Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2025 12:34 Eyjólfur Ármannsson er innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir Samgöngustofu hafa fengið upplýsingar frá endurskoðendafyrirtækinu KPMG í byrjun september að staða flugfélagsins Play væri í lagi og ekki tilefni til aðgerða gagnvart félaginu. Play hætti starfsemi í morgun og er á leið í gjaldþrot. Flugrekstrarleyfi félagsins verður skilað inn. Vélar félagsins flugu utan í morgun og bætast þeir farþegar við fjölda annarra sem þurfa að leita annað til að komast aftur til landsins. Þá eru ótaldir allir þeir ferðamenn hér á landi sem eiga ekki lengur vísa ferð til síns heima. „Þetta er áfall fyrir flugrekstur í landinu að annað stærsta flugfélag landsins skyldi fara á hausinn,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. „Samgöngustofa hefur haft eftirlit með flugfélaginu og var síðast á fundi í ágúst vegna stöðu flugfélagsins og fékk upplýsingar 2. september um stöðu flugfélagsins og taldi ekki ástæðu til aðgerða,“ segir Eyjólfur. „Samkvæmt mínum upplýsingum fékk Samgöngustofa upplýsingar frá KMPG sem sér um þetta eftirlit fyrir Samgöngustofu um að það ætti meðal annars að auka hlutafé til félasgins sem átti að duga til áramóta.“ Hann hafi séð tíðindin í morgun. „Þetta er töluvert högg og sérstaklega fyrir þá farþega sem eru erlendis og þurfa að koma sér heim aftur. Það voru flug í morgun sem fóru, sex til sjö hundruð manns, og nú munu þessir farþegar ekki fljúga til baka,“ segir Eyjólfur. Í samanburði við fall WOW air á sínum tíma þá sé um miklu minna félag að ræða og gjaldþrotið eftir því minna. Play Gjaldþrot Play Samgöngur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Tæplega áttatíu starfsmenn rekstrarfélags Kringlunnar og Reita í árshátíðarferð eru fastir í Sitges á Spáni eftir að flugi Play var aflýst vegna yfirvofandi gjaldþrots félagsins. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það ekki amalegt að vera strandaglópur í 25 gráðum en tildrögin séu þó ansi sorglegar fréttir. 29. september 2025 12:05 „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ „Þetta er óvænt og líka mjög leiðinlegt. Ekki bara fyrir hönd okkar og ég verð að segja fyrir hönd Play og fyrir hönd Íslendinga,“ segir Elma Dís Árnadóttir starfsmaður Play, eftir tíðindi morgunsins um að flugfélagið væri hætt starfsemi. 29. september 2025 11:45 „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Fjármálaráðherra segir tíðindi af gjaldþroti Play í morgun ekki góð. Aftur á móti fljúgi fjöldi flugfélaga til og frá Íslandi og því séu ekki öll eggin í sömu körfu hvað það varðar. Þá segir hann ríkið vel í stakk búið til að takast á við áfallið. 29. september 2025 11:45 Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Play hætti starfsemi í morgun og er á leið í gjaldþrot. Flugrekstrarleyfi félagsins verður skilað inn. Vélar félagsins flugu utan í morgun og bætast þeir farþegar við fjölda annarra sem þurfa að leita annað til að komast aftur til landsins. Þá eru ótaldir allir þeir ferðamenn hér á landi sem eiga ekki lengur vísa ferð til síns heima. „Þetta er áfall fyrir flugrekstur í landinu að annað stærsta flugfélag landsins skyldi fara á hausinn,“ segir Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra. „Samgöngustofa hefur haft eftirlit með flugfélaginu og var síðast á fundi í ágúst vegna stöðu flugfélagsins og fékk upplýsingar 2. september um stöðu flugfélagsins og taldi ekki ástæðu til aðgerða,“ segir Eyjólfur. „Samkvæmt mínum upplýsingum fékk Samgöngustofa upplýsingar frá KMPG sem sér um þetta eftirlit fyrir Samgöngustofu um að það ætti meðal annars að auka hlutafé til félasgins sem átti að duga til áramóta.“ Hann hafi séð tíðindin í morgun. „Þetta er töluvert högg og sérstaklega fyrir þá farþega sem eru erlendis og þurfa að koma sér heim aftur. Það voru flug í morgun sem fóru, sex til sjö hundruð manns, og nú munu þessir farþegar ekki fljúga til baka,“ segir Eyjólfur. Í samanburði við fall WOW air á sínum tíma þá sé um miklu minna félag að ræða og gjaldþrotið eftir því minna.
Play Gjaldþrot Play Samgöngur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Tæplega áttatíu starfsmenn rekstrarfélags Kringlunnar og Reita í árshátíðarferð eru fastir í Sitges á Spáni eftir að flugi Play var aflýst vegna yfirvofandi gjaldþrots félagsins. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það ekki amalegt að vera strandaglópur í 25 gráðum en tildrögin séu þó ansi sorglegar fréttir. 29. september 2025 12:05 „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ „Þetta er óvænt og líka mjög leiðinlegt. Ekki bara fyrir hönd okkar og ég verð að segja fyrir hönd Play og fyrir hönd Íslendinga,“ segir Elma Dís Árnadóttir starfsmaður Play, eftir tíðindi morgunsins um að flugfélagið væri hætt starfsemi. 29. september 2025 11:45 „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Fjármálaráðherra segir tíðindi af gjaldþroti Play í morgun ekki góð. Aftur á móti fljúgi fjöldi flugfélaga til og frá Íslandi og því séu ekki öll eggin í sömu körfu hvað það varðar. Þá segir hann ríkið vel í stakk búið til að takast á við áfallið. 29. september 2025 11:45 Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Tæplega áttatíu starfsmenn rekstrarfélags Kringlunnar og Reita í árshátíðarferð eru fastir í Sitges á Spáni eftir að flugi Play var aflýst vegna yfirvofandi gjaldþrots félagsins. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það ekki amalegt að vera strandaglópur í 25 gráðum en tildrögin séu þó ansi sorglegar fréttir. 29. september 2025 12:05
„Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ „Þetta er óvænt og líka mjög leiðinlegt. Ekki bara fyrir hönd okkar og ég verð að segja fyrir hönd Play og fyrir hönd Íslendinga,“ segir Elma Dís Árnadóttir starfsmaður Play, eftir tíðindi morgunsins um að flugfélagið væri hætt starfsemi. 29. september 2025 11:45
„Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Fjármálaráðherra segir tíðindi af gjaldþroti Play í morgun ekki góð. Aftur á móti fljúgi fjöldi flugfélaga til og frá Íslandi og því séu ekki öll eggin í sömu körfu hvað það varðar. Þá segir hann ríkið vel í stakk búið til að takast á við áfallið. 29. september 2025 11:45
Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Hópur tuttugu Íslendinga í Lissabon í Portúgal var búinn að tékka sig inn í flug Play til Íslands þegar tíðindi bárust af falli félagsins. Einn þeirra segir aðstæðurnar einkar sérkennilegar. Henni þyki siðlaust af forsvarsmönnum félagsins að hafa sent flugvélar út í morgun rétt fyrir tilkynningu um fall félagsins. 29. september 2025 11:30