Handbolti

Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik

Ágúst Orri Arnarson skrifar
EHF Champions League - Orlen Wisla Plock v Sporting CP Porkelsson Orri Freyr  during the match EHF Champions League Men match between  Orlen Wisla Plock and Sporting CP in Plock, Poland on March 6, 2025. (Photo by Andrzej Iwanczuk/NurPhoto via Getty Images)
EHF Champions League - Orlen Wisla Plock v Sporting CP Porkelsson Orri Freyr during the match EHF Champions League Men match between Orlen Wisla Plock and Sporting CP in Plock, Poland on March 6, 2025. (Photo by Andrzej Iwanczuk/NurPhoto via Getty Images)

Orri Freyr Þorkelsson og félagar í portúgalska liðinu Sporting unnu 41-37 gegn pólska liðinu Kielce í miklum markaleik í annarri umferð Meistaradeildarinnar.

Sporting byrjaði leikinn illa og lenti á eftir gestunum en vann sig fljótt inn í leikinn og var komið með fimm marka forystu þegar fyrri hálfleik lauk, staðan þá 20-15, sem er slatti en seinni hálfleikurinn bauð upp á enn meiri skemmtun.

Sporting hélt þeirri fimm marka forystu þó nánast allan tímann og Kielce tókst ekki að gera leikinn spennandi, þó skemmtilegur hafi hann sannarlega verið. Lokatölur 41-37 og Orri skoraði þrjú mörk úr vinstra horninu.

Veszprém vann án Bjarka og Ágúst fékk skot á sig

Tveir aðrir leikir fóru fram í Meistaradeildinni síðdegis.

Veszprém vann frækinn fimm marka sigur gegn franska liðinu Nantes, lokatölur 30-25 í Ungverjalandi. Bjarki Már Elísson er leikmaður Veszprém en kom ekki við sögu í leiknum.

Fuchse Berlin vann 31-28 gegn danska liðinu Aalborg. Heimamenn í Þýskalandi náðu góðri forystu í fyrri hálfleik og létu hana ekki af hendi í þeim seinni.

Ágúst Elí Björgvinsson er markmaður Aalborg ásamt Niklas Landin og Fabian Norsten. Ágúst fékk eitt skot á sig í leiknum en varði það ekki.

Ísak varði vel og Dagur skoraði þrjú í Noregi

Tveir leikir fóru fram í þriðju umferð norsku úrvalsdeildarinnar í dag. Drammen vann sinn þriðja leik í röð, 30-26 gegn Sandnes og OIF Arendal tapaði 29-30 fyrir Runar.

Ísak Steinsson stóð í marki Drammen hluta leiks og varði sjö skot (39%) en fékk á sig 11 mörk. Dagur Gautason skoraði þrjú mörk í tapi Arendal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×