„Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Árni Sæberg skrifar 29. september 2025 11:45 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink Fjármálaráðherra segir tíðindi af gjaldþroti Play í morgun ekki góð. Aftur á móti fljúgi fjöldi flugfélaga til og frá Íslandi og því séu ekki öll eggin í sömu körfu hvað það varðar. Þá segir hann ríkið vel í stakk búið til að takast á við áfallið. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi stöðvun rekstrar Play við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur fréttamann. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er alltaf þannig þegar svona atburðir gerast þá er það nú kannski fyrst og fremst starfsfólkið sem við hugsum til með meðaumkun. Þetta er auðvitað erfitt, að missa vinnuna, og að missa vinnuna með stuttum fyrirvara. Það fara í gang ákveðin kerfi til þess að takast á við það. Síðan auðvitað þeir farþegar sem eru á ferðalögum, þar fer líka í gang ákveðið kerfi hjá hinu opinbera.“ Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur Daði Már segir ríkið í mjög góðri stöðu til þess að bregðast við því að fjöldi fólks missi vinnuna á einu bretti. Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki greidd laun. Ísland hafi upplifað mikinn stöðugleika á undanförnum árum og staða Ábyrgðarsjóðs launa sé góð. Þá segir hann að borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hafi verið virkjuð til þess að veita þeim farþegum sem sitja fastir erlendis upplýsingar um réttindi þeirra vegna stöðvunar reksturs Play. Þær upplýsingar má einnig nálgast hér. „Það er auðvitað þannig að það eru mörg félög sem eru með flug til Íslands. Ísland er í mjög góðu sambandi við umheiminn. Það verður bara að leita allra leiða til að finna lausn á málum allra sem eru strandaglópar.“ Högg fyrir ferðaþjónustuna Hann segir ljóst að gjaldþrot flugfélags geti auðvitað verið ákveðið högg fyrir ferðaþjónustuna. Flestir muna eftir gjaldþroti Wow air árið 2019, sem hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Daði Már segir stöðuna nú aðra að því leytinu til að nú hafi fleiri og fleiri flugfélög hafið flug til og frá Íslandi. „Það er auðvitað ákveðin trygging fyrir okkur. Það þýðir að við erum ekki með öll eggin í einni körfu. Varðandi til dæmis næsta sumar, mun markaðurinn örugglega leysa það. Við þurfum að horfa bara til næstu daga hins vegar. Þetta setur strik í reikninginn hjá þeim sem eru á ferðalagi núna eða hyggja á ferðalög og áttu bókaða ferð með Play. Áhrifin af því þurfum við að meta og bregðast við þeim eins og þau falla til.“ Reikna með áföllum Spurður út í áhrif gjaldþrots Play á rekstur ríkisins og fjárlög næsta árs segir hann að ríkið hafi alltaf svigrúm til þess að bregðast við áföllum sem þessu. „Það er bara einfaldlega þannig að það er alltaf gert ráð fyrir því hjá hinu opinbera að ófyrirséð hlutir geti gerst. Þannig að við tökum sérstaklega frá fyrir atburði eins og þessa. Við þurfum síðan bara að skoða hvert umfang aðgerðanna verður. En það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að ríkið hafi ekki svigrúm til þess.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Gjaldþrot Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi stöðvun rekstrar Play við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur fréttamann. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er alltaf þannig þegar svona atburðir gerast þá er það nú kannski fyrst og fremst starfsfólkið sem við hugsum til með meðaumkun. Þetta er auðvitað erfitt, að missa vinnuna, og að missa vinnuna með stuttum fyrirvara. Það fara í gang ákveðin kerfi til þess að takast á við það. Síðan auðvitað þeir farþegar sem eru á ferðalögum, þar fer líka í gang ákveðið kerfi hjá hinu opinbera.“ Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur Daði Már segir ríkið í mjög góðri stöðu til þess að bregðast við því að fjöldi fólks missi vinnuna á einu bretti. Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki greidd laun. Ísland hafi upplifað mikinn stöðugleika á undanförnum árum og staða Ábyrgðarsjóðs launa sé góð. Þá segir hann að borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hafi verið virkjuð til þess að veita þeim farþegum sem sitja fastir erlendis upplýsingar um réttindi þeirra vegna stöðvunar reksturs Play. Þær upplýsingar má einnig nálgast hér. „Það er auðvitað þannig að það eru mörg félög sem eru með flug til Íslands. Ísland er í mjög góðu sambandi við umheiminn. Það verður bara að leita allra leiða til að finna lausn á málum allra sem eru strandaglópar.“ Högg fyrir ferðaþjónustuna Hann segir ljóst að gjaldþrot flugfélags geti auðvitað verið ákveðið högg fyrir ferðaþjónustuna. Flestir muna eftir gjaldþroti Wow air árið 2019, sem hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Daði Már segir stöðuna nú aðra að því leytinu til að nú hafi fleiri og fleiri flugfélög hafið flug til og frá Íslandi. „Það er auðvitað ákveðin trygging fyrir okkur. Það þýðir að við erum ekki með öll eggin í einni körfu. Varðandi til dæmis næsta sumar, mun markaðurinn örugglega leysa það. Við þurfum að horfa bara til næstu daga hins vegar. Þetta setur strik í reikninginn hjá þeim sem eru á ferðalagi núna eða hyggja á ferðalög og áttu bókaða ferð með Play. Áhrifin af því þurfum við að meta og bregðast við þeim eins og þau falla til.“ Reikna með áföllum Spurður út í áhrif gjaldþrots Play á rekstur ríkisins og fjárlög næsta árs segir hann að ríkið hafi alltaf svigrúm til þess að bregðast við áföllum sem þessu. „Það er bara einfaldlega þannig að það er alltaf gert ráð fyrir því hjá hinu opinbera að ófyrirséð hlutir geti gerst. Þannig að við tökum sérstaklega frá fyrir atburði eins og þessa. Við þurfum síðan bara að skoða hvert umfang aðgerðanna verður. En það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að ríkið hafi ekki svigrúm til þess.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Gjaldþrot Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira