Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Agnar Már Másson skrifar 28. september 2025 23:43 „Þetta er einstaklega leiðinlegt atvik. Málið er í ferli hjá RÍSÍ,“ segir framkv;æmdastjóri RÍSÍ. Spilararnir á myndinni tengjast fréttinni ekki með beinum hætti. Stympingar urðu milli keppenda á rafíþróttamótinu Skjálfta á laugardag. Einn keppandi hrinti sautján ára mótherja sínum eftir að hafa tapað viðureign þeirra. Á spjallrás hreytti hann einnig fúkyrðum í unga drenginn, sem hann kallaði „ógeðslegt innflytjanda hyski“. RÍSÍ harmar atvikið. Einn stærsti rafíþróttaviðburður landsins var haldinn um helgina í íþróttahúsi HK í Digranesi í Kópavogi þar sem mótið Skjálfti var haldið í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár. Ryskingar urðu milli keppenda þegar hinn þrítugi Eyþór Atli Geirdal, eða „waNker“ eins og hann er þekktur á skjánum, gekk að sautján ára mótherja sínum eftir viðureign þeirra og hrinti honum. Atvikið náðist á mynd og hefur klippa af ryskingunum fengið rúmlega tvö þúsund áhorfa á Twitch. Þar má sjá unga drenginn lenda á borði. „Þetta er einstaklega leiðinlegt atvik. Málið er í ferli hjá RÍSÍ,“ segir Jökull Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands, í samtali við Vísi. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Í spjallþræði inni í leiknum áttu liðin tvö í samskiptum þar sem hann lýsti því yfir að hann væri „tilbúinn að berja lítinn krakka“ og kallaði unga drenginn, sem er af erlendum uppruna, „ógeðslegt innflytjanda hyski [svo]“. „Ég er tilbúinn að verja lítinn krakka,“ skrifar Eyþór. „Ógeðslega innflytjenda hyski,“ bætti hann svo við. Að þessu atviki undanskildu segir Jökull að mótið hafi gengið afar vel. Rafíþróttir Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Einn stærsti rafíþróttaviðburður landsins var haldinn um helgina í íþróttahúsi HK í Digranesi í Kópavogi þar sem mótið Skjálfti var haldið í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár. Ryskingar urðu milli keppenda þegar hinn þrítugi Eyþór Atli Geirdal, eða „waNker“ eins og hann er þekktur á skjánum, gekk að sautján ára mótherja sínum eftir viðureign þeirra og hrinti honum. Atvikið náðist á mynd og hefur klippa af ryskingunum fengið rúmlega tvö þúsund áhorfa á Twitch. Þar má sjá unga drenginn lenda á borði. „Þetta er einstaklega leiðinlegt atvik. Málið er í ferli hjá RÍSÍ,“ segir Jökull Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands, í samtali við Vísi. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Í spjallþræði inni í leiknum áttu liðin tvö í samskiptum þar sem hann lýsti því yfir að hann væri „tilbúinn að berja lítinn krakka“ og kallaði unga drenginn, sem er af erlendum uppruna, „ógeðslegt innflytjanda hyski [svo]“. „Ég er tilbúinn að verja lítinn krakka,“ skrifar Eyþór. „Ógeðslega innflytjenda hyski,“ bætti hann svo við. Að þessu atviki undanskildu segir Jökull að mótið hafi gengið afar vel.
Rafíþróttir Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Handbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn