Samstarf

Hreinsun þakrenna fyrir­byggir skemmdir

Skrúbb
Ágúst Ármann, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skrúbb segir það geta orðið kostnaðarsamt að trassa hreinsun á þakrennum.
Ágúst Ármann, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Skrúbb segir það geta orðið kostnaðarsamt að trassa hreinsun á þakrennum.

Haustið er tími fjúkandi laufa og rigninga og þá fer álagið að aukast á þakrennum landsmanna. Ágúst Ármann, framkvæmdastjóri Skrúbb, segir mikilvægt að sinna reglulegu viðhaldi svo forðast megi kostnaðarsamar skemmdir. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum sérhæft sig í hreinsun, viðgerðum og skiptum á rennum fyrir einstaklinga og húsfélög.

Reglulegt viðhald sparar kostnað

„Við mælum með því að þrífa rennurnar að minnsta kosti einu sinni á ári. Ef mikill trjágróður er í kring getur þurft að gera þetta tvisvar,“ segir Ágúst. Hann segir stíflur geta valdið leka, rakaskemmdum og jafnvel myglu innandyra. „Oft hringir fólk í okkur þegar það er orðið of seint, þegar múrinn er farinn að gefa sig og þakkanturinn skemmdur svo þarf jafnvel að múra upp aftur. Með reglulegri hreinsun má forðast að slíkt komi upp.“

Alhliða þjónusta

Ágúst mælir ekki með því að húseigendur príli sjálfir upp á þak til að hreinsa rennurnar, hann mætir frekar á staðinn með 28 metra körfubíl.

Fyrirtækið Skrúbb hefur starfað í þrjú ár og tók í fyrra að sér viðgerðir og heildarskipti á rennum. 

„Við sáum að þörf var á þessu, svo við réðum inn smið og erum nú farin að sjá um alla þjónustu tengda þakrennum og niðurföllum, hreinsun, viðgerðir og endurnýjun,“ útskýrir Ágúst.

Skrúbb hefur yfir að ráða körfubíl sem nær allt að 28 metra hæð og nýtist hann vel fyrir fjölbýlishús og minni húsfélög. „Það er ekki sniðugt að fólk sé að brasa í þessu sjálft þegar rennurnar eru hátt uppi,“ segir Ágúst og bætir við að Skrúbb bregðist fljótt við þegar ástandið krefst tafarlausra aðgerða.

Ef flæðir eins og úr sturtu er líklega stíflað

Ágúst ráðleggur húsfélögum og eigendum að fylgjast vel með þakrennunum hjá sér eftir mikla úrkomu og hvassviðri þegar lauf falla af trjám og labba þá einn hring kringum húsið. „Ef vatn flæðir yfir brúnina á rennunum eða rennur út eins og úr sturtu, þá er yfirleitt stífla til staðar. Þá þarf að skoða hvort vandinn liggi í laufblöðum í niðurfalli eða hvort ryð hafi nagað sig í gegn. Við erum fljótir að bregðast við.“

Skrúbb teku rað sér viðgerðir á þakrennum og skipti þegar þess þarf.

Teppahreinsun fyrir hátíðirnar

Auk rennuhreinsunar tekur Skrúbb að sér teppahreinsun á stigagöngum og gluggaþvott. „Teppahreinsunin er sérstaklega vinsæl fyrir jól og eins í mars, apríl til að hreinsa upp eftir snjó og slabb vetrarins. Þá mætir teymi á staðinn sérhæfðan búnað. Við sprautum hreinsidufti yfir teppin og burstum það ofan í trefjarnar, svo er teppið djúphreinsað og sérstakt efni notað á bletti,“ segir Ágúst. „Við erum aðallega að teppahreinsa stigaganga en bjóðum einnig upp á djúphreinsun á sófum og húsgögnum, sem margir nýta sér fyrir jólin.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×