Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Polynorth 29. september 2025 11:32 Einbýlishús í Vaðlaheiði. Hér var ákveðið að byggja allt húsið úr sökkul kubbum þar sem stafn hússins er yfir 7 metra hár og frístandandi. Sprenging hefur orðið í sölu á húskubbum framleiddum úr frauðplasti og eru verktakar og einstaklingar að átta sig á kostum þess að byggja úr húskubbum framleiddum á Íslandi. Starfsfólk í plastkubbaverksmiðjunni Polynorth á Akureyri leggur nú nótt við dag að koma upp veglegum lager fyrir sumarið 2026, að sögn Hjörleifs Árnasonar, annars eigenda fyrirtækisins, í samtali við Vísi. „Við stefnum á stuttan afhendingartíma og lipra þjónustu. Þar sem kubbarnir eru framleiddir á Akureyri þarf aldrei að bíða eftir sendingum erlendis frá, við bara vinnum lengur ef vantar meira.“ Bílskúr á Akureyri sem var reistur af samhentri fjölskyldu á nokkrum vikum. Hannað og framleitt í heimabyggð Mikið er lagt upp úr gæðum og eru kubbarnir einstaklega sterkbyggðir en jafnframt léttir og það er lítið mál að höndla með þá alla daginn án þess að þreytast. „Við leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu og að leysa öll verkefni sem koma inn á borð til okkar. Það er gaman að segja frá því að við fengum allnokkur símtöl síðasta sumar þar sem aðilar sem voru að byggja úr kubbum frá okkur sögðust hafa klárað verkið langt á undan áætlun.“ Einbýlishús að rísa við Akrafjall. Tímalengd verksins er orðin einn af aðalþáttum sem þarf að taka inn í verkið þar sem manntíminn er orðinn nokkuð kostnaðarfrekur og stór hluti af heildarkostnaði. „Með kubbunum okkar geta allir hjálpað til við að klára verkið á mettíma. Einstaklingar sem kaupa kubbana gleðjast þar sem þeir geta gert svo mikið sjálfir og verktakar gleðjast þar sem þeir eru svo miklu fljótari að reisa en áður. Við erum gríðarlega stoltir og ánægðir með þessar viðtökur,“ segir Hjörleifur. Tvær tegundir af kubbum Tvær megin tegundir af húskubbum eru framleiddar í verksmiðjunni. „Annars vegar eru það sökkulkubbar þar sem steypuþykktin er 215 mm og hins vegar veggkubbar þar sem steypuþykktin er 140 mm. Sama þykkt er á einangrun á kubbunum, 70 mm að utan og 50 mm að innan.“ Hér má sjá sökkul í Móahverfi sem er nýtt íbúðahverfi í norðvesturhluta Akureyrar. Kubbarnir raðast einfaldlega upp eins og Lego kubbar og stálið er lagt ofan í þá, eitt lag í einu. „Skorið er úr fyrir gluggum og hurðum og steypt í. Gott er að stífa kubbana af með tommu sex borðum og er reglan einfaldlega sú að því fleiri stoðir, þeim mun líklegra er að ekkert hreyfist þegar steypunni er hellt í mótin.“ Polynorth sendir heim um allt land. Kyndikostnaður stórminnkar Af því húskubbahús eru einangruð bæði að utan og innan dregur það verulega úr kyndingarkostnaði. Hjörleifur segir að það sé himinn og haf á milli kostnaðar við upphitun plastkubbahúsa og húsa sem byggð eru úr öðrum efnivið. „Þannig að þau eru bæði fljótlegri í byggingu og ódýrari í kyndingu. Til lengri tíma litið er því mikill sparnaður í að byggja úr plastkubbum.“ 400 fm vélageymsla að rísa í Vaðlaheiði. Engin takmörk eru fyrir hvað hægt er að byggja stórt enda er það steypan sem á endanum heldur húsinu uppi en ekki kubbarnir. Tímamóta reiknivél sem einfaldar útreikninga Polynorth hefur tekið í notkun á heimasíðu sinni reiknivél þar sem viðskiptavinurinn slær inn flatarmál og ummál byggingar og reiknivélin sér um að reikna út kostnað. „Þessi nýjung hefur mælst einstaklega vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar og vonandi á hún eftir að hjálpa mörgum að áætla kostnað við að byggja, hvort sem það er stórt einbýlishús eða lítill bílskúr. Sökkull í sveitinni. Ef þú ert að hugsa um nýbyggingu, viðbyggingu eða bílskúrinn sem þig er búið