Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2025 14:30 Guðmundur Guðmundsson er afar kröfuharður þjálfari, að sögn Bent Nyegaard sem tjáði sig um brottrekstur Guðmundar á TV 2. Skjáskot/TV 2 Danski handboltasérfræðingurinn Bent Nyegaard sagðist vel geta skilið hvers vegna forráðamenn Fredericia ákváðu að segja þjálfaranum Guðmundi Guðmundssyni upp, þrátt fyrir þann mikla árangur sem hann hefði náð. Fredericia tilkynnti í gærmorgun að Guðmundur hefði verið rekinn. Liðið hafði þá tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum á nýrri leiktíð í dönsku úrvalsdeildinni, eftir mikinn uppgang frá því að Guðmundur tók við liðinu sumarið 2022 sem meðal annars fól í sér sæti í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Nyegaard svaraði spurningum TV 2 um brottrekstur Guðmundar og sagði liðið hafa verið hætt að spila í anda þessa farsæla þjálfara: „Ég skil það ótrúlega vel [að Guðmundur hafi verið rekinn]. Það eru auðvitað þessi þrjú töp í byrjun tímabilsins en þeir áttu líka mjög slæman endi á síðustu leiktíð með fimm töpum í síðustu sex leikjunum, svo það hefur verið aðdragandi að þessu, að þetta lítur ekki lengur út eins og mannskapurinn hans Guðmundar Guðmundssonar,“ sagði Nyegaard. Aðspurður hvort að forráðamenn Fredericia hefðu átt að bregðast við fyrr kvaðst Nyegaard ekki sammála því. Liðið hefur enda náð afar góðum árangri undir stjórn Guðmundar og gerður var nýr samningur við hann í fyrra, eftir að liðið hafði komist í fjögurra liða úrslitin í danska bikarnum, náð 2. sæti í deild og spilað svo til úrslita um meistaratitilinn. „Við höfum náð að búa til afburða sterkt lið. Það eru engar stórstjörnur hjá okkur, en margar stjörnur. Þetta miklu meira bara unnið á samheldnum hópi,“ sagði Guðmundur við Vísi í fyrrasumar. „Við erum vel skipulagðir. Spilum góða vörn. Erum grimmir í hraðaupphlaupum og með góða markvörslu. Náum mikið út úr liðinu okkar. Markmiðið þegar að ég kem inn var að fara keppa um að vinna til verðlauna árið 2025. Við erum langt á undan áætlun með það. Vinnum til verðlauna í fyrra og aftur núna. Erum mjög nálægt þessu,“ sagði Guðmundur í viðtalinu í fyrra. Þó að Fredericia hafi svo endað í 3. sæti deildarkeppninnar á síðustu leiktíð þá fór úrslitakeppnin illa og því virðist þolinmæðin hafa verið lítil í upphafi nýs tímabils nú í haust. „Þarf sterkan vilja og löngun til að vinna fyrir hann“ „Ég held að það hafi verið sanngjarnt að gefa Guðmundi sénsinn áfram,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Við skulum ekki gleyma að hann náði stórum úrslitum og endaði í 3. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, sem kom liðinu í Evrópudeildina. Svo það er margt sem hefur heppnast en Guðmundur Guðmundsson er mjög kröfuharður þjálfari, það þarf sterkan vilja og löngun til að vinna fyrir hann. Og þegar það slokknar aðeins þá breytist hópurinn aðeins og þá er þetta ekki hópurinn hans Guðmundar Guðmundssonar. Þess vegna skil ég vel að Fredericia hafi valið aðra lausn,“ sagði Nyegaard. Danski handboltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Fredericia tilkynnti í gærmorgun að Guðmundur hefði verið rekinn. Liðið hafði þá tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum á nýrri leiktíð í dönsku úrvalsdeildinni, eftir mikinn uppgang frá því að Guðmundur tók við liðinu sumarið 2022 sem meðal annars fól í sér sæti í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Nyegaard svaraði spurningum TV 2 um brottrekstur Guðmundar og sagði liðið hafa verið hætt að spila í anda þessa farsæla þjálfara: „Ég skil það ótrúlega vel [að Guðmundur hafi verið rekinn]. Það eru auðvitað þessi þrjú töp í byrjun tímabilsins en þeir áttu líka mjög slæman endi á síðustu leiktíð með fimm töpum í síðustu sex leikjunum, svo það hefur verið aðdragandi að þessu, að þetta lítur ekki lengur út eins og mannskapurinn hans Guðmundar Guðmundssonar,“ sagði Nyegaard. Aðspurður hvort að forráðamenn Fredericia hefðu átt að bregðast við fyrr kvaðst Nyegaard ekki sammála því. Liðið hefur enda náð afar góðum árangri undir stjórn Guðmundar og gerður var nýr samningur við hann í fyrra, eftir að liðið hafði komist í fjögurra liða úrslitin í danska bikarnum, náð 2. sæti í deild og spilað svo til úrslita um meistaratitilinn. „Við höfum náð að búa til afburða sterkt lið. Það eru engar stórstjörnur hjá okkur, en margar stjörnur. Þetta miklu meira bara unnið á samheldnum hópi,“ sagði Guðmundur við Vísi í fyrrasumar. „Við erum vel skipulagðir. Spilum góða vörn. Erum grimmir í hraðaupphlaupum og með góða markvörslu. Náum mikið út úr liðinu okkar. Markmiðið þegar að ég kem inn var að fara keppa um að vinna til verðlauna árið 2025. Við erum langt á undan áætlun með það. Vinnum til verðlauna í fyrra og aftur núna. Erum mjög nálægt þessu,“ sagði Guðmundur í viðtalinu í fyrra. Þó að Fredericia hafi svo endað í 3. sæti deildarkeppninnar á síðustu leiktíð þá fór úrslitakeppnin illa og því virðist þolinmæðin hafa verið lítil í upphafi nýs tímabils nú í haust. „Þarf sterkan vilja og löngun til að vinna fyrir hann“ „Ég held að það hafi verið sanngjarnt að gefa Guðmundi sénsinn áfram,“ sagði Nyegaard við TV 2. „Við skulum ekki gleyma að hann náði stórum úrslitum og endaði í 3. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð, sem kom liðinu í Evrópudeildina. Svo það er margt sem hefur heppnast en Guðmundur Guðmundsson er mjög kröfuharður þjálfari, það þarf sterkan vilja og löngun til að vinna fyrir hann. Og þegar það slokknar aðeins þá breytist hópurinn aðeins og þá er þetta ekki hópurinn hans Guðmundar Guðmundssonar. Þess vegna skil ég vel að Fredericia hafi valið aðra lausn,“ sagði Nyegaard.
Danski handboltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira