Tónlist

Hneig niður í miðju lagi

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Lola Young hefur lent í ýmsu á sviðinu.
Lola Young hefur lent í ýmsu á sviðinu. Marleen Moise/Getty Images

Breska tónlistarkonan og hæfileikabúntið Lola Young hefur ekki átt sjö dagana sæla þegar það kemur að því að syngja á sviði. Hún kastaði eftirminnilega upp á tónlistarhátíðinni Coachella síðastliðið vor og hneig niður í miðju lagi á tónleikum í New York á laugardag.

Tónlistarkonan var stödd á tónlistarhátíðinni All Things Go í tónleikahöllinni Forest Hills í New York borg. 

Lola, sem er fædd árið 2001, er alin upp í Englandi og skaust upp á stjörnuhimininn fyrir nokkrum árum. Hún er með ráma og einstaka rödd sem minnir á breskar goðsagnir á borð við Amy Winehouse og lag hennar Messy var í dágóða stund vinsælasta lagið í Bretlandi. 

Fjöldi fólks náði þessari átakanlegu stund á myndbandi þar sem Lola sést segja við hljómsveitarmeðlimi að það sé að fara að líða yfir hana. Örstuttu síðar hneig hún niður eins og sjá má hér: 

@stanstoks Big thanks to Lola for flying me out to her show as her plus one. Sorry that you fainted and that licensing @StansToks #LolaYoung #faints #lolayoungfainting #stanblade ♬ original sound - S T A N B L A D E

Daginn eftir skrifaði Lola á Instagram síðu sína að það væri í lagi með hana en hún birti í kjölfarið færslu þar sem hún segist því miður þurfa að aflýsa tónleikum sínum í Washington DC sem áttu að vera í dag. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.