að langa svo lengi í, ekki hika við að heyra í okkur og kíkja á reiknivélina á heimasíðunni okkar www.polynorth.is. Hús og heimili Byggingariðnaður Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Starfsfólk í plastkubbaverksmiðjunni Polynorth á Akureyri leggur nú nótt við dag að koma upp veglegum lager fyrir sumarið 2026, að sögn Hjörleifs Árnasonar, annars eigenda fyrirtækisins, í samtali við Vísi. „Við stefnum á stuttan afhendingartíma og lipra þjónustu. Þar sem kubbarnir eru framleiddir á Akureyri þarf aldrei að bíða eftir sendingum erlendis frá, við bara vinnum lengur ef vantar meira.“ Bílskúr á Akureyri sem var reistur af samhentri fjölskyldu á nokkrum vikum. Hannað og framleitt í heimabyggð Mikið er lagt upp úr gæðum og eru kubbarnir einstaklega sterkbyggðir en jafnframt léttir og það er lítið mál að höndla með þá alla daginn án þess að þreytast. „Við leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu og að leysa öll verkefni sem koma inn á borð til okkar. Það er gaman að segja frá því að við fengum allnokkur símtöl síðasta sumar þar sem aðilar sem voru að byggja úr kubbum frá okkur sögðust hafa klárað verkið langt á undan áætlun.“ Einbýlishús að rísa við Akrafjall. Tímalengd verksins er orðin einn af aðalþáttum sem þarf að taka inn í verkið þar sem manntíminn er orðinn nokkuð kostnaðarfrekur og stór hluti af heildarkostnaði. „Með kubbunum okkar geta allir hjálpað til við að klára verkið á mettíma. Einstaklingar sem kaupa kubbana gleðjast þar sem þeir geta gert svo mikið sjálfir og verktakar gleðjast þar sem þeir eru svo miklu fljótari að reisa en áður. Við erum gríðarlega stoltir og ánægðir með þessar viðtökur,“ segir Hjörleifur. Tvær tegundir af kubbum Tvær megin tegundir af húskubbum eru framleiddar í verksmiðjunni. „Annars vegar eru það sökkulkubbar þar sem steypuþykktin er 215 mm og hins vegar veggkubbar þar sem steypuþykktin er 140 mm. Sama þykkt er á einangrun á kubbunum, 70 mm að utan og 50 mm að innan.“ Hér má sjá sökkul í Móahverfi sem er nýtt íbúðahverfi í norðvesturhluta Akureyrar. Kubbarnir raðast einfaldlega upp eins og Lego kubbar og stálið er lagt ofan í þá, eitt lag í einu. „Skorið er úr fyrir gluggum og hurðum og steypt í. Gott er að stífa kubbana af með tommu sex borðum og er reglan einfaldlega sú að því fleiri stoðir, þeim mun líklegra er að ekkert hreyfist þegar steypunni er hellt í mótin.“ Polynorth sendir heim um allt land. Kyndikostnaður stórminnkar Af því húskubbahús eru einangruð bæði að utan og innan dregur það verulega úr kyndingarkostnaði. Hjörleifur segir að það sé himinn og haf á milli kostnaðar við upphitun plastkubbahúsa og húsa sem byggð eru úr öðrum efnivið. „Þannig að þau eru bæði fljótlegri í byggingu og ódýrari í kyndingu. Til lengri tíma litið er því mikill sparnaður í að byggja úr plastkubbum.“ 400 fm vélageymsla að rísa í Vaðlaheiði. Engin takmörk eru fyrir hvað hægt er að byggja stórt enda er það steypan sem á endanum heldur húsinu uppi en ekki kubbarnir. Tímamóta reiknivél sem einfaldar útreikninga Polynorth hefur tekið í notkun á heimasíðu sinni reiknivél þar sem viðskiptavinurinn slær inn flatarmál og ummál byggingar og reiknivélin sér um að reikna út kostnað. „Þessi nýjung hefur mælst einstaklega vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar og vonandi á hún eftir að hjálpa mörgum að áætla kostnað við að byggja, hvort sem það er stórt einbýlishús eða lítill bílskúr. Sökkull í sveitinni. Ef þú ert að hugsa um nýbyggingu, viðbyggingu eða bílskúrinn sem þig er búið að langa svo lengi í, ekki hika við að heyra í okkur og kíkja á reiknivélina á heimasíðunni okkar www.polynorth.is.
Hús og heimili Byggingariðnaður Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira