„Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. september 2025 07:02 Kim Novak var stórstjarna á gullöld Hollywood á sjötta áratugnum en sagði skilið við bransann nánast á hápunkti ferilsins til að sinna ástríðu sinni, myndlistinni. Getty Kim Novak, ein síðasta eftirlifandi stjarna gullaldar Hollywood, er heiðursgestur RIFF í ár. Novak sagði skilið við skemmtanabransann til að elta ástríðu sína, myndlistina. Hún tók slæma dóma mikið inn á sig sem ung leikkona en er í dag stolt af því að vera hluti af einni bestu kvikmynd allra tíma. Opnunarmynd RIFF í ár var Kim Novak's Vertigo, ný heimildarmynd um ævi Novak, auk þess sem aðrar myndir hennar eru sýndar á hátíðinni. Hitchcock-klassíkin Vertigo verður sýnd í dag og heldur Novak masterclass-námskeið í kjölfarið. Novak ætlaði að vera viðstödd hátíðina en komst því miður ekki til landsins af persónulegum ástæðum. Hún verður viðstödd viðburði í fjarfundarbúnaði. „Mér þykir það mjög leitt, ég vildi virkilega koma til Íslands að sjá landið, það hefur alltaf verið á listanum mínum,“ sagði Novak við blaðamann í löngu spjalli á Zoom í vikunni þar sem farið var yfir feril Novak, stjörnurnar sem hún vann með og brotthvarfið úr Hollywood. Fyrirsæta fyrir ísskápa skyndilega kvikmyndastjarna Frá unga aldri stefndi Novak að myndlist og fékk hún skólastyrk við listaskólann School of the Art Institute of Chicago (SAIC). „Ég vildi alltaf verða listmálari og það er mín helsta ástríða. Ég gerði krók á leið minni í skemmtanabransann í Hollywood en er núna aftur komin á aðalleiðina. Myndlistin er mitt ævistarf,“ segir Kim Novak sem vinnur þvert á miðla og semur jafnframt ljóð. Samhliða skóla aflaði Novak sér tekna sem fyrirsæta við að kynna ísskápa fyrir Detroit Motors sumarið 1953 og fékk þar titilinn Ungfrú Deepfreeze. Starfið reyndist örlagaríkt. „Kim Novak er uppgötvun ársins,“ „Við ferðuðumst þvert yfir landið í fyrirsætustarfinu og enduðum í San Francisco. Ein vinkona mín lagði til að við myndum kíkja til LA, fyrst við værum í Kaliforníu, og við gerðum það. Við litum við á módelskrifstofu og ég fékk vinnu sem fyrirsæta við að ganga niður stiga í bíómynd,“ segir hún. Um var að ræða söngleikinn The French Line með Jane Russell í aðalhlutverki. Á tökustaðnum var maður frá Columbia Pictures sem vann við að leita uppi efnilega leikara og leist vel á Novak. „Hann kallaði mig til sín og sagðist vilja fá mig í prufutöku. Ég tók því ekki alvarlega en mætti í prufuna. Það næsta sem ég vissi, var ég að leika í fyrstu myndinni minni,“ segir Novak. Hún lék þar eitt aðalhlutverkanna í glæpamyndinni The Pushover á móti Fred MacMurray. „Þetta gerðist allt á mjög stuttum tíma, sem var bæði gott og vont. Það var spennandi að fá tækifærið en þegar þú vinnur þig ekki upp metorðastigann jafnt og þétt með litlum hlutverkum skortir þig reynsluna,“ segir Novak sem vissi þá ekkert um leiklist. „Ekki reyna að leika, vertu þú sjálf, gefðu þig á vald karakternum og vertu sönn,“ sagði einhver við hana og það reyndist vera besta mögulega ráðið sem hún hefði getað fengið. Tók gagnrýnina inn á sig „Á sínum tíma kunnu gagnrýnendur alls ekki að meta það sem ég gerði, ég fékk mjög slæma dóma, því ég notaði ekki þennan stíl sem var vinsæll á sjötta áratugnum,“ segir Novak og á þar við ýktan sviðskenndan stíl. Novak sem Lona McLane í Pushover. „Ef ég hefði leikið í þeim stíl held ég að mín væri ekki minnst eins vel í dag. Leikurinn væri svo stílíseraður að það væri ekki hægt að horfa á myndirnar mínar eða þær eins vel metnar,“ bætir hún við. „Það að ég skyldi ekki nota neinn stíll heldur bara einlægni mína og tilfinningu fyrir því að bregðast við góðum mótleikara og góðu handriti skilaði sér í góðu verki. Gegnum áranna rás hafa verk mín hlotið meiri viðurkenningu því leikurinn er ekki stílíseraður heldur raunverulegur og sannur.“ Tókstu gagnrýnina inn á þig á sínum tíma? „Mjög svo, ég er mjög viðkvæm og berskjölduð manneskja,“ segir Novak. Hún særist auðveldlega en líði vel þannig því það haldi henni betur tengdri. „En dómarnir á sínum tíma trufluðu mig vissulega og ég vildi óska að ég hefði ekki pælt í þeim,“ bætir hún við. Útlitið spilaði mikla rullu í Hollywood í þá daga og gerir reyndar enn.Getty Gullöld Hollywood virkar sem fjarlægur heimur fyrir nútímamanninn. Hvernig var þessi tími? „Ég kann betur við myndir í dag, þær eru raunverulegri og leikarar eru ekki eins mikið að leika heldur frekar að bregðast við umhverfinu. Þeir hafa meira frelsi til að tjá sig án þess að þurfa að vera alltaf sveipaðir dýrðarljóma,“ segir Novak. Í þá daga hafi allt snúist um útlitið frekar en innra tilfinningalíf eða túlkun leikarans á efninu. „Hárið manns þurfti að vera fullkomið, þú varst kannski stöðvuð í miðri senu af því það skagaði eitt hár yfir augun þín,“ segir hún. „Núna geturðu nánast sett allt hárið þitt yfir augun.“ Sinatra eins og annar maður í seinna skiptið Þú vannst með mörgum stórum leikurum: Dean Martin, Frank Sinatra, Ritu Hayworth. Hvernig var það? „Þegar þú ert að leika eyðirðu ekki það miklum tíma með fólki en Rita Hayworth var æðisleg manneskja og mér líkaði virkilega vel við hana,“ segir Novak. Novak, Sinatra og Hayworth í Pal Joey. Hayworth og Novak léku á móti hvor annarri í söngleikjamyndinni Pal Joey (1957) þar sem þær kepptust um ást kvennabósans Joey Evans sem Sinatra lék. „Ég vann með Frank Sinatra í tveimur myndum. Ef þú hefði spurt mig eftir fyrri myndina hefði ég sagt að hann væri æðislegur, hispurslaus og heiðarlegur,“ segir hún um reynslu sína af Sinatra í The Man With the Golden Arm (1955). „En þegar ég vann með honum í seinni myndinni, Pal Joey, var hann eins og önnur manneskja,“ segir hún um leikarann og söngvarann goðsagnakennda. „Ég get horft um öxl núna, 92 ára gömul, og skilið hvert málið var. Ég gerði það ekki á sínum tíma, ég var mjög mædd yfir því að hann hefði breyst. En hann hafði ekki breyst, hann hafði sökkt sér ofan í karakter persónunnar sem hann var að leika. Hann þurfti að leika manneskju sem fannst hún ein skipta máli,“ bætir hún við. Sinatra og Novak í The Man With The Golden Arm.TCM Gerði tímann í Hollywood ómaksins virði Það er ekki hægt að minnast á Novak án þess að nefna hlutverk hennar í sálfræðitryllinum Vertigo (1958) sem er gjarnan flokkaður með bestu kvikmyndum sögunnar. Ge rðuð þið ykkur grein fyrir því að þið væruð að vinna að tímamótaverki þegar þið voruð að leika í Vertigo? „Alls ekki, hvorki ég né Jimmy Stewart. Ég var mjög hrifin af handritinu strax frá byrjun því ég elskaði að leika hlutverkin tvö. Maður var vanur að leika hlutverk sem voru ekki eins krefjandi eða áhugaverð. En ég hafði ekki hugmynd um að hún yrði að sígildu verki,“ segir Novak. Novak og Stewart sköpuðu einstakt tvíeyki í Vertigo.Getty Hvernig var Jimmy Stewart? „Sá allra besti, hann var svo þægilegur og huggulegur. Mér fannst alltaf eins og við værum á jafningjagrundvelli og að ég þyrfti ekki líta upp til hans, þó ég hafi vissulega litið upp til hans,“ segir Novak. „Hann hefur alltaf verið einn uppáhalds leikarinn minn en ég held það sé af því hann er ekki leikara-leikari og setti svo mikla mennsku í allt sem hann gerði. Ég horfi alltaf á jólamyndina hans, It's a Wonderful Life, hún stenst tímans tönn.“ Vertigo var lengi efst á lista Sight and Sound yfir bestu myndir sögunnar. Hvernig líður þér að hafa verið hluti af einhverju sem er talið vera best? „Það gerir mig mjög stolta, satt að segja, að vera hluti af einhverju sem er alltaf jafn gott sama hvað. Það lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði og gefur honum merkingu,“ segir hún. James Stewart og Kim Novak í hinni sígildu Vertigo.Paramount „Það er gott því ég er vanalega svo óörugg, það er dásamlegt að finna fyrir því að fólk hafi kunnað að meta mig og kunni enn að meta mig. Lætur mér líða vel,“ bætir hún við. „Og það lætur mér líka líða vel að allir þeir sem skrifuðu slæmu dómana vissu ekki eins mikið og þeir töldu sig vita,“ segir hún og hlær með blaðamanni. Hvernig var að vinna með Alfred Hitchcock? „Það var æðislegt að vinna með honum. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á tæknilegum hlutum og vildi að sér yrði hlýtt í þeim efnum,“ segir Novak. Hitchcock og Novak fara yfir málin á tökustað Vertigo.Getty „En þegar kom að túlkun karaktersins þá lét hann það í hendur leikarans. Hann leyfði mér að sjá karakterinn á minn hátt og leika hann á minn máta. Þannig það var mjög frelsandi upplifun að vinna með honum.“ „En eins og ég segi þá var hann mjög strangur með að maður segði línurnar á réttum tíma, að persónan væri klædd eins og hann vildi. Og ég var ekki endilega auðveldasta manneskjan til að sannfæra hvernig búningarnir ættu að vera,“ segir hún. Voru aðrir leikstjórar sem höfðu meiri áhrif á þig en aðrir? „Otto Preminger var frægur fyrir að vera erfiður í samstarfi. Mér fannst hann vera ein yndislegasta manneskjan sem ég hafði unnið með,“ segir hún um austurrísk-ameríska leikstjórann. „Hann var mjög erfiður við leikara ef þeir mættu seint eða ef þeir kunnu ekki línurnar sínar. Ef þeir gáfu sig ekki alla að verkefninu þá var hann mjög erfiður, hann blótaði þeim í sand og ösku,“ segir hún. „En ég mætti alltaf tímanlega og kunni línurnar mínar og hann bar virðingu fyrir því. Þannig við urðum góðir vinir það sem eftir lifði ævi hans.“ Preminger segir Novak til verka.Getty Gríðarlega frelsandi að yfirgefa Hollywood Eftir að hafa leikið í um tuttugu kvikmyndum ákvað Novak, enn nokkurn veginn á toppi ferilsins, að yfirgefa Hollywood árið 1966. Fékkstu nóg af bransanum eða hvað breyttist? „Bransinn var að breytast. En það sem skipti miklu máli var að forstjóri stúdíósins sem ég vann hjá, Columbia Pictures, lést en hann hafði verið algjör einræðisherra,“ segir Novak um Harry Cohn sem stýrði Columbia Pictures frá 1919 til 1958. Harry Cohn stýrði Columbia með harðri hendi. Cohn var með puttana í öllum ákvörðunum. Fyrst þegar Novak skrifaði undir samning hjá Columbia hét hún Marilyn Novak en Cohn vildi að hún tæki upp nafnið Kit Marlowe. Novak tók það ekki í mál en sætti sig við Kim sem fyrra nafn. Einnig segir sagan að Cohn hafi beitt mafíutengingum sínum til að stía Novak og Sammy Davis Jr. í sundur, en þau deituðu í stutta stund 1957. „Þegar þú ert einræðisherra veit enginn annar hvað á að gera, allir hlusta bara á þig. Þannig þeir vissu ekki hvernig ætti að finna góð handrit, létu mig fá handrit um bjánalega hluti sem höfðu enga merkingu. Mér fannst ég ekki hafa tilgang lengur í Hollywood því ég fékk engin góð handrit,“ segir Novak. „Ég tók því sem tákni um að það væri kominn tími til að snúa mér aftur að því sem mig hafði alltaf langað að gera, málaralistinni, þannig ég yfirgaf Hollywood.“ Novak segir það hafa verið gríðarlega frelsandi að taka ákvörðunina. Hún flutti til Big Sur í Oregon, bjó þar fyrst við sjóinn og síðan á sléttunni með hestunum sínum. Novak með sýningu á verkum sínum í Palm Springs 2019. Þar kynntist hún seinni eiginmanni sínum, dýralækninum Robert Malloy, þegar hann kom í læknisheimsókn vegna veiks hests hennar. Hún varð stjúpmóðir dætra hans og voru þau gift frá 1976 til 2020 þegar hann lést. Síðustu sextíu ár hefur myndlistin verið meginstarf Novak en hún kvaddi leiklistina þó ekki endanlega. Þú yfirgafst Hollywood ekki alveg? „Ég var aldrei á móti því að leika í myndum, ég vildi bara leika í góðum myndum. Þannig ég lék reglulega í stöku verkefni til að halda fætinum í gættinni, jafnvel bara í sjónvarpsverkefnum, svo ég væri reiðubúin ef það kæmi virkilega gott handrit til mín. Ég vildi vera áfram meðvituð um stöðuna í skemmtanabransanum. En þetta voru ekki stórar rullur,“ segir Novak. Hætti endanlega eftir hryllilega reynslu Gegnum sjöunda, áttunda og níunda áratuginn lék Novak með nokkuð reglulegu millibili. Hún ætti hins vegar endanlega í byrjun tíunda áratugarins eftir hræðilega reynslu af gerð kvikmyndarinnar Liebestraum. „Ég var spennt að vinna með Mike Figgis og ég var hrifin af handritinu. En myndin reyndist algjör vonbrigði,“ segir Novak. Novak sem gömul kona í Liebestraum. Hún átti að leika bæði yngri og eldri útgáfu sömu konunnar en Figgis réði aðra leikkonu fyrir yngri útgáfuna og reyndist í þokkabót ómögulegur í samskiptum. „Ég hef alltaf kunnað að meta leikstjóra sem hægt er að ræða við en hann vildi aldrei tala við mig. Hann hafði tíma til að tala við alla aðra á settinu nema mig. Hann bar enga virðingu fyrir mér. Þetta var algjörlega ófyrirgefanlegt,“ segir hún um Figgis. „Myndin fjallaði í raun um móður hans og honum líkaði ekki vel við hana. Ég hef það á tilfinningunni að hann hafi varpað tilfinningum sínum í garð hennar yfir á mig. Það er eina ástæðan sem mér dettur í hug.“ Novak með eitt málverka sinna í Prag.Getty Reynslan af gerð kvikmyndarinnar særði Novak gríðarlega og batt endahnút á leiklistarferil hennar. „Guð minn góður, núna veit ég af hverju ég yfirgaf Hollywood,“ hafi hún hugsað með sér. „Ég lék ekkert meira eftir þetta. En ég hefði elskað að enda ferilinn á einhverju sem ég er stolt af,“ segir hún og bætir við að það gerir sig enn leiða að hugsa um myndina. Leiklistarferlinum lauk því endanlega 1991 en Novak hélt áfram að mála næstu þrjá áratugina og gerir það enn. Novak rabbaði áfram við blaðamann um muninn á myndlist og leiklist, villta náttúruna í Big Sur og hvernig fólk glatar persónu sinni í Hollywood þar til fjörutíu mínúturnar kláruðust sjyndilega á Zoom. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin RIFF Tengdar fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Hollywood-stjarnan Kim Novak verður einn heiðursgesta Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem hefst 25. september. Ný heimildarmynd um leikkonuna verður opnunarmynd hátíðarinnar og verða tvær sígildar myndir hennar einnig sýndar. 3. september 2025 19:02 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Sjá meira
Opnunarmynd RIFF í ár var Kim Novak's Vertigo, ný heimildarmynd um ævi Novak, auk þess sem aðrar myndir hennar eru sýndar á hátíðinni. Hitchcock-klassíkin Vertigo verður sýnd í dag og heldur Novak masterclass-námskeið í kjölfarið. Novak ætlaði að vera viðstödd hátíðina en komst því miður ekki til landsins af persónulegum ástæðum. Hún verður viðstödd viðburði í fjarfundarbúnaði. „Mér þykir það mjög leitt, ég vildi virkilega koma til Íslands að sjá landið, það hefur alltaf verið á listanum mínum,“ sagði Novak við blaðamann í löngu spjalli á Zoom í vikunni þar sem farið var yfir feril Novak, stjörnurnar sem hún vann með og brotthvarfið úr Hollywood. Fyrirsæta fyrir ísskápa skyndilega kvikmyndastjarna Frá unga aldri stefndi Novak að myndlist og fékk hún skólastyrk við listaskólann School of the Art Institute of Chicago (SAIC). „Ég vildi alltaf verða listmálari og það er mín helsta ástríða. Ég gerði krók á leið minni í skemmtanabransann í Hollywood en er núna aftur komin á aðalleiðina. Myndlistin er mitt ævistarf,“ segir Kim Novak sem vinnur þvert á miðla og semur jafnframt ljóð. Samhliða skóla aflaði Novak sér tekna sem fyrirsæta við að kynna ísskápa fyrir Detroit Motors sumarið 1953 og fékk þar titilinn Ungfrú Deepfreeze. Starfið reyndist örlagaríkt. „Kim Novak er uppgötvun ársins,“ „Við ferðuðumst þvert yfir landið í fyrirsætustarfinu og enduðum í San Francisco. Ein vinkona mín lagði til að við myndum kíkja til LA, fyrst við værum í Kaliforníu, og við gerðum það. Við litum við á módelskrifstofu og ég fékk vinnu sem fyrirsæta við að ganga niður stiga í bíómynd,“ segir hún. Um var að ræða söngleikinn The French Line með Jane Russell í aðalhlutverki. Á tökustaðnum var maður frá Columbia Pictures sem vann við að leita uppi efnilega leikara og leist vel á Novak. „Hann kallaði mig til sín og sagðist vilja fá mig í prufutöku. Ég tók því ekki alvarlega en mætti í prufuna. Það næsta sem ég vissi, var ég að leika í fyrstu myndinni minni,“ segir Novak. Hún lék þar eitt aðalhlutverkanna í glæpamyndinni The Pushover á móti Fred MacMurray. „Þetta gerðist allt á mjög stuttum tíma, sem var bæði gott og vont. Það var spennandi að fá tækifærið en þegar þú vinnur þig ekki upp metorðastigann jafnt og þétt með litlum hlutverkum skortir þig reynsluna,“ segir Novak sem vissi þá ekkert um leiklist. „Ekki reyna að leika, vertu þú sjálf, gefðu þig á vald karakternum og vertu sönn,“ sagði einhver við hana og það reyndist vera besta mögulega ráðið sem hún hefði getað fengið. Tók gagnrýnina inn á sig „Á sínum tíma kunnu gagnrýnendur alls ekki að meta það sem ég gerði, ég fékk mjög slæma dóma, því ég notaði ekki þennan stíl sem var vinsæll á sjötta áratugnum,“ segir Novak og á þar við ýktan sviðskenndan stíl. Novak sem Lona McLane í Pushover. „Ef ég hefði leikið í þeim stíl held ég að mín væri ekki minnst eins vel í dag. Leikurinn væri svo stílíseraður að það væri ekki hægt að horfa á myndirnar mínar eða þær eins vel metnar,“ bætir hún við. „Það að ég skyldi ekki nota neinn stíll heldur bara einlægni mína og tilfinningu fyrir því að bregðast við góðum mótleikara og góðu handriti skilaði sér í góðu verki. Gegnum áranna rás hafa verk mín hlotið meiri viðurkenningu því leikurinn er ekki stílíseraður heldur raunverulegur og sannur.“ Tókstu gagnrýnina inn á þig á sínum tíma? „Mjög svo, ég er mjög viðkvæm og berskjölduð manneskja,“ segir Novak. Hún særist auðveldlega en líði vel þannig því það haldi henni betur tengdri. „En dómarnir á sínum tíma trufluðu mig vissulega og ég vildi óska að ég hefði ekki pælt í þeim,“ bætir hún við. Útlitið spilaði mikla rullu í Hollywood í þá daga og gerir reyndar enn.Getty Gullöld Hollywood virkar sem fjarlægur heimur fyrir nútímamanninn. Hvernig var þessi tími? „Ég kann betur við myndir í dag, þær eru raunverulegri og leikarar eru ekki eins mikið að leika heldur frekar að bregðast við umhverfinu. Þeir hafa meira frelsi til að tjá sig án þess að þurfa að vera alltaf sveipaðir dýrðarljóma,“ segir Novak. Í þá daga hafi allt snúist um útlitið frekar en innra tilfinningalíf eða túlkun leikarans á efninu. „Hárið manns þurfti að vera fullkomið, þú varst kannski stöðvuð í miðri senu af því það skagaði eitt hár yfir augun þín,“ segir hún. „Núna geturðu nánast sett allt hárið þitt yfir augun.“ Sinatra eins og annar maður í seinna skiptið Þú vannst með mörgum stórum leikurum: Dean Martin, Frank Sinatra, Ritu Hayworth. Hvernig var það? „Þegar þú ert að leika eyðirðu ekki það miklum tíma með fólki en Rita Hayworth var æðisleg manneskja og mér líkaði virkilega vel við hana,“ segir Novak. Novak, Sinatra og Hayworth í Pal Joey. Hayworth og Novak léku á móti hvor annarri í söngleikjamyndinni Pal Joey (1957) þar sem þær kepptust um ást kvennabósans Joey Evans sem Sinatra lék. „Ég vann með Frank Sinatra í tveimur myndum. Ef þú hefði spurt mig eftir fyrri myndina hefði ég sagt að hann væri æðislegur, hispurslaus og heiðarlegur,“ segir hún um reynslu sína af Sinatra í The Man With the Golden Arm (1955). „En þegar ég vann með honum í seinni myndinni, Pal Joey, var hann eins og önnur manneskja,“ segir hún um leikarann og söngvarann goðsagnakennda. „Ég get horft um öxl núna, 92 ára gömul, og skilið hvert málið var. Ég gerði það ekki á sínum tíma, ég var mjög mædd yfir því að hann hefði breyst. En hann hafði ekki breyst, hann hafði sökkt sér ofan í karakter persónunnar sem hann var að leika. Hann þurfti að leika manneskju sem fannst hún ein skipta máli,“ bætir hún við. Sinatra og Novak í The Man With The Golden Arm.TCM Gerði tímann í Hollywood ómaksins virði Það er ekki hægt að minnast á Novak án þess að nefna hlutverk hennar í sálfræðitryllinum Vertigo (1958) sem er gjarnan flokkaður með bestu kvikmyndum sögunnar. Ge rðuð þið ykkur grein fyrir því að þið væruð að vinna að tímamótaverki þegar þið voruð að leika í Vertigo? „Alls ekki, hvorki ég né Jimmy Stewart. Ég var mjög hrifin af handritinu strax frá byrjun því ég elskaði að leika hlutverkin tvö. Maður var vanur að leika hlutverk sem voru ekki eins krefjandi eða áhugaverð. En ég hafði ekki hugmynd um að hún yrði að sígildu verki,“ segir Novak. Novak og Stewart sköpuðu einstakt tvíeyki í Vertigo.Getty Hvernig var Jimmy Stewart? „Sá allra besti, hann var svo þægilegur og huggulegur. Mér fannst alltaf eins og við værum á jafningjagrundvelli og að ég þyrfti ekki líta upp til hans, þó ég hafi vissulega litið upp til hans,“ segir Novak. „Hann hefur alltaf verið einn uppáhalds leikarinn minn en ég held það sé af því hann er ekki leikara-leikari og setti svo mikla mennsku í allt sem hann gerði. Ég horfi alltaf á jólamyndina hans, It's a Wonderful Life, hún stenst tímans tönn.“ Vertigo var lengi efst á lista Sight and Sound yfir bestu myndir sögunnar. Hvernig líður þér að hafa verið hluti af einhverju sem er talið vera best? „Það gerir mig mjög stolta, satt að segja, að vera hluti af einhverju sem er alltaf jafn gott sama hvað. Það lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði og gefur honum merkingu,“ segir hún. James Stewart og Kim Novak í hinni sígildu Vertigo.Paramount „Það er gott því ég er vanalega svo óörugg, það er dásamlegt að finna fyrir því að fólk hafi kunnað að meta mig og kunni enn að meta mig. Lætur mér líða vel,“ bætir hún við. „Og það lætur mér líka líða vel að allir þeir sem skrifuðu slæmu dómana vissu ekki eins mikið og þeir töldu sig vita,“ segir hún og hlær með blaðamanni. Hvernig var að vinna með Alfred Hitchcock? „Það var æðislegt að vinna með honum. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á tæknilegum hlutum og vildi að sér yrði hlýtt í þeim efnum,“ segir Novak. Hitchcock og Novak fara yfir málin á tökustað Vertigo.Getty „En þegar kom að túlkun karaktersins þá lét hann það í hendur leikarans. Hann leyfði mér að sjá karakterinn á minn hátt og leika hann á minn máta. Þannig það var mjög frelsandi upplifun að vinna með honum.“ „En eins og ég segi þá var hann mjög strangur með að maður segði línurnar á réttum tíma, að persónan væri klædd eins og hann vildi. Og ég var ekki endilega auðveldasta manneskjan til að sannfæra hvernig búningarnir ættu að vera,“ segir hún. Voru aðrir leikstjórar sem höfðu meiri áhrif á þig en aðrir? „Otto Preminger var frægur fyrir að vera erfiður í samstarfi. Mér fannst hann vera ein yndislegasta manneskjan sem ég hafði unnið með,“ segir hún um austurrísk-ameríska leikstjórann. „Hann var mjög erfiður við leikara ef þeir mættu seint eða ef þeir kunnu ekki línurnar sínar. Ef þeir gáfu sig ekki alla að verkefninu þá var hann mjög erfiður, hann blótaði þeim í sand og ösku,“ segir hún. „En ég mætti alltaf tímanlega og kunni línurnar mínar og hann bar virðingu fyrir því. Þannig við urðum góðir vinir það sem eftir lifði ævi hans.“ Preminger segir Novak til verka.Getty Gríðarlega frelsandi að yfirgefa Hollywood Eftir að hafa leikið í um tuttugu kvikmyndum ákvað Novak, enn nokkurn veginn á toppi ferilsins, að yfirgefa Hollywood árið 1966. Fékkstu nóg af bransanum eða hvað breyttist? „Bransinn var að breytast. En það sem skipti miklu máli var að forstjóri stúdíósins sem ég vann hjá, Columbia Pictures, lést en hann hafði verið algjör einræðisherra,“ segir Novak um Harry Cohn sem stýrði Columbia Pictures frá 1919 til 1958. Harry Cohn stýrði Columbia með harðri hendi. Cohn var með puttana í öllum ákvörðunum. Fyrst þegar Novak skrifaði undir samning hjá Columbia hét hún Marilyn Novak en Cohn vildi að hún tæki upp nafnið Kit Marlowe. Novak tók það ekki í mál en sætti sig við Kim sem fyrra nafn. Einnig segir sagan að Cohn hafi beitt mafíutengingum sínum til að stía Novak og Sammy Davis Jr. í sundur, en þau deituðu í stutta stund 1957. „Þegar þú ert einræðisherra veit enginn annar hvað á að gera, allir hlusta bara á þig. Þannig þeir vissu ekki hvernig ætti að finna góð handrit, létu mig fá handrit um bjánalega hluti sem höfðu enga merkingu. Mér fannst ég ekki hafa tilgang lengur í Hollywood því ég fékk engin góð handrit,“ segir Novak. „Ég tók því sem tákni um að það væri kominn tími til að snúa mér aftur að því sem mig hafði alltaf langað að gera, málaralistinni, þannig ég yfirgaf Hollywood.“ Novak segir það hafa verið gríðarlega frelsandi að taka ákvörðunina. Hún flutti til Big Sur í Oregon, bjó þar fyrst við sjóinn og síðan á sléttunni með hestunum sínum. Novak með sýningu á verkum sínum í Palm Springs 2019. Þar kynntist hún seinni eiginmanni sínum, dýralækninum Robert Malloy, þegar hann kom í læknisheimsókn vegna veiks hests hennar. Hún varð stjúpmóðir dætra hans og voru þau gift frá 1976 til 2020 þegar hann lést. Síðustu sextíu ár hefur myndlistin verið meginstarf Novak en hún kvaddi leiklistina þó ekki endanlega. Þú yfirgafst Hollywood ekki alveg? „Ég var aldrei á móti því að leika í myndum, ég vildi bara leika í góðum myndum. Þannig ég lék reglulega í stöku verkefni til að halda fætinum í gættinni, jafnvel bara í sjónvarpsverkefnum, svo ég væri reiðubúin ef það kæmi virkilega gott handrit til mín. Ég vildi vera áfram meðvituð um stöðuna í skemmtanabransanum. En þetta voru ekki stórar rullur,“ segir Novak. Hætti endanlega eftir hryllilega reynslu Gegnum sjöunda, áttunda og níunda áratuginn lék Novak með nokkuð reglulegu millibili. Hún ætti hins vegar endanlega í byrjun tíunda áratugarins eftir hræðilega reynslu af gerð kvikmyndarinnar Liebestraum. „Ég var spennt að vinna með Mike Figgis og ég var hrifin af handritinu. En myndin reyndist algjör vonbrigði,“ segir Novak. Novak sem gömul kona í Liebestraum. Hún átti að leika bæði yngri og eldri útgáfu sömu konunnar en Figgis réði aðra leikkonu fyrir yngri útgáfuna og reyndist í þokkabót ómögulegur í samskiptum. „Ég hef alltaf kunnað að meta leikstjóra sem hægt er að ræða við en hann vildi aldrei tala við mig. Hann hafði tíma til að tala við alla aðra á settinu nema mig. Hann bar enga virðingu fyrir mér. Þetta var algjörlega ófyrirgefanlegt,“ segir hún um Figgis. „Myndin fjallaði í raun um móður hans og honum líkaði ekki vel við hana. Ég hef það á tilfinningunni að hann hafi varpað tilfinningum sínum í garð hennar yfir á mig. Það er eina ástæðan sem mér dettur í hug.“ Novak með eitt málverka sinna í Prag.Getty Reynslan af gerð kvikmyndarinnar særði Novak gríðarlega og batt endahnút á leiklistarferil hennar. „Guð minn góður, núna veit ég af hverju ég yfirgaf Hollywood,“ hafi hún hugsað með sér. „Ég lék ekkert meira eftir þetta. En ég hefði elskað að enda ferilinn á einhverju sem ég er stolt af,“ segir hún og bætir við að það gerir sig enn leiða að hugsa um myndina. Leiklistarferlinum lauk því endanlega 1991 en Novak hélt áfram að mála næstu þrjá áratugina og gerir það enn. Novak rabbaði áfram við blaðamann um muninn á myndlist og leiklist, villta náttúruna í Big Sur og hvernig fólk glatar persónu sinni í Hollywood þar til fjörutíu mínúturnar kláruðust sjyndilega á Zoom.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin RIFF Tengdar fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Hollywood-stjarnan Kim Novak verður einn heiðursgesta Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem hefst 25. september. Ný heimildarmynd um leikkonuna verður opnunarmynd hátíðarinnar og verða tvær sígildar myndir hennar einnig sýndar. 3. september 2025 19:02 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Sjá meira
Kim Novak heiðursgestur RIFF Hollywood-stjarnan Kim Novak verður einn heiðursgesta Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem hefst 25. september. Ný heimildarmynd um leikkonuna verður opnunarmynd hátíðarinnar og verða tvær sígildar myndir hennar einnig sýndar. 3. september 2025 19:02