsemi HSÍ. Það hefur verið mikill heiður að fá að starfa fyrir sambandið í öll þessi ár og er ég þakklátur öllu því fólki sem ég hef starfað með í þennan tíma. Það eru forréttindi að hafa fengið að upplifa þessar stóru stundir með landsliðunum, þátttöku í stórmótum í blíðu og stríðu,“ segir Róbert í tilkynningunni. „Það er eitthvað sem ég verð alla tíð þakklátur fyrir og mun minnast. Ég finn jafnframt að er nú rétti tíminn til breytinga fyrir mig. Ég hef nýverið lokið MBA námi og er spenntur að stíga inn á annan vettvang og þróast enn frekar sem einstaklingur og stjórnandi.“ HSÍ Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira
Ekki liggur fyrir hver tekur við starfi framkvæmdastjóra af Róberti sem hefur unnið lengi hjá HSÍ. Hvorki hefur náðst í Róbert né Jón Halldórsson, formann HSÍ. Róbert tók við stöðu framkvæmdastjóra HSÍ af Einari Þorvarðarsyni 2017 en hann tók fyrst til starfa á skrifstofu sambandsins 2003. Róbert gegndi lengi starfi mótastjóra HSÍ. Erfið staða HSÍ Í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í síðustu viku ræddi formaður HSÍ um fjárhagsstöðu sambandsins sem hann sagði vera grafalvarlega. „Það er stóra áskorunin fyrir Handknattleikssambandið. Hún er stærri en ég átti von á, staðan er erfiðari og hún er alveg grafalvarleg. Við erum að róa öllum árum að finna leiðir hvernig við getum haldið áfram þessu afreksstarfi sem við höfum haldið úti undanfarin ár. Til að halda íslenskum handbolta á heimsmælikvarða. En það er ekkert sjálfgefið að það gerist,“ sagði Jón í Sportpakkanum á Sýn. Að sögn Jóns hefur kostar árangur landsliða Íslands í handbolta sitt. „Það er kannski skrýtið að segja það – það sem háir okkur er árangur. Við höfum náð frábærum árangri á undanförnum árum. Við erum á stórmótum ár eftir ár með karlaliðið, nú eru stelpurnar búnar að vera á stórmótum undanfarin ár og eru að fara á HM í desember og yngri landsliðin hafa náð frábærum árangri.“ Uppfært 13:20 Í tilkynningu á heimasíðu sinni staðfestir HSÍ að Róbert láti af störfum hjá sambandinu um áramótin. „Ég tel þetta vera góðan tíma til að stíga frá borði og bjóða nýjum og ferskum vindum að koma inn í starfsemi HSÍ. Það hefur verið mikill heiður að fá að starfa fyrir sambandið í öll þessi ár og er ég þakklátur öllu því fólki sem ég hef starfað með í þennan tíma. Það eru forréttindi að hafa fengið að upplifa þessar stóru stundir með landsliðunum, þátttöku í stórmótum í blíðu og stríðu,“ segir Róbert í tilkynningunni. „Það er eitthvað sem ég verð alla tíð þakklátur fyrir og mun minnast. Ég finn jafnframt að er nú rétti tíminn til breytinga fyrir mig. Ég hef nýverið lokið MBA námi og er spenntur að stíga inn á annan vettvang og þróast enn frekar sem einstaklingur og stjórnandi.“
HSÍ Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Sjá meira