Fótbolti

Refsað fyrir ras­isma mikils fjölda áhorf­enda

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn El Salvador fá ekki fullan völl á næsta heimaleik, eftir kynþáttaníð stuðningsmanna liðsins.
Leikmenn El Salvador fá ekki fullan völl á næsta heimaleik, eftir kynþáttaníð stuðningsmanna liðsins. Getty/Tim Warner

Knattspyrnusambandi El Salvador hefur verið refsað vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna á landsleik gegn Súrínam, í undankeppni HM í fótbolta.

Liðin mættust 9. september á heimavelli El Salvador, þar sem gestirnir unnu sætan 2-1 sigur og komust upp fyrir El Salvador á topp undanriðilsins. Efsta liðið kemst beint á HM.

Stuðningsmenn El Salvador urðu sér til skammar með rasískum hrópum og köllum, og hefur FIFA nú ákveðið að refsingin verði 62.000 dollara sekt, eða 7,5 milljóna króna, auk þess sem takmarkaður fjöldi fær að mæta á næsta heimaleik El Salvador.

Hollenski miðillinn AD hefur eftir Ryan Koolwijk, aðstoðarþjálfara Súrínam, að það hafi um 30.000 manns verið á leiknum að kalla rasísk ókvæðisorð að leikmönnum:

„Ég hef aldrei upplifað það að svona margir hrópi svona,“ sagði Koolwijk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×